Afríkuútgerð Samherja, sem veiddi fisk úti fyrir ströndum Marokkó og Máritaníu, fékk 7 milljarða króna bankaábyrgð frá Landsbanka Íslands degi eftir fall hans í október árið 2008. Þetta útgerðarfélag Samherja, Katla Seafood, skuldaði Glitni þá 20 milljarða króna og bankaábyrgðin sem félagið fékk var notuð til að minnka ábyrgðina á skuldum félagsins gagnvart Glitni. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var á þessum tíma einnig stjórnarformaður Glitnis og var bankaábyrgðin liður í sameiginlegum aðgerðum Glitnis og Landsbankans til að lækka áhættu bankanna tveggja af einstaka stórum viðskiptavinum sem voru með há lán í bönkunum tveimur.
Umræddar upplýsingar koma fram í fundargerð lánanefndar Landsbanka Íslands frá því 8. október 2008. Degi áður hafði bankinn verið yfirtekinn af íslenska ríkinu í gegnum Fjármálaeftirlitið. Veiting bankaábyrðarinnar var afgreidd „á milli funda“ samkvæmt fundargerðinni, eins og raunar svo margar stórar ákvarðanir í þeim darraðardansi sem átti sér stað í íslenska bankakerfinu í aðdraganda og í …
Athugasemdir