
Ég tengdi strax við titilinn og fannst ég þekkja söguna áður en ég las bókina. Við lesturinn leið mér svo eins og ég væri stödd í samtali sem mig hafði alltaf langað að eiga en aldrei átt. Næm og fyndin frásögn sem lýsir svo vel togstreitunni og flækjustigunum sem fylgja því að fara í gegnum eigur foreldra sinna, breytilegu verðmætamati og áskorunum sem fylgja hinni óumflýjanlegu þróun í átt að umhverfisvænni lífsstíl.
Athugasemdir