Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ritstjóri Kjarnans gagnrýnir frétt Morgunblaðsins um hælisleitanda

Þórð­ur Snær Júlí­us­son seg­ir fram­setn­ingu á for­síðu Morg­un­blaðs­ins gefa í skyn fyr­ir­ætl­an hæl­is­leit­anda sem var stað­inn að skrítnu, en ekki ólög­legu, at­hæfi. Rit­höf­und­ur kall­ar frétta­flutn­ing­inn áróð­ur.

Ritstjóri Kjarnans gagnrýnir frétt Morgunblaðsins um hælisleitanda
Þórður Snær Júlíusson og Davíð Oddsson Þórður er ritstjóri Kjarnans og Davíð annar ritstjóra Morgunblaðsins.

Morgunblaðið birti í morgun frétt á forsíðu um að hælisleitandi í Reykjanessbæ hafi safnað rafgeymasýru í brúsa. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, vekur athygli á fréttinni, bendir á að hælisleitandinn hafi ekki gert neitt ólöglegt og telur að gefið sé í skyn með fréttinni hver ætlun hans hafi verið.

Í fréttinni kemur fram að hælisleitandinn hafi verið í búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Öryggisvörður á svæðinu hafi fundið sýru úr rafgeymum bifreiða á manninum, en hún hafi verið geymd í brúsa. Lögreglu hafi verið gert viðvart, en ekki sé vitað í hvaða tilgangi sýrunni var safnað. „Þá mun hæl­is­leit­and­an­um, sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins, hafa verið vísað úr landi um leið og end­an­leg niðurstaða lá fyr­ir í hæl­is­um­sókn hans,“ segir að lokum í fréttinni.

Þórður Snær hefur verið gagnrýninn á ritstjórnarpistla og fréttaval Morgunblaðsins á Twitter síðu sinni. „Forsíðufrétt Mbl í dag,“ skrifar Þórður Snær á Twitter. „Hælisleitendi safnar rafmagnssýru á brúsa (skrýtið en ekki ólöglegt). Ekki er vitað af hverju (en samt gefið í skyn með framsetningu). Tiltekið að honum hafi verið vísað úr landi eftir að umsókn var hafnað (sem er gert við alla).“

Haukur Már Helgason rithöfundur skrifar einnig um málið á Facebook. Var hann hluti af hópi aðgerðarsinna sem mótmæltu brottvísun tveggja hælisleitenda í Leifsstöð í morgun. „Um þessa yfirstandandi rassíu lögreglunnar sé ég hvergi frétt,“ skrifar Haukur Már. „RÚV og Morgunblaðið fluttu hins vegar áróður nú í morgun, sé ég, frá heimildamanni innan lögreglunnar. Fréttina er engin leið að sannreyna en enginn mun heldur hrekja hana, um ónafngreindan mann sem aðeins kemur fram að sé horfinn, hafi verið brottvísað. Lesendum er augljóslega ætlað að draga þá ályktun að það sé eins gott að við brjótum rétt á þessu fólki, hver veit hvað gæti leynst í bakpokunum þeirra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár