Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Brynjar vill umræðu um rétt ófæddra til að erfa eignir: „Snýst auðvitað ekkert um kvenfrelsi“

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur þörf á sér­stakri um­ræðu um þau rétt­indi sem fóst­ur njóti sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um. „Þessi rök­ræða um sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt, kven­frelsi, vik­ur, hún finnst mér mjög slöpp.“

Brynjar vill umræðu um rétt ófæddra til að erfa eignir: „Snýst auðvitað ekkert um kvenfrelsi“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof verði dregið til baka. Fara þurfi fram miklu dýpri umræða um málið og lagaleg réttindi þeirra sem ekki hafa fæðst, meðal annars um rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. 

Þetta kom fram í ræðu Brynjars á Alþingi í gær. „Þetta snýst auðvitað ekkert um kvenfrelsi. Þetta snýst um það hvort fóstur eigi einhver réttindi. Það hefur það nú þegar í lögum. Þetta eru spurningarnar sem við eigum að ræða hér en það er enginn að ræða það,“ sagði hann. 

Brynjar vék að því að þeir sem mest töluðu um sjálfsákvörðunarrétt kvenna í umræðum um þungunarrof hefðu engan áhuga á frelsi kvenna til að stunda kynlífsviðskipti eða gerast staðgöngumæður. Þá sagði hann að ef málið snerist raunverulega um sjálfsákvörðunarrétt kvenna hlyti að mega lögleiða fóstureyðingar skilyrðislaust, án tímatakmarkana.

„Svona frumvarp þarf miklu meiri umræðu. Það á ekki að snúast um 22 vikur eða 20. Við þurfum að velta því fyrir okkur, hvenær kviknar líf? Og hvaða réttindi á fóstur í lögum? Á ekki fóstur erfðaréttinn til dæmis? Er það bara einhver sjálfsákvörðunarréttur konunnar eða hjónanna um það hvort það missir þessi réttindi? Það er enginn að taka þessa umræðu, ekki nokkur maður,“ sagði hann. 

Almennt litið svo á að rétthæfi hefjist við fæðingu

Samkvæmt erfðalögum njóta ófædd börn skilyrts erfðaréttar. 21. gr. laganna hljóðar svo: „Barn, sem getið er, áður en arfleifandi fellur frá, tekur arf eftir hann, ef það fæðist lifandi.“ Eins og Páll Sigurðsson lagaprófessor útskýrir í bók sinni Erfðaréttur, yfirlit um meginefni erfðareglna verður þannig erfðaréttur mannveru á fósturskeiði „ekki virkur fyrr en ljóst er að það fæðist sem lifandi barn“ (bls. 79).

Almennt er litið svo á að menn öðlist rétthæfi (verði hæfir til að eiga réttindi og bera skyldur) við fæðingu en að fóstur hafi skilyrt rétthæfi í erfðalögum og njóti jafnframt réttarverndar samkvæmt 216. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um bann við því að deyða fóstur, þ.e. utan þess ramma sem er markaður fóstureyðingum með settum lögum um fóstureyðingar/þungunarrof (sjá t.d. kennsluefni frá lagadeild HÍ). 

Segir fóstur hafa mörg lagaleg réttindi

Brynjar vill að rætt verði um hvaða réttindi ófædd börn hafa samkvæmt núgildandi lögum. „Ég held að við þurfum að velta því fyrir okkur, hvenær kviknar líf, hvaða réttindi hefur það líf nú þegar í lögum og mörg önnur réttindi sem það hefur lögum samkvæmt.“

Þá sagði hann tilvalið að draga þungunarrofsfrumvarpið til baka, enda lægi varla mikið á afgreiðslu þess. „Ræðum þetta bara upp á nýtt út frá þessum atriðum. Ég held það sé bara mjög mikilvægt, því þetta er risamál. Þetta er risamál í hugum margra þó að ég geti alveg viðurkennt það hér að fóstureyðingar hafa í sjálfu sér ekki truflað mig.“

Brynjar sagði umræðuna alla um þungunarrof hafa verið á villigötum. „Þessi rökræða um sjálfsákvörðunarrétt, kvenfrelsi, vikur, hún finnst mér mjög slöpp og það er eins og enginn þori raunverulega að taka hina stóru umræðu sem skiptir auðvitað máli, hvaða réttindi á fóstur og hvenær öðlast það réttindi? Og hvað er eðlilegt í því út frá okkar siðferðisviðmiðum að eyða fóstri eða rjúfa þungun með aðgerð heilbrigðisstarfsmanna?“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár