Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Níræður í níu vikna einangrun

Ragn­ar Hafliða­son mátti liggja vik­um sam­an í ein­angr­un eft­ir að hafa feng­ið sýk­ingu í sár inni á Borg­ar­spít­ala. Hann get­ur ekki leng­ur bú­ið einn en óljóst er hvenær og hvar hann fær dvalarpláss.

Níræður í níu vikna einangrun
Í óvissu Ragnar Hafliðason, aldraður maður sem mjaðmargrindarbrotnaði í byrjun árs, veit ekki hvar hann á að dvelja í framtíðinni. Ljóst er að hann hefur ekki burði til að búa einn en alls óljóst er hvar eða hvenær hann fær vistun á dvalarheimili við hæfi.

Níræður maður sem tvíbrotnaði á mjaðmagrind þurfti að dvelja í einangrun á Borgarspítalanum í níu vikur eftir að hann greindist með mósa-sýkingu í sári í eitt skipti. Öll önnur sýni sem tekin voru reyndust hins vegar neikvæð. Börn mannsins gagnrýna einangrunina og samskiptaleysi við heilbrigðisstarfsfólk en lýsa auk þess áhyggjum af því að alls óljóst sé hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir föður þeirra, sem ekki geti búið einn en hafi hvergi tryggan stað til að vera á.

Ragnar Hafliðason málarameistari er á 91. aldursári og hefur verið við góða líkamlega heilsu allt fram á síðasta sumar þegar hann fékk heilablæðingu og missti sjón á öðru auga við það. Ragnar hafði allt fram til þess starfað við málaraiðnina, búið einn eftir að hann varð ekkill árið 2010 og verið sjálfstæður í öllu sínu. Í janúar síðastliðnum varð Ragnar hins vegar fyrir því óláni að detta heima við og mjaðmarbrotna. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár