Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skattbyrðin þyngdist mest hjá tekjulægstu félagsmönnum VR

Grein­ing sem unn­in var fyr­ir Fé­lag at­vinnu­rek­enda á tekju­skatt­byrði fé­lags­manna VR og þró­un launa­tengdra gjalda sýn­ir að hækk­un­in hef­ur ver­ið mest hjá þeim sem lægst­ar hafa tekj­urn­ar.

Skattbyrðin þyngdist mest hjá tekjulægstu félagsmönnum VR
Réði ferðinni Bjarni Benediktsson hefur verið fjármálaráðherra og gegnt lykilhlutverki við stefnumótun í skattamálum á tímabilinu sem greining Intellecon tekur til. Mynd: Pressphotos

Tekjuskattur tekjulægstu félagsmanna VR hækkaði um 33 prósent milli áranna 2011 og 2018 meðan tekjuskattur þeirra tekjuhæstu hækkaði um 26 prósent. Þetta kemur fram í skýrslu um þróun launatengdra gjalda sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon ehf. vann fyrir Félag atvinnurekenda. Hlutur útborgaðra launa af heildarlaunum hefur lækkað hjá öllum tekjuhópum en mest hjá þeim tekjulægstu.

Í skýrslunni er rýnt í þróun launa, skatta og frádráttarliða hjá félagsmönnum VR eftir launatíundum milli áranna 2011 og 2018 á föstu verðlagi. Fram kemur að launatengd gjöld, sá kostnaður launagreiðenda er leggst ofan á laun, hafi hækkað um 42 prósent fyrir tekjulægstu tíundina, gjöldin hjá þeim sem eru með laun nálægt miðgildi hafi hækkað um 38,3 prósent og hjá tekjuhæstu tíundinni um 37,2 prósent. Hlutfall launatengdra gjalda af heildarlaunum hefur þó haldist óbreytt meðan tekjuskattsbyrðin hefur aukist umtalsvert.

Stundin hefur fjallað umtalsvert um skattamál á undanförnum árum og greint hvernig efnahagsuppganginum frá 2011 hefur fylgt gríðarlegt skattskrið. Raunrýrnun persónuafsláttar og veiking tekjutilfærslukerfa olli þyngri skattbyrði og hélt aftur af lífskjarasókn lágtekju- og millitekjufólks meðan skattbyrði var létt af þeim allra tekjuhæstu.

Ójafnaðarþróunin í skattamálum var afgerandi milli 2012 og 2016 þegar um 12 milljarða bein skattbyrði var flutt af tekjuhæstu 20 prósentum landsmanna yfir á tekjulægri 80 prósentin. Á tímabilinu jókst kaupmáttur launa álíka mikið hjá fólki á lágmarkslaunum og hjá tekjuhópnum við efri fjórðungsmörk launa; hjá fyrrnefnda hópnum um 23 prósent og hjá síðarnefnda hópnum um 25,1 prósent. Hins vegar var gríðarlegur munur á kaupmáttarþróun ráðstöfunartekna – launum eftir skatt – hjá hópunum á sama tímabili. Raunaukningin nam rúmum 13 prósentum hjá láglaunahópnum en tæpum 23 prósentum hjá millitekjuhópnum. Hjá eignamesta eina prósentinu jukust hins vegar fjármagnstekjur á föstu verðlagi um 84 prósent.

Tölurnar um laun og tekjuskattsbyrði sem birtast í greiningu Intellecon byggja á gögnum um launþega hjá VR og ná yfir nær allt hagvaxtarskeiðið sem nú er að ljúka. Greiningin sýnir enn og aftur hvernig skattbyrði hefur þyngst eftir kreppuna og lagst af meiri þunga á lágtekju- og millitekjufólk en þá tekjuhærri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár