Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sérfræðingar vöruðu við sandflutningi við Landeyjahöfn strax árið 2005

Tveir að­il­ar í Dan­mörku van­mátu vand­ann við sand­flutn­inga áð­ur en fram­kvæmd­ir hóf­ust við Land­eyja­höfn. Fræði­menn við Há­skól­ann í Lundi höfðu bent á að huga þyrfti að sand­flutn­ing­um. Höfn­in hef­ur ver­ið ónot­hæf á vet­urna og nýr Herjólf­ur sem milda á vand­ann er ekki kom­inn í notk­un.

Sérfræðingar vöruðu við sandflutningi við Landeyjahöfn strax árið 2005
Herjólfur Nýr Herjólfur ristir grynnra en sá gamli og vonir standa því til að hann eigi auðveldara með að sigla inn í Landeyjahöfn. Mynd: Aðsend mynd

Huga þyrfti sérstaklega að sandflutningum og áhrifum þeirra á höfnina ef Landeyjahöfn kæmi til framkvæmda. Þetta kemur fram í áliti sem Magnus Larson og Hans Hanson hjá Háskólanum í Lundi skrifuðu árið 2005. Í kjölfarið vanmátu danskir aðilar vandann. Landeyjahöfn hefur verið ónothæf á veturna vegna þessa undanfarin ár og hefur það gert samgöngur milli lands og Vestmannaeyja erfiðari.

Í álitinu, sem Stundin hefur undir höndum, er fjallað um hugmyndir um byggingu hafnarinnar á öðrum stað í fjörunni en úr varð, en framkvæmdir hófust þegar lög um höfnina voru samþykkt á Alþingi árið 2008 og verkefnið var boðið út. Álitið var unnið fyrir Siglingastofnun, sem síðar varð hluti af Vegagerðinni, og hafa Larson og Hanson reglulega veitt stofnuninni ráðgjöf í málum sem tengjast sandflutningum og dýpkun hafnarinnar.

Í álitinu er bent á að árósar Markarfljóts, austan við fyrirhugaða höfn, hafi færst verulega til á undanförnum áratugum. Þetta gefi vísbendingar um …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár