Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lenti alvarlegu í bílslysi með dóttur sinni og liggur á gjörgæslu - „Hún er nefnilega algjör nagli“

Jónu Elísa­betu Ottesen er hald­ið sof­andi í önd­un­ar­vél eft­ir bíl­slys. Fjöl­skyld­an safn­ar fyr­ir end­ur­hæf­ingu sem bíð­ur henn­ar eft­ir mænusk­aða. Dótt­ir henn­ar, Ugla, slapp með minni­hátt­ar skrám­ur.

Lenti alvarlegu í bílslysi með dóttur sinni og liggur á gjörgæslu - „Hún er nefnilega algjör nagli“

Fjölskylda Jónu Elísabetu Ottesen safnar fyrir endurhæfingu hennar vegna mænuskaða sem hún hlaut í bílslysi með dóttur sinni. Henni er nú haldið sofandi í öndunarvél á meðan bólgur hjaðna, en „kraftaverki líkast“ þykir að fimm ára gömul dóttir hennar slapp vel.

Mæðgurnar voru á leið frá því að halda upp á 40 ára afmæli Steingríms Inga Stefánssonar, unnusta Jónu og föður Uglu. „Jóna liggur nú á gjörgæslunni, þar sem hún fær bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt er að fá,“ skrifar Ása Ottesen, systir Jónu, á Facebook. „Fyrst eftir slysið var hún með fullri meðvitund og gerði sér grein fyrir aðstæðum. Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna. Ugla slapp með minniháttar skrámur, sem er kraftaverki líkast.“

Vegna mænuskaða sem Jóna varð fyrir bíður hennar endurhæfing. „Við erum öll staðráðin í að tækla það með jákvæðum baráttuhug í anda Jónu,“ skrifar Ása. „Hún er nefnilega algjör nagli, ef þið vissuð það ekki nú þegar.“

Mæðgurnar á ferðalagiUgla slapp með minniháttar skrámur eftir bílslysið.

Fjölskyldan hefur ákveðið að opna styrktarreikning fyrir Jónu. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ skrifar Ása. „Eftir slysið höfum við fjölskyldan fengið óendanlega mikið af skilaboðum, símtölum og baráttukveðjum úr öllum áttum, enda þykir öllum vænt um Jónu sem henni hafa kynnst. Við getum ekki lýst því hvað það hjálpar okkur mikið og hvetur okkur áfram.“

Númer reikningsins er 528-14-401998 og kennitala 701111-1410.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár