Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Séreignarsparnaðarleiðin kostar Reykjavíkurborg um 750 milljónir á ári

Út­svar­s­tekjutap Reykja­vík­ur­borg­ar vegna sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ar­inn­ar á tíma­bil­inu 2014 til 2021 er met­ið á um fimm millj­arða króna. Sér­fræð­inga­hóp­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar lagð­ist gegn fram­leng­ingu úr­ræð­is­ins, enda nýt­ist það helst þeim tekju­hærri.

Séreignarsparnaðarleiðin kostar Reykjavíkurborg um 750 milljónir á ári

Alls gæti útsvarstekjutap Reykjavíkurborgar vegna skattfrjálsrar greiðslu séreignarsparnaðar inn á fasteignalán numið um fimm milljörðum króna á gildistíma úrræðisins, frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2021. 

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur metið kostnað sveitarfélaga vegna úrræðisins á 2 milljarða á ári, en þar af má gera ráð fyrir að borgin verði af útsvarstekjum sem nema um 700 til 750 milljónum króna. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 

Séreignarsparnaðarleiðin – heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði skattfrjálst til að lækka höfuðstól húsnæðislána – var kynnt haustið 2013 sem hluti af skuldaleiðréttingunni svokölluðu. Þrátt fyrir að sérfræðingahópur og stýrihópur á vegum núverandi ríkisstjórnar hafi gagnrýnt leiðina og sagt hana einkum nýtast þeim tekjuhærri hefur ríkisstjórnin ákveðið að framlengja gildistíma úrræðisins til ársins 2021. Mun þetta rýra útsvarstekjustofn borgarinnar næstu árin.

Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, bendir á að með séreignarsparnaðarleiðinni hafi ríkið velt talsverðum kostnaði vegna húsnæðisstuðnings yfir á sveitarfélögin. 

„Árið 2017 fékk Reykjavíkurborg 244 m.kr. sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga til að bæta borgarsjóði þá tekjuskerðingu sem þau urðu fyrir þegar lög nr. 40/2014 um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána voru samþykkt á árinu 2014. Þetta sérstaka framlag bætti þó aðeins lítinn hluta af útsvarstekjustapi Reykjavíkurborgar, þ.e. 244 mkr af um 5.000 mkr,“ skrifar hann. „Gerð er krafa um það að Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum verði bætt það útsvarstekjutap að fullu sem hefur hlotist af ákvörðun Alþingis um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár