Ritstjóri Kjarnans gagnrýnir frétt Morgunblaðsins um hælisleitanda

Þórð­ur Snær Júlí­us­son seg­ir fram­setn­ingu á for­síðu Morg­un­blaðs­ins gefa í skyn fyr­ir­ætl­an hæl­is­leit­anda sem var stað­inn að skrítnu, en ekki ólög­legu, at­hæfi. Rit­höf­und­ur kall­ar frétta­flutn­ing­inn áróð­ur.

Ritstjóri Kjarnans gagnrýnir frétt Morgunblaðsins um hælisleitanda
Þórður Snær Júlíusson og Davíð Oddsson Þórður er ritstjóri Kjarnans og Davíð annar ritstjóra Morgunblaðsins.

Morgunblaðið birti í morgun frétt á forsíðu um að hælisleitandi í Reykjanessbæ hafi safnað rafgeymasýru í brúsa. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, vekur athygli á fréttinni, bendir á að hælisleitandinn hafi ekki gert neitt ólöglegt og telur að gefið sé í skyn með fréttinni hver ætlun hans hafi verið.

Í fréttinni kemur fram að hælisleitandinn hafi verið í búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Öryggisvörður á svæðinu hafi fundið sýru úr rafgeymum bifreiða á manninum, en hún hafi verið geymd í brúsa. Lögreglu hafi verið gert viðvart, en ekki sé vitað í hvaða tilgangi sýrunni var safnað. „Þá mun hæl­is­leit­and­an­um, sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins, hafa verið vísað úr landi um leið og end­an­leg niðurstaða lá fyr­ir í hæl­is­um­sókn hans,“ segir að lokum í fréttinni.

Þórður Snær hefur verið gagnrýninn á ritstjórnarpistla og fréttaval Morgunblaðsins á Twitter síðu sinni. „Forsíðufrétt Mbl í dag,“ skrifar Þórður Snær á Twitter. „Hælisleitendi safnar rafmagnssýru á brúsa (skrýtið en ekki ólöglegt). Ekki er vitað af hverju (en samt gefið í skyn með framsetningu). Tiltekið að honum hafi verið vísað úr landi eftir að umsókn var hafnað (sem er gert við alla).“

Haukur Már Helgason rithöfundur skrifar einnig um málið á Facebook. Var hann hluti af hópi aðgerðarsinna sem mótmæltu brottvísun tveggja hælisleitenda í Leifsstöð í morgun. „Um þessa yfirstandandi rassíu lögreglunnar sé ég hvergi frétt,“ skrifar Haukur Már. „RÚV og Morgunblaðið fluttu hins vegar áróður nú í morgun, sé ég, frá heimildamanni innan lögreglunnar. Fréttina er engin leið að sannreyna en enginn mun heldur hrekja hana, um ónafngreindan mann sem aðeins kemur fram að sé horfinn, hafi verið brottvísað. Lesendum er augljóslega ætlað að draga þá ályktun að það sé eins gott að við brjótum rétt á þessu fólki, hver veit hvað gæti leynst í bakpokunum þeirra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár