Samfélög ala þegna sína upp við ólíkar klósettvenjur og þeim fylgja ákveðnar reglur. Það er því ekki endilega það sama að kúka á Íslandi og á Indlandi. Innan hvers samfélags er auðvitað hægt að túlka reglurnar á ólíka vegu, eins og hvort klósettsetan eigi að vera uppi eða niðri, eða hvort þrífa eigi eigin bremsuför á almenningsklósettum, en þessi blæbrigðamunur á sér þó ávallt stað innan ákveðins ramma. Þeir siðir sem eru utan þess ramma eru oft taldir óæðri. Slíkar ályktanir leiða af sér fordóma og af eigin reynslu hef ég komist að því að á Íslandi er að finna mikið hægðasnobb.
Nánast alls staðar eru einhver tabú sem umlykja saurlát. Ég man til dæmis að áður en ég lærði að skeina mig mátti ég taktfast söngla „skeina mig“ þrjátíu sinnum í röð svo ómaði um alla íbúð en þrátt fyrir það mátti ég alls ekki minnast á kúk við …
Athugasemdir