Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lenti alvarlegu í bílslysi með dóttur sinni og liggur á gjörgæslu - „Hún er nefnilega algjör nagli“

Jónu Elísa­betu Ottesen er hald­ið sof­andi í önd­un­ar­vél eft­ir bíl­slys. Fjöl­skyld­an safn­ar fyr­ir end­ur­hæf­ingu sem bíð­ur henn­ar eft­ir mænusk­aða. Dótt­ir henn­ar, Ugla, slapp með minni­hátt­ar skrám­ur.

Lenti alvarlegu í bílslysi með dóttur sinni og liggur á gjörgæslu - „Hún er nefnilega algjör nagli“

Fjölskylda Jónu Elísabetu Ottesen safnar fyrir endurhæfingu hennar vegna mænuskaða sem hún hlaut í bílslysi með dóttur sinni. Henni er nú haldið sofandi í öndunarvél á meðan bólgur hjaðna, en „kraftaverki líkast“ þykir að fimm ára gömul dóttir hennar slapp vel.

Mæðgurnar voru á leið frá því að halda upp á 40 ára afmæli Steingríms Inga Stefánssonar, unnusta Jónu og föður Uglu. „Jóna liggur nú á gjörgæslunni, þar sem hún fær bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt er að fá,“ skrifar Ása Ottesen, systir Jónu, á Facebook. „Fyrst eftir slysið var hún með fullri meðvitund og gerði sér grein fyrir aðstæðum. Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna. Ugla slapp með minniháttar skrámur, sem er kraftaverki líkast.“

Vegna mænuskaða sem Jóna varð fyrir bíður hennar endurhæfing. „Við erum öll staðráðin í að tækla það með jákvæðum baráttuhug í anda Jónu,“ skrifar Ása. „Hún er nefnilega algjör nagli, ef þið vissuð það ekki nú þegar.“

Mæðgurnar á ferðalagiUgla slapp með minniháttar skrámur eftir bílslysið.

Fjölskyldan hefur ákveðið að opna styrktarreikning fyrir Jónu. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ skrifar Ása. „Eftir slysið höfum við fjölskyldan fengið óendanlega mikið af skilaboðum, símtölum og baráttukveðjum úr öllum áttum, enda þykir öllum vænt um Jónu sem henni hafa kynnst. Við getum ekki lýst því hvað það hjálpar okkur mikið og hvetur okkur áfram.“

Númer reikningsins er 528-14-401998 og kennitala 701111-1410.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
5
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár