Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Níræður í níu vikna einangrun

Ragn­ar Hafliða­son mátti liggja vik­um sam­an í ein­angr­un eft­ir að hafa feng­ið sýk­ingu í sár inni á Borg­ar­spít­ala. Hann get­ur ekki leng­ur bú­ið einn en óljóst er hvenær og hvar hann fær dvalarpláss.

Níræður í níu vikna einangrun
Í óvissu Ragnar Hafliðason, aldraður maður sem mjaðmargrindarbrotnaði í byrjun árs, veit ekki hvar hann á að dvelja í framtíðinni. Ljóst er að hann hefur ekki burði til að búa einn en alls óljóst er hvar eða hvenær hann fær vistun á dvalarheimili við hæfi.

Níræður maður sem tvíbrotnaði á mjaðmagrind þurfti að dvelja í einangrun á Borgarspítalanum í níu vikur eftir að hann greindist með mósa-sýkingu í sári í eitt skipti. Öll önnur sýni sem tekin voru reyndust hins vegar neikvæð. Börn mannsins gagnrýna einangrunina og samskiptaleysi við heilbrigðisstarfsfólk en lýsa auk þess áhyggjum af því að alls óljóst sé hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir föður þeirra, sem ekki geti búið einn en hafi hvergi tryggan stað til að vera á.

Ragnar Hafliðason málarameistari er á 91. aldursári og hefur verið við góða líkamlega heilsu allt fram á síðasta sumar þegar hann fékk heilablæðingu og missti sjón á öðru auga við það. Ragnar hafði allt fram til þess starfað við málaraiðnina, búið einn eftir að hann varð ekkill árið 2010 og verið sjálfstæður í öllu sínu. Í janúar síðastliðnum varð Ragnar hins vegar fyrir því óláni að detta heima við og mjaðmarbrotna. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár