Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Upplýsingar eru súrefni lýðræðisins“

Stund­in birt­ir frá­sagn­ir og upp­lif­an­ir blaða­manna víðs veg­ar að úr heim­in­um í tengsl­um við um­fjöll­un um fjöl­miðla­frelsi og við­tal við Krist­inn Hrafns­son. Rhondor Dowlat-Rost­ant er þaul­reynd blaða­kona hjá T&T Guar­di­an í Tríni­dad og Tóbagó.

„Upplýsingar eru súrefni lýðræðisins“
Gert erfiðara að nálgast upplýsingar Með fyrirhuguðum breytingum á upplýsingalöggjöfinni í Trínidad og Tóbagó verður almenningi og blaðamönnum gert erfitt fyrir að nálgast opinberar upplýsingar, segir blaðakonan Rhondor Dowlat-Rostant.

Það virðist sem það sé að verða æ erfiðara fyrir almenning að sækja opinberar upplýsingar, um heim allan, þar eð ríkisstjórnir beita æ fleiri leiðum til að torvelda fjölmiðlum að komast yfir slíkar upplýsingar. Hér á Trínidad og Tóbagó varaði fyrrverandi ríkissaksóknarinn og þingmaðurinn Ramesh Maharaj við því á dögunum að lýðræði á eyjunum væri ógnað sökum þess að fyrir liggja áform um að gera breytingar á upplýsingalögum landsins, án opinbers samráðs.  

Maharaj sagði fyrirhugaðar breytingar ekki í þágu almennings og að þær myndu hindra fólk í að nálgast upplýsingar. „Upplýsingar eru súrefni lýðræðisins“ sagði Maharaj. Með breytingunum sem nú er stefnt að því að gera á upplýsingalögunum gæti biðtími eftir því hvort krafa um upplýsingar væri samþykkt eða hafnað orðið allt að hálft ár. Þá myndi embætti ríkissaksóknara hafa um það að segja hvort opinberar upplýsingar yrðu veittar eða ekki en þau völd telur Maharaj fráleitt að liggi hjá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár