Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“

Blaða­mað­ur á DV bregst við gagn­rýni á um­deilda frétt sína um dæmd­an morð­ingja.

Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“

Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður á DV og rithöfundur, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umdeildrar fréttar sinnar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, dæmdan morðingja.

DV greindi frá því á föstudag að Gunnar „lifði að miklu leyti eins og frjáls maður“ og liti mun betur út en áður. Hann falaðist eftir viðtali við fangann fyrir utan áfangaheimilið Vernd að Laugateig án árangurs en birti myndir af Gunnari, gaf upp heimilisfang móður hans og bróður og greindi frá því að lesendur DV hefðu „lýst yfir ótta við að vera í návist hans“. 

Afstaða, félag fanga, gagnrýndi fréttaflutninginn harðlega og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans sagði umfjöllunina lágkúru. „Þetta er sirka botninn. Beituvefur eltir dæmdan mann sem sinnir afplánun á röndum, tekur af honum myndir, birtir upplýsingar um gerð bifreiðar móður hans og heimilisfang hennar. Erindið er ekkert. Eini tilgangurinn er umferðarklám,“ skrifaði hann á Twitter. Undir þetta tók Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri Mbl.is, sem sagðist hafa orðið sorgmædd við lesturinn.

Ágúst hefur nú brugðist við þessari gagnrýni. Í yfirlýsingu sinni segist hann hafa unnið greinina í samráði við ritstjóra DV sem hafi átt lokaorðið. „Það er makalaus firring fólgin í því að telja að upplýsingarnar í þessari frétt eigi ekki erindi við almenning. Það var einmitt almenningur sem leitaði til okkar og kallaði eftir því að við köfuðum í málið,“ skrifar Ágúst. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild:

Undanfarna mánuði hafa fjölmargar ábendingar borist DV um að dæmdur morðingi sem ekki hefur afplánað dóm sinn sé mikið á ferli í Hafnarfirði og víðar. Maðurinn er gerandi í einu þekktasta sakamáli sögunnar og morðið var óvenjulega kaldrifjað og hrottafullt, glæpurinn vandlega undirbúinn.

Hér er undir sígilt og mikilvægt álitamál um refsingar og betrun. Fangar eiga rétt á betrun í sinni afplánun en þetta er lítið samfélag og Hafnarfjörður er enn minna samfélag en Ísland.

Forsendur vitrænnar umræðu í þessu máli eru að vita raunverulega stöðu þessa fanga. Fangelsismálastofnun getur ekki tjáð sig um málefni einstaklinga og ábendingarnar voru án gagna.

Þannig að við fórum á stúfana og komumst að því að umræddur maður býr á Vernd, hefur aðgang að bíl, heimsækir lögheimili sitt reglulega og vinnur hjá Rauða krossinum. Hann ræður ekki svefnstað sínum en virðist ráða sér að öðru leyti. Hann er meira að segja á Tinder.

Vel má vera að þetta sé réttlætanlegt og sjálfur trúi ég á betrun fremur en refsingar. En það eru önnur sjónarmið uppi. Og til að eitthvert vit sé í þeim skoðanaskiptum þurfa upplýsingarnar að vera á borðinu. Þær eru það núna.

Í furðulegri gagnrýni á þennan fréttaflutning, meðal annars í botnfalli Twitters og í yfirlýsingu frá því ágæta félagi Afstöðu, er látið eins og ég sé að brjóta á friðhelgi einstaklings og elta mann á röndum í tilgangsleysi.

„Það er í sjálfu sér fróðlegt að sjá einstaka fjölmiðlamann opinbera skilningsleysi sitt á fréttum og tilgangi þeirra“

Það er í sjálfu sér fróðlegt að sjá einstaka fjölmiðlamann opinbera skilningsleysi sitt á fréttum og tilgangi þeirra. Tilgang fréttarinnar, sem mér virtist raunar augljós, hef ég nú þegar rakið. Og ég þarf víst varla að taka fram að fjölskylda fórnarlambsins í þessu máli er ekki sammála tilteknum stórbloggurum í fjölmiðlastétt.

En friðhelgi einkalífsins? Er mönnum alvara? Lögheimili mannsins er í þjóðskrá. Allir sem eru með einkabanka hafa aðgang að þjóðskrá. Að segja frá bíl mannsins? Bílar eru ekki eitthvað sem fólk notar í einrúmi innan veggja heimilisins, þessi maður eins og aðrir ekur auðvitað á bíl sínum um borg og bý.

Og að sjálfsögðu þarf ég ekki leyfi fyrir því að ávarpa mann úti á götu þegar hann stígur út úr bíl sínum. Afstaða lætur eins og ég hafi brotist inn á Litla Hraun og troðið mér inn í klefa hjá fanga. Og auðvitað hafa fjölmiðlar leyfi til að mynda þekkt fólk á almannafæri.

Það er makalaus firring fólgin í því að telja að upplýsingarnar í þessari frétt eigi ekki erindi við almenning. Það var einmitt almenningur sem leitaði til okkar og kallaði eftir því að við köfuðum í málið.

Ég þarf síðan vart að taka það fram að greinin var unnin í samráði við ritstjóra DV sem átti lokaorðið.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár