Huga þyrfti sérstaklega að sandflutningum og áhrifum þeirra á höfnina ef Landeyjahöfn kæmi til framkvæmda. Þetta kemur fram í áliti sem Magnus Larson og Hans Hanson hjá Háskólanum í Lundi skrifuðu árið 2005. Í kjölfarið vanmátu danskir aðilar vandann. Landeyjahöfn hefur verið ónothæf á veturna vegna þessa undanfarin ár og hefur það gert samgöngur milli lands og Vestmannaeyja erfiðari.
Í álitinu, sem Stundin hefur undir höndum, er fjallað um hugmyndir um byggingu hafnarinnar á öðrum stað í fjörunni en úr varð, en framkvæmdir hófust þegar lög um höfnina voru samþykkt á Alþingi árið 2008 og verkefnið var boðið út. Álitið var unnið fyrir Siglingastofnun, sem síðar varð hluti af Vegagerðinni, og hafa Larson og Hanson reglulega veitt stofnuninni ráðgjöf í málum sem tengjast sandflutningum og dýpkun hafnarinnar.
Í álitinu er bent á að árósar Markarfljóts, austan við fyrirhugaða höfn, hafi færst verulega til á undanförnum áratugum. Þetta gefi vísbendingar um …
Athugasemdir