Með hlýnandi loftslagi aukast líkurnar á því að nýjar og skaðlegar tegundir skordýra taki sér bólfestu á Íslandi. Skordýraplágur geta haft skaðvænleg áhrif á vistkerfi landsins, þurrkað út skóga og aukið losun gróðurhúsalofttegunda með því að ýta undir landeyðingu.
„Við sjáum mjög mikla breytingu frá 1990 þegar fór að hlýna hér fyrir alvöru,“ segir Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur og rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni. „Tegundir eru ekki að hverfa út eins og annars staðar, heldur sjást breytingar á þessum gömlu, innlendu tegundum og það er meira af nýjum tegundum að nema land. Það getur haft ýmis áhrif, sérstaklega þegar skaðvaldar koma.“
Í starfi sínu fylgist Guðmundur fyrst og fremst með landnámi meindýra. „Þetta eru tegundir sem menn sjá í görðum hjá sér, eins og asparglyttan, sem krakkarnir kalla gullbjöllu,“ segir hann. „Hún fer á víði …
Athugasemdir