Helgi Magnússon fjárfestir, sem keypti helmingshlut í útgáfufyrirtæki Fréttablaðsins, Torgi ehf., á dögunum, lýsti því í viðtali við Stundina að hann hefði keypt hlutinn með það í huga að styrkja grunnstoðir spennandi og öflugs fjölmiðlafyrirtækis. Hann kæmi ekki með neina stefnuskrá að borðinu og hefði ekki í hyggju að leggja fram tillögur að breytingum eða nýjum áherslum. Hann ætli sér því ekki að beita eigendavaldi til að hafa áhrif á Fréttablaðið.
Helgi hefur árum saman beitt sér ákveðið fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, meðal annars með því að koma að stofnun stjórnmálaflokksins Viðreisnar og með því að fjármagna þann flokk. Hann er umsvifamikill í fjárfestingum og á hluti í stórum fyrirtækjum ásamt því að sitja í stjórn margra slíkra.
Kærður í tengslum við Hafskipsmálið
Helgi Magnússon varð fyrst þekktur á landsvísu þegar hann dróst inn í Hafskipsmálið svonefnda. Hafskip fór í þrot í desember árið 1985 en …
Athugasemdir