Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Brynjar vill umræðu um rétt ófæddra til að erfa eignir: „Snýst auðvitað ekkert um kvenfrelsi“

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur þörf á sér­stakri um­ræðu um þau rétt­indi sem fóst­ur njóti sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um. „Þessi rök­ræða um sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt, kven­frelsi, vik­ur, hún finnst mér mjög slöpp.“

Brynjar vill umræðu um rétt ófæddra til að erfa eignir: „Snýst auðvitað ekkert um kvenfrelsi“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof verði dregið til baka. Fara þurfi fram miklu dýpri umræða um málið og lagaleg réttindi þeirra sem ekki hafa fæðst, meðal annars um rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. 

Þetta kom fram í ræðu Brynjars á Alþingi í gær. „Þetta snýst auðvitað ekkert um kvenfrelsi. Þetta snýst um það hvort fóstur eigi einhver réttindi. Það hefur það nú þegar í lögum. Þetta eru spurningarnar sem við eigum að ræða hér en það er enginn að ræða það,“ sagði hann. 

Brynjar vék að því að þeir sem mest töluðu um sjálfsákvörðunarrétt kvenna í umræðum um þungunarrof hefðu engan áhuga á frelsi kvenna til að stunda kynlífsviðskipti eða gerast staðgöngumæður. Þá sagði hann að ef málið snerist raunverulega um sjálfsákvörðunarrétt kvenna hlyti að mega lögleiða fóstureyðingar skilyrðislaust, án tímatakmarkana.

„Svona frumvarp þarf miklu meiri umræðu. Það á ekki að snúast um 22 vikur eða 20. Við þurfum að velta því fyrir okkur, hvenær kviknar líf? Og hvaða réttindi á fóstur í lögum? Á ekki fóstur erfðaréttinn til dæmis? Er það bara einhver sjálfsákvörðunarréttur konunnar eða hjónanna um það hvort það missir þessi réttindi? Það er enginn að taka þessa umræðu, ekki nokkur maður,“ sagði hann. 

Almennt litið svo á að rétthæfi hefjist við fæðingu

Samkvæmt erfðalögum njóta ófædd börn skilyrts erfðaréttar. 21. gr. laganna hljóðar svo: „Barn, sem getið er, áður en arfleifandi fellur frá, tekur arf eftir hann, ef það fæðist lifandi.“ Eins og Páll Sigurðsson lagaprófessor útskýrir í bók sinni Erfðaréttur, yfirlit um meginefni erfðareglna verður þannig erfðaréttur mannveru á fósturskeiði „ekki virkur fyrr en ljóst er að það fæðist sem lifandi barn“ (bls. 79).

Almennt er litið svo á að menn öðlist rétthæfi (verði hæfir til að eiga réttindi og bera skyldur) við fæðingu en að fóstur hafi skilyrt rétthæfi í erfðalögum og njóti jafnframt réttarverndar samkvæmt 216. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um bann við því að deyða fóstur, þ.e. utan þess ramma sem er markaður fóstureyðingum með settum lögum um fóstureyðingar/þungunarrof (sjá t.d. kennsluefni frá lagadeild HÍ). 

Segir fóstur hafa mörg lagaleg réttindi

Brynjar vill að rætt verði um hvaða réttindi ófædd börn hafa samkvæmt núgildandi lögum. „Ég held að við þurfum að velta því fyrir okkur, hvenær kviknar líf, hvaða réttindi hefur það líf nú þegar í lögum og mörg önnur réttindi sem það hefur lögum samkvæmt.“

Þá sagði hann tilvalið að draga þungunarrofsfrumvarpið til baka, enda lægi varla mikið á afgreiðslu þess. „Ræðum þetta bara upp á nýtt út frá þessum atriðum. Ég held það sé bara mjög mikilvægt, því þetta er risamál. Þetta er risamál í hugum margra þó að ég geti alveg viðurkennt það hér að fóstureyðingar hafa í sjálfu sér ekki truflað mig.“

Brynjar sagði umræðuna alla um þungunarrof hafa verið á villigötum. „Þessi rökræða um sjálfsákvörðunarrétt, kvenfrelsi, vikur, hún finnst mér mjög slöpp og það er eins og enginn þori raunverulega að taka hina stóru umræðu sem skiptir auðvitað máli, hvaða réttindi á fóstur og hvenær öðlast það réttindi? Og hvað er eðlilegt í því út frá okkar siðferðisviðmiðum að eyða fóstri eða rjúfa þungun með aðgerð heilbrigðisstarfsmanna?“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár