Níræður maður sem tvíbrotnaði á mjaðmagrind þurfti að dvelja í einangrun á Borgarspítalanum í níu vikur eftir að hann greindist með mósa-sýkingu í sári í eitt skipti. Öll önnur sýni sem tekin voru reyndust hins vegar neikvæð. Börn mannsins gagnrýna einangrunina og samskiptaleysi við heilbrigðisstarfsfólk en lýsa auk þess áhyggjum af því að alls óljóst sé hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir föður þeirra, sem ekki geti búið einn en hafi hvergi tryggan stað til að vera á.
Ragnar Hafliðason málarameistari er á 91. aldursári og hefur verið við góða líkamlega heilsu allt fram á síðasta sumar þegar hann fékk heilablæðingu og missti sjón á öðru auga við það. Ragnar hafði allt fram til þess starfað við málaraiðnina, búið einn eftir að hann varð ekkill árið 2010 og verið sjálfstæður í öllu sínu. Í janúar síðastliðnum varð Ragnar hins vegar fyrir því óláni að detta heima við og mjaðmarbrotna. …
Athugasemdir