Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Miðflokksmenn í Mosfellsbæ líkja Báru við róna

Telja þing­menn hafa orð­ið fyr­ir „fólsku­bragði“ póli­tískra and­stæð­inga.

Miðflokksmenn í Mosfellsbæ líkja Báru við róna
Miðflokkurinn Mosfellsbæ Mynd: Miðflokkurinn Mosfellsbæ / Facebook

Miðflokksmenn í Mosfellsbæ halda því fram á Facebook að Bára Halldórsdóttir hafi verið „látin hlera pólitíska andstæðinga“ á Klaustri bar og að ónefndir aðilar hafi falið henni verkið vegna veikrar félagslegrar stöðu hennar. „Þetta svipar til þess þegar fjárglæframenn létu róna skrifa uppá víxla og seldu svo,“ segir í athugasemd sem Facebook-síðan Miðflokkurinn Mosfellsbæ birtir og hefur vakið talsverða athygli. 

Nýlega komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki skyldi sekta Báru vegna upptökunnar af samræðum þingmanna Miðflokksins. Var litið sérstaklega til þess að rannsókn Persónuverndar leiddi ekki í ljós neinn „samverknað“, þ.e. samsæri á borð við það sem Miðflokksmenn og lögmaður þeirra höfðu sett fram kenningar um. Engu að síður virðast Miðflokksmenn enn standa í þeirri trú að Bára hafi verið handbendi afla sem lagt hafi á ráðin um að „hlera pólitíska andstæðinga“. 

Halldór Auðar Svansson, vinur Báru og fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, gagnrýnir orðræðu Miðflokksmanna harðlega. „Þetta eru bara hreinir órar og dylgjur sem fulltrúar Miðflokksins bera engu að síður fram eins og staðreyndir. Í þessu tilfelli eru þessar dylgjur settar í það samhengi að Bára sé bara einhver leiksoppur, í svipaðri stöðu og róni. Svo þykist Miðflokkurinn hafa einhvern áhuga á að berjast fyrir öryrkja,“ skrifar hann. 

„Öryrkjar glíma við margar áskoranir en skortur á frjálsum vilja og getu til að hafa áhrif á stjórnmál er ekki ein þeirra. Þarna er í raun verið að afskrifa öryrkja sem lögmæta þátttakendur í samfélaginu. Það er kannski það sem Miðflokksmönnum svíður mest, að geta ekki horfst í augu við að þeir voru 'nappaðir' af svona 'aumingja' og verða því að búa sér það til að það hljóti að hafa verið önnur öfl að baki. Það segir bara meira um þeirra fordóma og sjálfsupphafningu en um nokkuð annað.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár