Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Miðflokksmenn í Mosfellsbæ líkja Báru við róna

Telja þing­menn hafa orð­ið fyr­ir „fólsku­bragði“ póli­tískra and­stæð­inga.

Miðflokksmenn í Mosfellsbæ líkja Báru við róna
Miðflokkurinn Mosfellsbæ Mynd: Miðflokkurinn Mosfellsbæ / Facebook

Miðflokksmenn í Mosfellsbæ halda því fram á Facebook að Bára Halldórsdóttir hafi verið „látin hlera pólitíska andstæðinga“ á Klaustri bar og að ónefndir aðilar hafi falið henni verkið vegna veikrar félagslegrar stöðu hennar. „Þetta svipar til þess þegar fjárglæframenn létu róna skrifa uppá víxla og seldu svo,“ segir í athugasemd sem Facebook-síðan Miðflokkurinn Mosfellsbæ birtir og hefur vakið talsverða athygli. 

Nýlega komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki skyldi sekta Báru vegna upptökunnar af samræðum þingmanna Miðflokksins. Var litið sérstaklega til þess að rannsókn Persónuverndar leiddi ekki í ljós neinn „samverknað“, þ.e. samsæri á borð við það sem Miðflokksmenn og lögmaður þeirra höfðu sett fram kenningar um. Engu að síður virðast Miðflokksmenn enn standa í þeirri trú að Bára hafi verið handbendi afla sem lagt hafi á ráðin um að „hlera pólitíska andstæðinga“. 

Halldór Auðar Svansson, vinur Báru og fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, gagnrýnir orðræðu Miðflokksmanna harðlega. „Þetta eru bara hreinir órar og dylgjur sem fulltrúar Miðflokksins bera engu að síður fram eins og staðreyndir. Í þessu tilfelli eru þessar dylgjur settar í það samhengi að Bára sé bara einhver leiksoppur, í svipaðri stöðu og róni. Svo þykist Miðflokkurinn hafa einhvern áhuga á að berjast fyrir öryrkja,“ skrifar hann. 

„Öryrkjar glíma við margar áskoranir en skortur á frjálsum vilja og getu til að hafa áhrif á stjórnmál er ekki ein þeirra. Þarna er í raun verið að afskrifa öryrkja sem lögmæta þátttakendur í samfélaginu. Það er kannski það sem Miðflokksmönnum svíður mest, að geta ekki horfst í augu við að þeir voru 'nappaðir' af svona 'aumingja' og verða því að búa sér það til að það hljóti að hafa verið önnur öfl að baki. Það segir bara meira um þeirra fordóma og sjálfsupphafningu en um nokkuð annað.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár