Mikill meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af hlýnun jarðar

Kon­ur, ungt fólk, líf­eyr­is­þeg­ar og íbú­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa mest­ar áhyggj­ur af hlýn­un jarð­ar, sam­kvæmt könn­un MMR. Stuðn­ings­fólk Mið­flokks­ins hef­ur ólík við­horf til máls­ins.

Mikill meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af hlýnun jarðar

Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Aðeins 11 prósent segjast hafa litlar áhyggjur, samkvæmt nýrri könnun MMR.

Í niðurstöðunum kemur fram að 35 prósent aðspurðra segjast hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar, en 33 prósent sögðu áhyggjur sínar frekar miklar. Konur hafa meiri áhyggjur af hlýnun en karlar. 76 prósent kvenna hafa miklar áhyggjur, samanborið við 60 prósent karla.

Yngstu og elstu aldurshóparnir hafa mestar áhyggjur af vandanum. 77 prósent aðspurðra á aldrinum 18 til 29 ára hafa miklar áhyggjur og 70 prósent þeirra sem eru 68 ára og eldri. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. 40 prósent þeirra hafa mjög miklar áhyggjur, miðað við 26 prósent íbúa á landsbyggðinni.

Stuðningsfólk Samfylkingarinnar hefur mestar áhyggjur af hlýnun jarðar, en á eftir fylgir stuðningsfólk Vinstri grænna. Af stuðningsfólki Miðflokksins kveðst 39 prósent hafa miklar áhyggjur, en 36 prósent litlar áhyggjur.

Könnunin var framkvæmd 23. til 29. maí og voru svarendur 932 talsins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár