Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nova bregst við frásögn Guðrúnar: „Höfum ákveðið að loka á þessa þjónustu“

Gagn­rýni Guð­rún­ar Lín­berg Guð­jóns­dótt­ur á Face­book varð til þess að Nova ákvað strax að loka fyr­ir mögu­leik­ann á nafn­laus­um sms-send­ing­um af vef sín­um.

Nova bregst við frásögn Guðrúnar: „Höfum ákveðið að loka á þessa þjónustu“
Guðrún Línberg Guðjónsdóttir Mynd: Steinunn Lilja Draumland

Nova ætlar að loka fyrir nafnlausar sms-sendingar af vef sínum. Þuríður Björg Guðnadóttir, sölu- og þjónustustjóri Nova, greinir frá þessu á Facebook, en tilefnið er frásögn Guðrúnar Línberg Guðjónsdóttur af því hvernig hún hefur verið áreitt með slíkum skilaboðum um margra ára skeið.

Stundin fjallaði um málið upp úr hádegi. „Af hverju þarf hið sjálfgefna að vera að það sé opið fyrir áreitni og einelti eftir þessari leið?“ spurði Guðrún í Facebook-færslu. „Kemur þetta einhverjum að gagni nú til dags? Öðrum en þeim sem vilja eltihrella, leggja í einelti og áreita?“

Þuríður bregst við með athugasemd undir færslunni. „Þetta er mjög réttmæt athugasemd og við hjá Nova höfum ákveðið að loka á þessa þjónustu þar sem í dag geta allir viðskiptavinir sent frí SMS í gegnum farsíma sína eða með því að auðkenna sig í gegnum Stólinn. Takk kærlega fyrir að benda okkur á hvað við getum gert betur,“ skrifar hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár