Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ritstjóri Kjarnans gagnrýnir frétt Morgunblaðsins um hælisleitanda

Þórð­ur Snær Júlí­us­son seg­ir fram­setn­ingu á for­síðu Morg­un­blaðs­ins gefa í skyn fyr­ir­ætl­an hæl­is­leit­anda sem var stað­inn að skrítnu, en ekki ólög­legu, at­hæfi. Rit­höf­und­ur kall­ar frétta­flutn­ing­inn áróð­ur.

Ritstjóri Kjarnans gagnrýnir frétt Morgunblaðsins um hælisleitanda
Þórður Snær Júlíusson og Davíð Oddsson Þórður er ritstjóri Kjarnans og Davíð annar ritstjóra Morgunblaðsins.

Morgunblaðið birti í morgun frétt á forsíðu um að hælisleitandi í Reykjanessbæ hafi safnað rafgeymasýru í brúsa. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, vekur athygli á fréttinni, bendir á að hælisleitandinn hafi ekki gert neitt ólöglegt og telur að gefið sé í skyn með fréttinni hver ætlun hans hafi verið.

Í fréttinni kemur fram að hælisleitandinn hafi verið í búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Öryggisvörður á svæðinu hafi fundið sýru úr rafgeymum bifreiða á manninum, en hún hafi verið geymd í brúsa. Lögreglu hafi verið gert viðvart, en ekki sé vitað í hvaða tilgangi sýrunni var safnað. „Þá mun hæl­is­leit­and­an­um, sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins, hafa verið vísað úr landi um leið og end­an­leg niðurstaða lá fyr­ir í hæl­is­um­sókn hans,“ segir að lokum í fréttinni.

Þórður Snær hefur verið gagnrýninn á ritstjórnarpistla og fréttaval Morgunblaðsins á Twitter síðu sinni. „Forsíðufrétt Mbl í dag,“ skrifar Þórður Snær á Twitter. „Hælisleitendi safnar rafmagnssýru á brúsa (skrýtið en ekki ólöglegt). Ekki er vitað af hverju (en samt gefið í skyn með framsetningu). Tiltekið að honum hafi verið vísað úr landi eftir að umsókn var hafnað (sem er gert við alla).“

Haukur Már Helgason rithöfundur skrifar einnig um málið á Facebook. Var hann hluti af hópi aðgerðarsinna sem mótmæltu brottvísun tveggja hælisleitenda í Leifsstöð í morgun. „Um þessa yfirstandandi rassíu lögreglunnar sé ég hvergi frétt,“ skrifar Haukur Már. „RÚV og Morgunblaðið fluttu hins vegar áróður nú í morgun, sé ég, frá heimildamanni innan lögreglunnar. Fréttina er engin leið að sannreyna en enginn mun heldur hrekja hana, um ónafngreindan mann sem aðeins kemur fram að sé horfinn, hafi verið brottvísað. Lesendum er augljóslega ætlað að draga þá ályktun að það sé eins gott að við brjótum rétt á þessu fólki, hver veit hvað gæti leynst í bakpokunum þeirra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár