Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

Breyt­inga­til­laga Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar um lækk­un launa ráð­herra var felld þeg­ar frum­varp vegna brott­falls laga um kjara­ráð var af­greitt í dag. Bjarni Bene­dikts­son sagði að með rök­um Sig­mund­ar mætti segja að hann hefði stofn­að Mið­flokk­inn til að hækka í laun­um.

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
Felldu breytingatillögu Sigmundar Berytingatillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við afgreiðslu frumvarps um brottfall laga um Kjararáð hefði gert hann launahærri en ráðherra. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram breytingatillögu við frumvarp vegna brottfalls laga um kjararáð, þess efnis að laun ráðherra lækkuðu um rúm 20 prósent, til að þau yrðu nær launum alþingismanna. Með tillögunni hefðu ráðherrar orðið lægri í launum en formenn stjórnmálaflokka, þar með talinn hann sjálfur. Tillagan var felld í dag og greiddu einungis þingmenn Miðflokksins atkvæði með henni.

Sigmundur Davíð sagði í umræðum um málið á Alþingi í dag að tillaga hans snérist ekki aðeins um að jafna laun löggjafar- og framkvæmdavaldsins „heldur einnig að draga úr líkum á því að einhverjir flokkar kynnu að gefa eftir stefnu sína, grundvallarsjónarmið og kosningaloforð, til þess eins að ná í fáeina ráðherrastóla.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, benti á að formenn stjórnmálaflokka fengju allir álag á laun sín til að vera jafnsettir ráðherrum. „Það er þess vegna stórundarlegt að hlusta hérna á umræðu um það að það sé slíkur launamunur hjá ráðherrum og hinum sem eru í þinginu að það sé sérstakur hvati í því fólginn að kasta frá sér stefnumálum sínum og mynda ríkisstjórn til að tryggja sér betri kjör,“ sagði Bjarni.

„Með þessum rökum væri alveg eins hægt að segja að álagsgreiðslan til formanna væri sérstakur hvati til þess að stofna nýjan stjórnmálaflokk og gerast í honum formaður og ná sér þannig í greiðsluna,“ sagði Bjarni við Sigmund Davíð og uppskar hlátur þingmanna. „En ég mundi ekki halda því fram að einhver mundi gera það nokkurn tímann.“

Sigmundur Davíð fór aftur í pontu og sagði að skoða þyrfti laun formanna stjórnmálaflokka í kjölfarið, en þau falli ekki undir þessa afgreiðslu. Samkvæmt tillögunni hefðu laun forsætisráðherra lækkað úr 2.021.825 kr. í 1.596.731 kr. og laun annarra ráðherra úr 1.826.273 í 1.431.552 kr. Laun almennra ráðherra hefðu þannig orðið lægri en til dæmis ráðuneytisstjóra, ríkissáttasemjara og saksóknara.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði frumvarpið vera afrakstur mikillar samvinnu um málið eftir að Kjararáð var lagt niður. „Ég verð að segja það að ég gef lítið fyrir breytingartillögu sem hér er lögð fram, fyrst og fremst í þágu mælskulistar, til þess að varpa hér rýrð á þá sem sitja sem ráðherrar og gefa í skyn að þeirra heilindi séu ekki næg í starfinu og að allt snúist þetta um launatölur,“ sagði Katrín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár