Afríkuútgerð Samherja fékk 7 milljarða bankaábyrgð eftir fall Landsbankans

Fund­ar­gerð­ir lána­nefnd­ar Lands­banka Ís­lands varpa ljósi á síð­ustu ákvarð­an­irn­ar sem tekn­ar voru í rekstri hans fyr­ir bvanka­hrun­ið 2008. Dótt­ur­fé­lag Sam­herja fékk með­al ann­ars 7 millj­arða króna banka­ábyrgð vegna fjár­fest­inga í út­gerð í Afr­íku.

Afríkuútgerð Samherja fékk 7 milljarða bankaábyrgð eftir fall Landsbankans
Eftir fall bankans Dótturfélag Samherja fékk 7 milljarða króna bankaábyrgð frá Landsbanka Íslands út af skuldsetningu hjá Glitni eftir fall bankans. Þorsteinn Már Baldvinssonar forstjóri sést hér á mynd með öðrum starfsmönnum Samherja. Mynd: Haraldur Jónasson/Hari

Afríkuútgerð Samherja, sem veiddi fisk úti fyrir ströndum Marokkó og Máritaníu, fékk 7 milljarða króna bankaábyrgð frá Landsbanka Íslands degi eftir fall hans í október árið 2008. Þetta útgerðarfélag Samherja, Katla Seafood, skuldaði Glitni þá 20 milljarða króna og bankaábyrgðin sem félagið fékk var notuð til að minnka ábyrgðina á skuldum félagsins gagnvart Glitni. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var á þessum tíma einnig stjórnarformaður Glitnis og var bankaábyrgðin liður í sameiginlegum aðgerðum Glitnis og Landsbankans til að lækka áhættu bankanna tveggja af einstaka stórum viðskiptavinum sem voru með há lán í bönkunum tveimur. 

Umræddar upplýsingar koma fram í fundargerð lánanefndar Landsbanka Íslands frá því 8. október 2008. Degi áður hafði bankinn verið yfirtekinn af íslenska ríkinu í gegnum Fjármálaeftirlitið. Veiting bankaábyrðarinnar var afgreidd „á milli funda“ samkvæmt fundargerðinni, eins og raunar svo margar stórar ákvarðanir  í þeim darraðardansi sem átti sér stað í íslenska bankakerfinu í aðdraganda og í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár