Alvarlegt ef Heilsustofnun hættir að sinna geðþjónustu

Fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálp­ar seg­ir að op­in­bert fé sem renn­ur til geð­þjón­ustu Heilsu­stofn­un­ar í Hvera­gerði þurfi að fara til annarra að­ila, hætti stofn­un­in að sinna verk­efn­inu. All­ir gest­ir í geð­end­ur­hæf­ingu voru út­skrif­að­ir eða færð­ir í al­menna þjón­ustu þeg­ar for­stjóri og yf­ir­lækn­ir var lát­inn fara.

Alvarlegt ef Heilsustofnun hættir að sinna geðþjónustu

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að þeir fjármunir sem renna til Heilustofnunar í Hveragerði vegna geðendurhæfingar þurfi að nýtast annars staðar eigi að hætta þjónustunni. Starfslokasamningur var gerður við Harald Erlendsson, forstjóra og yfirlækni stofnunarinnar, í lok júní án fyrirvara. Haraldur var eini starfandi geðlæknirinn á Heilsustofnun og voru allir dvalargestir í geðendurhæfingu sendir heim eða færðir í almenn rými við starfslok hans.

Nýr samningur Heilsustofnunar og Sjúkratrygginga Íslands hljóðar upp á 875,5 milljónir króna í ár. Þar af renna tæpar 155 milljónir króna í geðendurhæfingu. Ákvæði eru í samningnum um að greiðslur skerðist, fari nýtingarhlutfall rúma undir ákveðin mörk.

„Geðendurhæfingarþjónustan á Heilsustofnun í Hveragerði hefur reynst okkar fólki alveg gríðarlega vel, til dæmis sem endurhæfing fyrir fólk sem eru virkir þátttakendur í samfélaginu en veikist annað veifið eða þarf á kvíða- eða þunglyndismeðferð að halda,“ segir Anna. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti fengið sveigjanlega þjónustu eins og hefur verið. Það gat verið allt frá tveimur vikum upp í tólf vikur, ekki endilega samfleytt, heldur eins og hentaði best í hverju tilviki.“

Þá verður þjónusta verulega skert á einni af þremur bráðageðdeildum Landspítalans í júní vegna manneklu. Um helmingi rúmanna á deildinni, 15 af 31, verður lokað. Sjálfsvígsáhætta er algengasta ástæða þess að fólk er lagt inn á deildina.

Anna Gunnhildur ÓlafsdóttirFramkvæmdastjóri Geðhjálpar segir tímasetningu breytinganna óheppilega.

„Þetta er mjög óheppilegt á þeim tíma þar sem er dregið úr göngudeildarstarfsemi Landspítalans og þjónusta skert á deild 33A og mörg félagsleg úrræði fara í frí,“ segir Anna. „Það sem er enn erfiðara er að hugsanlega verður þessum rýmum alveg lokað. Við sjáum ekki betur en að það sé á svig við aðeins þriggja mánaða gamlan samning Heilsustofnunar við Sjúkratryggingar. Ef sérhæfð geðendurhæfingarþjónusta undir umsjón geðlæknis á Heilsustofnuninni fellur niður ættu aðrir aðilar að fá þessa peninga til að sinna þjónustunni annars staðar, frekar en að hún falli niður eða verði breytt í almenna þjónustu.“

Anna bendir á að í samningnum við Sjúkratryggingar hafi tími endurhæfingar verið almennt styttur niður í fjórar vikur eða sex með sérstakri framlengingu. „Okkur þykir slæmt að þessi rammi hafi verið þrengdur, en svo fréttum við að forstjóra og yfirlækni hafi verið sagt upp störfum og fólk annað hvort útskrifaði eða boðin almenn þjónusta án sérhæfðs geðlæknis. Með öðrum orðum hefur þjónustan veroð dregin saman og fólki stendur ekki lengur til boða sú þjónusta sem það borgaði fyrir þó vissulega séu þarna fleiri fagstéttir að störfum. Það er einstaklega vel talað um störf Haraldar í okkar hópi.“

Anna segir stöðuna vera mjög alvarlega. „Það vita allir að fólk með geðrænan vanda á undir högg að sækja í samfélaginu. Hann verður fyrir miklum fordómum og er í brýnni þörf fyrir þjónustu. Við höfum góða reynslu af þessum úrræðum, bæði fyrir fólk með geðræn veikindi og aðra sem til dæmis lenda í kulnun og veikjast í kjölfarið. Þetta er mjög dýrmætt fyrir einstaklinginn og skilar miklu til samfélagsins, því það styður fólk aftur út í lífið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár