Níræður í níu vikna einangrun

Ragn­ar Hafliða­son mátti liggja vik­um sam­an í ein­angr­un eft­ir að hafa feng­ið sýk­ingu í sár inni á Borg­ar­spít­ala. Hann get­ur ekki leng­ur bú­ið einn en óljóst er hvenær og hvar hann fær dvalarpláss.

Níræður í níu vikna einangrun
Í óvissu Ragnar Hafliðason, aldraður maður sem mjaðmargrindarbrotnaði í byrjun árs, veit ekki hvar hann á að dvelja í framtíðinni. Ljóst er að hann hefur ekki burði til að búa einn en alls óljóst er hvar eða hvenær hann fær vistun á dvalarheimili við hæfi.

Níræður maður sem tvíbrotnaði á mjaðmagrind þurfti að dvelja í einangrun á Borgarspítalanum í níu vikur eftir að hann greindist með mósa-sýkingu í sári í eitt skipti. Öll önnur sýni sem tekin voru reyndust hins vegar neikvæð. Börn mannsins gagnrýna einangrunina og samskiptaleysi við heilbrigðisstarfsfólk en lýsa auk þess áhyggjum af því að alls óljóst sé hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir föður þeirra, sem ekki geti búið einn en hafi hvergi tryggan stað til að vera á.

Ragnar Hafliðason málarameistari er á 91. aldursári og hefur verið við góða líkamlega heilsu allt fram á síðasta sumar þegar hann fékk heilablæðingu og missti sjón á öðru auga við það. Ragnar hafði allt fram til þess starfað við málaraiðnina, búið einn eftir að hann varð ekkill árið 2010 og verið sjálfstæður í öllu sínu. Í janúar síðastliðnum varð Ragnar hins vegar fyrir því óláni að detta heima við og mjaðmarbrotna. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár