Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Níræður í níu vikna einangrun

Ragn­ar Hafliða­son mátti liggja vik­um sam­an í ein­angr­un eft­ir að hafa feng­ið sýk­ingu í sár inni á Borg­ar­spít­ala. Hann get­ur ekki leng­ur bú­ið einn en óljóst er hvenær og hvar hann fær dvalarpláss.

Níræður í níu vikna einangrun
Í óvissu Ragnar Hafliðason, aldraður maður sem mjaðmargrindarbrotnaði í byrjun árs, veit ekki hvar hann á að dvelja í framtíðinni. Ljóst er að hann hefur ekki burði til að búa einn en alls óljóst er hvar eða hvenær hann fær vistun á dvalarheimili við hæfi.

Níræður maður sem tvíbrotnaði á mjaðmagrind þurfti að dvelja í einangrun á Borgarspítalanum í níu vikur eftir að hann greindist með mósa-sýkingu í sári í eitt skipti. Öll önnur sýni sem tekin voru reyndust hins vegar neikvæð. Börn mannsins gagnrýna einangrunina og samskiptaleysi við heilbrigðisstarfsfólk en lýsa auk þess áhyggjum af því að alls óljóst sé hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir föður þeirra, sem ekki geti búið einn en hafi hvergi tryggan stað til að vera á.

Ragnar Hafliðason málarameistari er á 91. aldursári og hefur verið við góða líkamlega heilsu allt fram á síðasta sumar þegar hann fékk heilablæðingu og missti sjón á öðru auga við það. Ragnar hafði allt fram til þess starfað við málaraiðnina, búið einn eftir að hann varð ekkill árið 2010 og verið sjálfstæður í öllu sínu. Í janúar síðastliðnum varð Ragnar hins vegar fyrir því óláni að detta heima við og mjaðmarbrotna. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár