Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Afríkuútgerð Samherja fékk 7 milljarða bankaábyrgð eftir fall Landsbankans

Fund­ar­gerð­ir lána­nefnd­ar Lands­banka Ís­lands varpa ljósi á síð­ustu ákvarð­an­irn­ar sem tekn­ar voru í rekstri hans fyr­ir bvanka­hrun­ið 2008. Dótt­ur­fé­lag Sam­herja fékk með­al ann­ars 7 millj­arða króna banka­ábyrgð vegna fjár­fest­inga í út­gerð í Afr­íku.

Afríkuútgerð Samherja fékk 7 milljarða bankaábyrgð eftir fall Landsbankans
Eftir fall bankans Dótturfélag Samherja fékk 7 milljarða króna bankaábyrgð frá Landsbanka Íslands út af skuldsetningu hjá Glitni eftir fall bankans. Þorsteinn Már Baldvinssonar forstjóri sést hér á mynd með öðrum starfsmönnum Samherja. Mynd: Haraldur Jónasson/Hari

Afríkuútgerð Samherja, sem veiddi fisk úti fyrir ströndum Marokkó og Máritaníu, fékk 7 milljarða króna bankaábyrgð frá Landsbanka Íslands degi eftir fall hans í október árið 2008. Þetta útgerðarfélag Samherja, Katla Seafood, skuldaði Glitni þá 20 milljarða króna og bankaábyrgðin sem félagið fékk var notuð til að minnka ábyrgðina á skuldum félagsins gagnvart Glitni. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var á þessum tíma einnig stjórnarformaður Glitnis og var bankaábyrgðin liður í sameiginlegum aðgerðum Glitnis og Landsbankans til að lækka áhættu bankanna tveggja af einstaka stórum viðskiptavinum sem voru með há lán í bönkunum tveimur. 

Umræddar upplýsingar koma fram í fundargerð lánanefndar Landsbanka Íslands frá því 8. október 2008. Degi áður hafði bankinn verið yfirtekinn af íslenska ríkinu í gegnum Fjármálaeftirlitið. Veiting bankaábyrðarinnar var afgreidd „á milli funda“ samkvæmt fundargerðinni, eins og raunar svo margar stórar ákvarðanir  í þeim darraðardansi sem átti sér stað í íslenska bankakerfinu í aðdraganda og í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár