Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr hvers vegna Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um stríðsglæpi gegn Palestínumönnum

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir þing­mað­ur Vinstri grænna spyr Guð­laug Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra hvort orð­ið hafi stefnu­breyt­ing hjá Ís­lend­ing­um að því er varð­ar mál­efni Palestínu og her­numdu svæð­anna.

Spyr hvers vegna Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um stríðsglæpi gegn Palestínumönnum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um hvers vegna Ísland sat hjá þann 15. mars síðastliðinn þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um að fylgja skyldi alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum á hernumdu svæðunum í Palestínu og rétta yfir þeim sem brjóta þau.

Jafnframt spyr hún: „Samræmist þessi hjáseta ályktun um viðurkenningu Íslands á Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið 1967? Er um stefnubreytingu af hálfu Íslands að ræða þegar kemur að málefnum Palestínu og hernumdu svæðanna?“ 

Stundin fjallaði um málið þann 7. apríl síðastliðinn. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Danmörk, Ítalía og Bretland hefðu einnig setið hjá við afgreiðslu tillögunnar, Spánn greitt atkvæði með henni og Austurríki gegn. Ályktunin var samþykkt með 23 atkvæðum gegn átta þann ásamt þremur öðrum ályktunum um Palestínu og mannréttindavernd Palestínumanna. 

Í ályktuninni sem Ísland studdi ekki voru hernaðaraðgerðir gegn óbreyttum borgurum, svo sem börnum, heilbrigðisstarfsmönnum og fötluðum, fordæmdar sem og hvers kyns hótanir og þvinganir gagnvart mannréttinda- og hjálparsamtökum sem starfa á hernumdu svæðunum. Þá var lagt fyrir Sameinuðu þjóðirnar að fjölga starfsmönnum sem annast eftirlit með og skráningu brota gegn alþjóðalögum í Palestínu. Kappkostað yrði að draga þá sem bera ábyrgð á brotum gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og mannréttindalögum til ábyrgðar með viðeigandi hætti fyrir óvilhöllum og sjálfstæðum dómstólum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár