Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Áreitt með nafnlausum smáskilaboðum í 13 ár og spyr hvort þjónustan gagnist öðrum en eltihrellum

„Af hverju þarf hið sjálf­gefna að vera að það sé op­ið fyr­ir áreitni og einelti eft­ir þess­ari leið?“ spyr Guð­rún Lín­berg Guð­jóns­dótt­ir. „Kem­ur þetta ein­hverj­um að gagni nú til dags? Öðr­um en þeim sem vilja elti­hrella, leggja í einelti og áreita?“

Áreitt með nafnlausum smáskilaboðum í 13 ár og spyr hvort þjónustan gagnist öðrum en eltihrellum
Guðrún Línberg Guðjónsdóttir Mynd: Steinunn Lilja Draumland

Guðrún Línberg Guðjónsdóttir hefur verið áreitt með nafnlausum smáskilaboðum um margra ára skeið og gagnrýnir að fyrirtæki bjóði upp á sms-sendingar án þess að krefjast auðkenningar.

„Af hverju þarf hið sjálfgefna að vera að það sé opið fyrir áreitni og einelti eftir þessari leið?“ spyr hún. „Kemur þetta einhverjum að gagni nú til dags? Öðrum en þeim sem vilja eltihrella, leggja í einelti og áreita?“

Guðrún fjallar um málið í stöðuuppfærslu á Facebook og segist reglulega hafa fengið nafnlaus skilaboð af netinu síðustu þrettán árin, í seinni tíð aðeins af Nova.is.

Áður var einnig hægt að senda nafnlaus skilaboð af Já.is, en árið 2012 var gerð sú breyting að krafist var auðkenningar. Fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu að brögð hefðu verið að því í gegn­um tíðina að þjón­ust­an væri notuð til að senda nafn­laus skila­boð í farsíma fólks.

Guðrún tekur dæmi um skilaboð sem henni hafa borist. „Í febrúar voru skilaboðin eftirfarandi: „Hvernig líður þér með lygarnar þínar þegar kona sem þú þekktir var drepin í heimilisofbeldi?“ Núna um helgina var í nafnlausu skilaboðunum löng þvæla sem átti sennilega að fá mig til að óttast um líf barnsföður míns, ýjað var að því að hann væri í sjálfsvígshættu sem mætti rekja til illsku minnar.“

Hún segir að skilaboðin setji ekki líf sitt á hliðina og nýlega hafi hún frétt að hægt væri að hafa samband við fyrirtækið og láta loka fyrir móttöku nafnlausra skilaboða. „En ég verð hugsi yfir þessu í hvert sinn. Af hverju er hægt að senda þessi skilaboð af vef Nova án þess að skrá sig inn eða auðkenna sig með öðrum hætti? Af hverju býður Nova enn upp á þetta en öll önnur fyrirtæki hafa hætt þessu? Af hverju ætti ég að þurfa að biðja sérstaklega um að láta loka fyrir þetta? Af hverju þarf hið sjálfgefna að vera að það sé opið fyrir áreitni og einelti eftir þessari leið?“

Vitnað er í stöðuuppfærsluna með leyfi höfundar. Haft var samband við Nova við vinnslu fréttarinnar og verður hún uppfærð með viðbrögðum ef þau berast.

Uppfært: Nova hefur brugðist við og ákveðið að loka fyrir þjónustuna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár