Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“

Blaða­mað­ur á DV bregst við gagn­rýni á um­deilda frétt sína um dæmd­an morð­ingja.

Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“

Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður á DV og rithöfundur, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umdeildrar fréttar sinnar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, dæmdan morðingja.

DV greindi frá því á föstudag að Gunnar „lifði að miklu leyti eins og frjáls maður“ og liti mun betur út en áður. Hann falaðist eftir viðtali við fangann fyrir utan áfangaheimilið Vernd að Laugateig án árangurs en birti myndir af Gunnari, gaf upp heimilisfang móður hans og bróður og greindi frá því að lesendur DV hefðu „lýst yfir ótta við að vera í návist hans“. 

Afstaða, félag fanga, gagnrýndi fréttaflutninginn harðlega og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans sagði umfjöllunina lágkúru. „Þetta er sirka botninn. Beituvefur eltir dæmdan mann sem sinnir afplánun á röndum, tekur af honum myndir, birtir upplýsingar um gerð bifreiðar móður hans og heimilisfang hennar. Erindið er ekkert. Eini tilgangurinn er umferðarklám,“ skrifaði hann á Twitter. Undir þetta tók Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri Mbl.is, sem sagðist hafa orðið sorgmædd við lesturinn.

Ágúst hefur nú brugðist við þessari gagnrýni. Í yfirlýsingu sinni segist hann hafa unnið greinina í samráði við ritstjóra DV sem hafi átt lokaorðið. „Það er makalaus firring fólgin í því að telja að upplýsingarnar í þessari frétt eigi ekki erindi við almenning. Það var einmitt almenningur sem leitaði til okkar og kallaði eftir því að við köfuðum í málið,“ skrifar Ágúst. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild:

Undanfarna mánuði hafa fjölmargar ábendingar borist DV um að dæmdur morðingi sem ekki hefur afplánað dóm sinn sé mikið á ferli í Hafnarfirði og víðar. Maðurinn er gerandi í einu þekktasta sakamáli sögunnar og morðið var óvenjulega kaldrifjað og hrottafullt, glæpurinn vandlega undirbúinn.

Hér er undir sígilt og mikilvægt álitamál um refsingar og betrun. Fangar eiga rétt á betrun í sinni afplánun en þetta er lítið samfélag og Hafnarfjörður er enn minna samfélag en Ísland.

Forsendur vitrænnar umræðu í þessu máli eru að vita raunverulega stöðu þessa fanga. Fangelsismálastofnun getur ekki tjáð sig um málefni einstaklinga og ábendingarnar voru án gagna.

Þannig að við fórum á stúfana og komumst að því að umræddur maður býr á Vernd, hefur aðgang að bíl, heimsækir lögheimili sitt reglulega og vinnur hjá Rauða krossinum. Hann ræður ekki svefnstað sínum en virðist ráða sér að öðru leyti. Hann er meira að segja á Tinder.

Vel má vera að þetta sé réttlætanlegt og sjálfur trúi ég á betrun fremur en refsingar. En það eru önnur sjónarmið uppi. Og til að eitthvert vit sé í þeim skoðanaskiptum þurfa upplýsingarnar að vera á borðinu. Þær eru það núna.

Í furðulegri gagnrýni á þennan fréttaflutning, meðal annars í botnfalli Twitters og í yfirlýsingu frá því ágæta félagi Afstöðu, er látið eins og ég sé að brjóta á friðhelgi einstaklings og elta mann á röndum í tilgangsleysi.

„Það er í sjálfu sér fróðlegt að sjá einstaka fjölmiðlamann opinbera skilningsleysi sitt á fréttum og tilgangi þeirra“

Það er í sjálfu sér fróðlegt að sjá einstaka fjölmiðlamann opinbera skilningsleysi sitt á fréttum og tilgangi þeirra. Tilgang fréttarinnar, sem mér virtist raunar augljós, hef ég nú þegar rakið. Og ég þarf víst varla að taka fram að fjölskylda fórnarlambsins í þessu máli er ekki sammála tilteknum stórbloggurum í fjölmiðlastétt.

En friðhelgi einkalífsins? Er mönnum alvara? Lögheimili mannsins er í þjóðskrá. Allir sem eru með einkabanka hafa aðgang að þjóðskrá. Að segja frá bíl mannsins? Bílar eru ekki eitthvað sem fólk notar í einrúmi innan veggja heimilisins, þessi maður eins og aðrir ekur auðvitað á bíl sínum um borg og bý.

Og að sjálfsögðu þarf ég ekki leyfi fyrir því að ávarpa mann úti á götu þegar hann stígur út úr bíl sínum. Afstaða lætur eins og ég hafi brotist inn á Litla Hraun og troðið mér inn í klefa hjá fanga. Og auðvitað hafa fjölmiðlar leyfi til að mynda þekkt fólk á almannafæri.

Það er makalaus firring fólgin í því að telja að upplýsingarnar í þessari frétt eigi ekki erindi við almenning. Það var einmitt almenningur sem leitaði til okkar og kallaði eftir því að við köfuðum í málið.

Ég þarf síðan vart að taka það fram að greinin var unnin í samráði við ritstjóra DV sem átti lokaorðið.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár