Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ritstjóri Kjarnans gagnrýnir frétt Morgunblaðsins um hælisleitanda

Þórð­ur Snær Júlí­us­son seg­ir fram­setn­ingu á for­síðu Morg­un­blaðs­ins gefa í skyn fyr­ir­ætl­an hæl­is­leit­anda sem var stað­inn að skrítnu, en ekki ólög­legu, at­hæfi. Rit­höf­und­ur kall­ar frétta­flutn­ing­inn áróð­ur.

Ritstjóri Kjarnans gagnrýnir frétt Morgunblaðsins um hælisleitanda
Þórður Snær Júlíusson og Davíð Oddsson Þórður er ritstjóri Kjarnans og Davíð annar ritstjóra Morgunblaðsins.

Morgunblaðið birti í morgun frétt á forsíðu um að hælisleitandi í Reykjanessbæ hafi safnað rafgeymasýru í brúsa. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, vekur athygli á fréttinni, bendir á að hælisleitandinn hafi ekki gert neitt ólöglegt og telur að gefið sé í skyn með fréttinni hver ætlun hans hafi verið.

Í fréttinni kemur fram að hælisleitandinn hafi verið í búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Öryggisvörður á svæðinu hafi fundið sýru úr rafgeymum bifreiða á manninum, en hún hafi verið geymd í brúsa. Lögreglu hafi verið gert viðvart, en ekki sé vitað í hvaða tilgangi sýrunni var safnað. „Þá mun hæl­is­leit­and­an­um, sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins, hafa verið vísað úr landi um leið og end­an­leg niðurstaða lá fyr­ir í hæl­is­um­sókn hans,“ segir að lokum í fréttinni.

Þórður Snær hefur verið gagnrýninn á ritstjórnarpistla og fréttaval Morgunblaðsins á Twitter síðu sinni. „Forsíðufrétt Mbl í dag,“ skrifar Þórður Snær á Twitter. „Hælisleitendi safnar rafmagnssýru á brúsa (skrýtið en ekki ólöglegt). Ekki er vitað af hverju (en samt gefið í skyn með framsetningu). Tiltekið að honum hafi verið vísað úr landi eftir að umsókn var hafnað (sem er gert við alla).“

Haukur Már Helgason rithöfundur skrifar einnig um málið á Facebook. Var hann hluti af hópi aðgerðarsinna sem mótmæltu brottvísun tveggja hælisleitenda í Leifsstöð í morgun. „Um þessa yfirstandandi rassíu lögreglunnar sé ég hvergi frétt,“ skrifar Haukur Már. „RÚV og Morgunblaðið fluttu hins vegar áróður nú í morgun, sé ég, frá heimildamanni innan lögreglunnar. Fréttina er engin leið að sannreyna en enginn mun heldur hrekja hana, um ónafngreindan mann sem aðeins kemur fram að sé horfinn, hafi verið brottvísað. Lesendum er augljóslega ætlað að draga þá ályktun að það sé eins gott að við brjótum rétt á þessu fólki, hver veit hvað gæti leynst í bakpokunum þeirra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu