Óvissa er komin upp um áform þýsku hótelkeðjunnar Meininger þess efnis að opna hótel í JL-húsinu á næsta ári. Hótelkeðjan greindi frá áformunum í desember 2018, skömmu eftir að gistiheimilinu Oddsson, sem rekið var í húsnæðinu, var lokað. Talskona Meininger tjáir sig ekki um stöðu verkefnisins og það gerir Margrét Ásgeirsdóttir, aðaleigandi húsnæðisins, ekki heldur. Ekki hefur verið gengið frá kaupum á tveimur hæðum í húsinu af Myndlistaskóla Reykjavíkur, þrátt fyrir að skólinn hafi samþykkt tilboð þar um. Neðsta hæð húsnæðisins er þá auglýst til sölu hjá fasteignasölunni Borg.
Gistiheimiliið Oddsson var rekið í JL-húsinu frá því í maí 2016 og þar til í október 2018. Samhliða rekstri gistiheimilisins var veitingastaðurinn Bazaar rekinn á jarðhæð hússins, þar sem einnig var gestamóttaka fyrir gistiheimilið, bar, bistro veitingastaður og kaffihús. Húsnæðið allt, efri hæðir þar sem gistiheimilið var rekið og jarðhæðin, var, og er, í eigu JL Holding ehf. sem Margrét Ásgeirsdóttir …
Athugasemdir