Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lenti alvarlegu í bílslysi með dóttur sinni og liggur á gjörgæslu - „Hún er nefnilega algjör nagli“

Jónu Elísa­betu Ottesen er hald­ið sof­andi í önd­un­ar­vél eft­ir bíl­slys. Fjöl­skyld­an safn­ar fyr­ir end­ur­hæf­ingu sem bíð­ur henn­ar eft­ir mænusk­aða. Dótt­ir henn­ar, Ugla, slapp með minni­hátt­ar skrám­ur.

Lenti alvarlegu í bílslysi með dóttur sinni og liggur á gjörgæslu - „Hún er nefnilega algjör nagli“

Fjölskylda Jónu Elísabetu Ottesen safnar fyrir endurhæfingu hennar vegna mænuskaða sem hún hlaut í bílslysi með dóttur sinni. Henni er nú haldið sofandi í öndunarvél á meðan bólgur hjaðna, en „kraftaverki líkast“ þykir að fimm ára gömul dóttir hennar slapp vel.

Mæðgurnar voru á leið frá því að halda upp á 40 ára afmæli Steingríms Inga Stefánssonar, unnusta Jónu og föður Uglu. „Jóna liggur nú á gjörgæslunni, þar sem hún fær bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt er að fá,“ skrifar Ása Ottesen, systir Jónu, á Facebook. „Fyrst eftir slysið var hún með fullri meðvitund og gerði sér grein fyrir aðstæðum. Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna. Ugla slapp með minniháttar skrámur, sem er kraftaverki líkast.“

Vegna mænuskaða sem Jóna varð fyrir bíður hennar endurhæfing. „Við erum öll staðráðin í að tækla það með jákvæðum baráttuhug í anda Jónu,“ skrifar Ása. „Hún er nefnilega algjör nagli, ef þið vissuð það ekki nú þegar.“

Mæðgurnar á ferðalagiUgla slapp með minniháttar skrámur eftir bílslysið.

Fjölskyldan hefur ákveðið að opna styrktarreikning fyrir Jónu. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ skrifar Ása. „Eftir slysið höfum við fjölskyldan fengið óendanlega mikið af skilaboðum, símtölum og baráttukveðjum úr öllum áttum, enda þykir öllum vænt um Jónu sem henni hafa kynnst. Við getum ekki lýst því hvað það hjálpar okkur mikið og hvetur okkur áfram.“

Númer reikningsins er 528-14-401998 og kennitala 701111-1410.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár