Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“

Mið­flokk­ur­inn krafð­ist þess að frum­varp um kyn­rænt sjálfræði yrði tek­ið af dag­skrá Al­þing­is. Kraf­an vek­ur mikla reiði og formað­ur Trans Ís­land seg­ir að at­kvæði með Mið­flokkn­um séu gegn rétt­ind­um hinseg­in fólk. „Skamm­astu þín,“ seg­ir Ugla Stef­an­ía.

Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“
Vildi kynrænt sjálfræði af borðinu Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður MIðflokksins, mun hafa krafist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Alþingis, í viðræðum við forsætisráðherra um þinglok. Mynd: Pressphotos.biz - (Geirix)

Formaður félagsins Trans Ísland fer hörðum orðum um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og ræður fólki gegn því að kjósa flokkinn. „Á þessu stigi þýðir það einfaldlega að kjósa gegn réttindum hinsegin fólks.“

Tilefni þessara hörðu orða Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, formanns Trans Íslands, er frétt þess efnis að Sigmundur hafi í viðræðum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um þinglok krafist þess að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá þingsins. Mun Katrín hafa brugðist við þeirri kröfu með því að slíta viðræðunum.

Ugla er ein þeirra sem kom að vinnu við gerð frumvarpsins og lýsir því á Facebook að unnið hafi verið að því í fjögur ár. Þessi framganga sýni að Sigmundur geri sér annað hvort ekki grein fyrir mikilvægi málsins eða sé einfaldlega alveg sama. Hvort tveggja sem er sé skammarlegt enda hafi transfólk og intersex fólk beðið lengi eftir þessari mikilvægu réttarbót.

„Ég vona innilega að allt fólk sem ég þekki muni hugsa sig tvisvar um áður en þau kjósa þennan flokk. Á þessu stigi þýðir það einfaldlega að kjósa gegn réttindum hinsegin fólks. Skammastu þín,“ skrifar Ugla.

Illkvittni gagnvart transfólki

Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata, er einnig harðorð og segir þetta útspil Sigmundar vera illgirni. Alexandra, sem er transkona, segir að hún hafi í gegnum tíðin getað sagt, með bros á vör, að á Íslandi væri staðan svo góð að meira að segja íhaldssömustu flokkarnir settu sig ekki upp á móti réttindum transfólks. Það sé hins vegar augljóslega ekki rétt.

„Þetta nýjasta útspil hans er ekkert annað en illgirni. Hingað til gat ég trúað því upp á hann að hann væri bara í einhverjum eigin heimi með einhverja mjög skrítna sýn á eigið ágæti og eigin hugmyndir, en ekki lengur.

Að hann skuli voga sér að ætla að krefjast þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði verði tekið af dagskrá er ekki hægt að skýra með öðrum hætti en illkvitni gagnvart transfólki,eða mögulega viljanum til að ganga í augun á fólki sem fyrirlítur fólk eins og mig.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
3
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Kallar saman þingmenn og sérfræðinga vegna varnarmála
5
Viðtal

Kall­ar sam­an þing­menn og sér­fræð­inga vegna varn­ar­mála

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir nýj­um áskor­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um í breyttu al­þjóð­legu um­hverfi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra trú­ir að varn­ar­samn­ing­ur Ís­lands við Banda­rík­in haldi enn, en tel­ur nauð­syn­legt að bæta við stoð­um í vörn­um lands­ins og úti­lok­ar ekki var­an­legt varn­ar­lið. Hún vill að Ís­land efli eig­in grein­ing­ar­getu í stað þess að treysta al­far­ið á önn­ur ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
4
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár