Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Miðflokksmenn í Mosfellsbæ líkja Báru við róna

Telja þing­menn hafa orð­ið fyr­ir „fólsku­bragði“ póli­tískra and­stæð­inga.

Miðflokksmenn í Mosfellsbæ líkja Báru við róna
Miðflokkurinn Mosfellsbæ Mynd: Miðflokkurinn Mosfellsbæ / Facebook

Miðflokksmenn í Mosfellsbæ halda því fram á Facebook að Bára Halldórsdóttir hafi verið „látin hlera pólitíska andstæðinga“ á Klaustri bar og að ónefndir aðilar hafi falið henni verkið vegna veikrar félagslegrar stöðu hennar. „Þetta svipar til þess þegar fjárglæframenn létu róna skrifa uppá víxla og seldu svo,“ segir í athugasemd sem Facebook-síðan Miðflokkurinn Mosfellsbæ birtir og hefur vakið talsverða athygli. 

Nýlega komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki skyldi sekta Báru vegna upptökunnar af samræðum þingmanna Miðflokksins. Var litið sérstaklega til þess að rannsókn Persónuverndar leiddi ekki í ljós neinn „samverknað“, þ.e. samsæri á borð við það sem Miðflokksmenn og lögmaður þeirra höfðu sett fram kenningar um. Engu að síður virðast Miðflokksmenn enn standa í þeirri trú að Bára hafi verið handbendi afla sem lagt hafi á ráðin um að „hlera pólitíska andstæðinga“. 

Halldór Auðar Svansson, vinur Báru og fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, gagnrýnir orðræðu Miðflokksmanna harðlega. „Þetta eru bara hreinir órar og dylgjur sem fulltrúar Miðflokksins bera engu að síður fram eins og staðreyndir. Í þessu tilfelli eru þessar dylgjur settar í það samhengi að Bára sé bara einhver leiksoppur, í svipaðri stöðu og róni. Svo þykist Miðflokkurinn hafa einhvern áhuga á að berjast fyrir öryrkja,“ skrifar hann. 

„Öryrkjar glíma við margar áskoranir en skortur á frjálsum vilja og getu til að hafa áhrif á stjórnmál er ekki ein þeirra. Þarna er í raun verið að afskrifa öryrkja sem lögmæta þátttakendur í samfélaginu. Það er kannski það sem Miðflokksmönnum svíður mest, að geta ekki horfst í augu við að þeir voru 'nappaðir' af svona 'aumingja' og verða því að búa sér það til að það hljóti að hafa verið önnur öfl að baki. Það segir bara meira um þeirra fordóma og sjálfsupphafningu en um nokkuð annað.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu