Þúsund orð um hamingjuna eru líklega allt of mörg orð frá mér um það hugtak, því að mér hefur reynst ansi flókið að henda reiður á hamingjunni og hvað þá að halda í hana til lengri tíma. En mögulega er ég orðin sérfræðingur í leitinni og hef kannski fundið eitthvað bitastætt á leiðinni.
Ég vil byrja á að taka það fram að ég er einnig snillingur í því að leita að hamingjunni á röngum stöðum og hef haldið að hún sé ótal margt sem hún er alls ekki. Þetta hefur gefið af sér bæði sorglegar og kómískar sögur sem hverfast um að ég snýst í hringi um sjálfa mig og enda alltaf á upphafsreit. Hamingjuleitin var þá eins og að spila slönguborðspilið gamla góða, þegar maður lenti á stiga þá fór maður upp, en ef maður lenti á slöngu þá fór maður niður, nema að í þessu spili voru ekkert …
Athugasemdir