Mikill meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af hlýnun jarðar

Kon­ur, ungt fólk, líf­eyr­is­þeg­ar og íbú­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa mest­ar áhyggj­ur af hlýn­un jarð­ar, sam­kvæmt könn­un MMR. Stuðn­ings­fólk Mið­flokks­ins hef­ur ólík við­horf til máls­ins.

Mikill meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af hlýnun jarðar

Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Aðeins 11 prósent segjast hafa litlar áhyggjur, samkvæmt nýrri könnun MMR.

Í niðurstöðunum kemur fram að 35 prósent aðspurðra segjast hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar, en 33 prósent sögðu áhyggjur sínar frekar miklar. Konur hafa meiri áhyggjur af hlýnun en karlar. 76 prósent kvenna hafa miklar áhyggjur, samanborið við 60 prósent karla.

Yngstu og elstu aldurshóparnir hafa mestar áhyggjur af vandanum. 77 prósent aðspurðra á aldrinum 18 til 29 ára hafa miklar áhyggjur og 70 prósent þeirra sem eru 68 ára og eldri. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. 40 prósent þeirra hafa mjög miklar áhyggjur, miðað við 26 prósent íbúa á landsbyggðinni.

Stuðningsfólk Samfylkingarinnar hefur mestar áhyggjur af hlýnun jarðar, en á eftir fylgir stuðningsfólk Vinstri grænna. Af stuðningsfólki Miðflokksins kveðst 39 prósent hafa miklar áhyggjur, en 36 prósent litlar áhyggjur.

Könnunin var framkvæmd 23. til 29. maí og voru svarendur 932 talsins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár