Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mikill meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af hlýnun jarðar

Kon­ur, ungt fólk, líf­eyr­is­þeg­ar og íbú­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa mest­ar áhyggj­ur af hlýn­un jarð­ar, sam­kvæmt könn­un MMR. Stuðn­ings­fólk Mið­flokks­ins hef­ur ólík við­horf til máls­ins.

Mikill meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af hlýnun jarðar

Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Aðeins 11 prósent segjast hafa litlar áhyggjur, samkvæmt nýrri könnun MMR.

Í niðurstöðunum kemur fram að 35 prósent aðspurðra segjast hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar, en 33 prósent sögðu áhyggjur sínar frekar miklar. Konur hafa meiri áhyggjur af hlýnun en karlar. 76 prósent kvenna hafa miklar áhyggjur, samanborið við 60 prósent karla.

Yngstu og elstu aldurshóparnir hafa mestar áhyggjur af vandanum. 77 prósent aðspurðra á aldrinum 18 til 29 ára hafa miklar áhyggjur og 70 prósent þeirra sem eru 68 ára og eldri. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. 40 prósent þeirra hafa mjög miklar áhyggjur, miðað við 26 prósent íbúa á landsbyggðinni.

Stuðningsfólk Samfylkingarinnar hefur mestar áhyggjur af hlýnun jarðar, en á eftir fylgir stuðningsfólk Vinstri grænna. Af stuðningsfólki Miðflokksins kveðst 39 prósent hafa miklar áhyggjur, en 36 prósent litlar áhyggjur.

Könnunin var framkvæmd 23. til 29. maí og voru svarendur 932 talsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár