Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Spyr hvers vegna Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um stríðsglæpi gegn Palestínumönnum

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir þing­mað­ur Vinstri grænna spyr Guð­laug Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra hvort orð­ið hafi stefnu­breyt­ing hjá Ís­lend­ing­um að því er varð­ar mál­efni Palestínu og her­numdu svæð­anna.

Spyr hvers vegna Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um stríðsglæpi gegn Palestínumönnum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um hvers vegna Ísland sat hjá þann 15. mars síðastliðinn þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um að fylgja skyldi alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum á hernumdu svæðunum í Palestínu og rétta yfir þeim sem brjóta þau.

Jafnframt spyr hún: „Samræmist þessi hjáseta ályktun um viðurkenningu Íslands á Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið 1967? Er um stefnubreytingu af hálfu Íslands að ræða þegar kemur að málefnum Palestínu og hernumdu svæðanna?“ 

Stundin fjallaði um málið þann 7. apríl síðastliðinn. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Danmörk, Ítalía og Bretland hefðu einnig setið hjá við afgreiðslu tillögunnar, Spánn greitt atkvæði með henni og Austurríki gegn. Ályktunin var samþykkt með 23 atkvæðum gegn átta þann ásamt þremur öðrum ályktunum um Palestínu og mannréttindavernd Palestínumanna. 

Í ályktuninni sem Ísland studdi ekki voru hernaðaraðgerðir gegn óbreyttum borgurum, svo sem börnum, heilbrigðisstarfsmönnum og fötluðum, fordæmdar sem og hvers kyns hótanir og þvinganir gagnvart mannréttinda- og hjálparsamtökum sem starfa á hernumdu svæðunum. Þá var lagt fyrir Sameinuðu þjóðirnar að fjölga starfsmönnum sem annast eftirlit með og skráningu brota gegn alþjóðalögum í Palestínu. Kappkostað yrði að draga þá sem bera ábyrgð á brotum gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og mannréttindalögum til ábyrgðar með viðeigandi hætti fyrir óvilhöllum og sjálfstæðum dómstólum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár