Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrrverandi forstöðumaður hjá Útlendingastofnun: „Harðneskjan var fest í sessi“

Hreið­ar Ei­ríks­son, lög­fræð­ing­ur og fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur leyf­a­sviðs Út­lend­inga­stofn­un­ar, lýs­ir út­lend­inga­lög­un­um sem sam­þykkt voru ár­ið 2016 sem „Tróju­hesti sem bar í sér „blauta drauma“ þeirra starfs­manna Út­lend­inga­stofn­un­ar sem vilja beita afli stjórn­valda af full­um krafti til að „vernda“ Ís­land fyr­ir út­lend­ing­um“.

Fyrrverandi forstöðumaður hjá Útlendingastofnun: „Harðneskjan var fest í sessi“
Mynd tengist frétt ekki beint Mikla athygli vakti árið 2016 þegar írakskir hælisleitendur voru dregnir út úr Laugarneskirkju þar sem þeim hafði verið boðið að bíða brottvísunar.

Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Útlendingastofnunar, segir að heildarlöggjöfin um útlendingamál sem Alþingi samþykkti árið 2016 hafi verið „Trójuhestur sem bar í sér „blauta drauma“ þeirra starfsmanna Útlendingastofnunar sem vilja beita afli stjórnvalda af fullum krafti til að „vernda“ Ísland fyrir útlendingum“. 

Þetta segir hann í umræðum á Facebook þar sem fjallað er um túlkun útlendingalaga og reglugerðar um útlendinga.

Hreiðar starfaði um árabil sem forstöðumaður á leyfisviði Útlendingastofnunar.

Þegar Stundin hafði samband við Hreiðar sagði hann að þetta væri sín persónulega upplifun eftir að hafa fylgst með lagasetningunni á sínum tíma, lagabreytingunum sem byggðu á vinnu þverpólitískrar nefndar undir formennsku Óttars Proppé, þáverandi þingmanns Bjartrar framtíðar.

„Ég starfaði hjá Útlendingastofnun í tíð gömlu laganna, þekki andann þar á bæ og þau „göt” sem menn dreymdi um að loka. Það var gert með nýju lögunum,“ skrifar hann á Facebook.

Þá bendir hann á að með tilkomu kærunefndar útlendingamála hafi ábyrgðin færst frá ráðherra, með pólitíska ábyrgð, og til andlitslausrar stjórnsýslunefndar. Fyrir vikið sé hið pólitíska aðhald með framkvæmd útlendingalaga erfiðara.

„Kærunefnd útlendingamála var sett upp til að enginn þyrfti að bera pólitíska ábyrgð á harðneskjunni og lagaverkið sett þannig að nefndin gat ekki annað en tekið þátt í henni. Harðneskjan var fest í sessi og enginn þarf að standa pólitískt ábyrgur.“ 

Undanfarin ár hafa stjórnmálamenn flestra flokka hreykt sér af þverpólitískri sátt sem náðist með samþykkt útlendingalaga árið 2016. „Þessu var laumað til þingmanna í dulbúningi réttarbóta fyrir hælisleitendur, sem í raun voru ekki annað en staðfesting réttinda sem þeir þegar nutu,“ skrifar Hreiðar. „Síðan bætti Sigríður Andersen um betur og setti reglugerðir sem enn juku á möguleika til að beita innflytjendur ofríki. Allt þetta hefur svo Útlendingastofnun notað til að þjarma harkalega að fólki í krafti valds síns.“ 

Hann bendir á fleiri atriði, t.d. að Útlendingastofnun hafi stuttan opnunartíma og vonlítið sé að ná þar sambandi við nokkurn mann í síma. „Til að bæta gráu ofan á svart eru villandi upplýsingar gefnar á heimasíðu og stofnunin tekur sér 6 mánuði að lágmarki til að afgreiða mál, jafnvel einföld mál eins og skráningu aðstandenda EES ríkisborgara. Þeir þurfa ekki dvalarleyfi heldur hafa þeir dvalarrétt sem er hægt að fullvissa sig um á 1-3 mínútum (n.b. stofnunin auglýsir á ensku útgáfu heimasíðunnar að þetta fólk þurfi að sækja um dvalarleyfi þótt lögin segi að það þurfi aðeins að tilkynna dvöl sína og sækja um kort til staðfestingar á henni).“ 

Hávær umræða hefur farið fram um útlendingamál undanfarna daga vegna fyrirhugaðrar brottvísunar tveggja afganskra barnafjölskyldna til Grikklands. Fjölmenn mótmæli fóru fram í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem krafist var mannúðar í útlendingamálum. Katrín Jakobsdóttir brást við umræðunni í viðtali á RÚV í dag þar sem hún sagði að auknum fjármunum yrði veitt til Útlendingastofnunar svo hægt væri að setja mál barnafólks í forgang.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
5
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
3
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár