Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Afríkuútgerð Samherja fékk 7 milljarða bankaábyrgð eftir fall Landsbankans

Fund­ar­gerð­ir lána­nefnd­ar Lands­banka Ís­lands varpa ljósi á síð­ustu ákvarð­an­irn­ar sem tekn­ar voru í rekstri hans fyr­ir bvanka­hrun­ið 2008. Dótt­ur­fé­lag Sam­herja fékk með­al ann­ars 7 millj­arða króna banka­ábyrgð vegna fjár­fest­inga í út­gerð í Afr­íku.

Afríkuútgerð Samherja fékk 7 milljarða bankaábyrgð eftir fall Landsbankans
Eftir fall bankans Dótturfélag Samherja fékk 7 milljarða króna bankaábyrgð frá Landsbanka Íslands út af skuldsetningu hjá Glitni eftir fall bankans. Þorsteinn Már Baldvinssonar forstjóri sést hér á mynd með öðrum starfsmönnum Samherja. Mynd: Haraldur Jónasson/Hari

Afríkuútgerð Samherja, sem veiddi fisk úti fyrir ströndum Marokkó og Máritaníu, fékk 7 milljarða króna bankaábyrgð frá Landsbanka Íslands degi eftir fall hans í október árið 2008. Þetta útgerðarfélag Samherja, Katla Seafood, skuldaði Glitni þá 20 milljarða króna og bankaábyrgðin sem félagið fékk var notuð til að minnka ábyrgðina á skuldum félagsins gagnvart Glitni. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var á þessum tíma einnig stjórnarformaður Glitnis og var bankaábyrgðin liður í sameiginlegum aðgerðum Glitnis og Landsbankans til að lækka áhættu bankanna tveggja af einstaka stórum viðskiptavinum sem voru með há lán í bönkunum tveimur. 

Umræddar upplýsingar koma fram í fundargerð lánanefndar Landsbanka Íslands frá því 8. október 2008. Degi áður hafði bankinn verið yfirtekinn af íslenska ríkinu í gegnum Fjármálaeftirlitið. Veiting bankaábyrðarinnar var afgreidd „á milli funda“ samkvæmt fundargerðinni, eins og raunar svo margar stórar ákvarðanir  í þeim darraðardansi sem átti sér stað í íslenska bankakerfinu í aðdraganda og í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár