Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tatjana Latinovic nýr formaður Kvenréttindafélagsins

Tatj­ana Lat­in­ovic er fyrsti formað­ur í sögu fé­lags­ins af er­lend­um upp­runa, en hún flutti til Ís­lands ár­ið 1994.

Tatjana Latinovic nýr formaður Kvenréttindafélagsins

Tatjana Latinovic var í gær kjörin nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hún er fyrsti formaður Kvenréttindafélagsins af erlendum uppruna, en félagið var stofnað af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur árið 1907.

„Kvenréttindafélag Íslands á sér 112 langa sögu í baráttu fyrir jafnrétti,“ sagði Tatjana í ávarpi á aðalfundi félagsins í gær. „Ég er stolt að fá tækifæri til að feta í fótspor kvenna sem hafa gegnt formennsku á undan mér og hlakka til að leggja mitt að mörkum að leiða það í áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti fyrir alla.“

Tatjana hefur setið sem varaformaður í stjórn félagsins frá 2015 og tekur nú við formennsku af Fríðu Rós Valdimarsdóttur. Í tilkynningu frá félaginu segir að hún hafi verið baráttukona fyrir kvenréttindum og réttindum innflytjenda síðan hún flutti til Íslands árið 1994. Hún er einn stofnenda W.O.M.E.N. in Iceland – Samtaka kvenna af erlendum uppruna, og sat í stjórn frá stofnári 2003 til 2012, þar af sem formaður 2004-2008. Hún sat einnig í stjórn Kvennaathvarfsins, frá 2004 til 2012. Tatjana er formaður Innflytjendaráðs og situr í Jafnréttisráði fyrir hönd Kvenréttindafélagsins.

Kvenréttindafélag ÍslandsNý stjórn var kjörin á aðalfundi í gær.

Á fundinum voru fimm nýjar konur kosnar í stjórn, Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir, Eva Huld Ívarsdóttir, Stefanía Sigurðardóttir, Helga Baldvins Bjargardóttir og Hjördís Guðný Guðmundsdóttir. Í stjórn sitja einnig áfram Ellen Calmon, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir og Steinunn Stefánsdóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár