Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Inga Sæland sendir fjölmiðlum myndir af íslenskum fyrirbura

Stúlk­an nafn­greind og sögð „full­kom­lega heil­brigð“ og „glöð og ánægð með líf­ið“.

Inga Sæland sendir fjölmiðlum myndir af íslenskum fyrirbura

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur sent fjölmiðlum myndir af fjögurra ára stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu en er í dag fjögurra ára gömul. Tekur Inga fram að myndirnar séu sendar með vitund og vilja foreldranna. Fram kemur í tölvupósti frá móður stúlkunnar að stúlkan sé „fullkomlega heilbrigð“ og „glöð og ánægð með lífið“.

Eins og Stundin fjallaði um í gær vilja þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins þrengja verulega réttinn til að gangast undir þungunarrof frá því sem nú er. Þegar frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof var afgreitt úr annarri umræðu greiddu Inga Sæland, Guðmundur Ingi Kristinsson og Karl Gauti Hjaltason atkvæði með breytingartillögu þess efnis að heimild til þungunarrofs miði við aðeins 12 vikur „nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar sé stefnt í meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu“. Ef slík breyting næði fram að ganga má ráða, miðað við opinberar tölur um fóstureyðingar, að á hverju ári yrðu tugir kvenna látnir ganga með og fæða barn gegn vilja sínum. Slík kvöð yrði óháð félagslegum aðstæðum og lögð á konur þótt ólétta stafaði til dæmis af nauðgun eða sifjaspelli. Þótt barn hefði greinst með alvarlega fötlun mætti kona ekki gangast undir þungunarrof nema ef ljóst væri að áframhaldandi þungun stefndi lífi hennar í hættu eða fóstur teldist ekki lífvænlegt til frambúðar.  

„Vegna fóstureyðingarfrumvarpsins sem nú býður atkvæðagreiðslu Alþingis, sendi ég ykkur þessar myndir með vitund og vilja foreldra þessarar litlu stúlku,“ segir í tölvupóstinum sem Inga Sæland sendi öllum fjölmiðlum í kvöld. Í viðhengi eru sex myndir af stúlkunni, bæði nýjar myndir og af henni nýfæddri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár