Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ég um mig frá mér til mín

Rík­is­stjórn Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta hef­ur sagt hefð­bund­inni al­þjóða­sam­vinnu stríð á hend­ur. Tak­mark stjórn­valda í Washingt­on virð­ist vera að gera út af við stofn­an­ir og sátt­mála sem hafa ver­ið grund­völl­ur al­þjóð­legs sam­starfs ára­tug­um sam­an og mynda grunn al­þjóða­sam­fé­lags­ins eins og við þekkj­um það. Óvissa og óstöð­ug­leiki eru óhjá­kvæmi­leg­ar af­leið­ing­ar að mati fræðimanna og mann­rétt­indi munu eiga und­ir högg að sækja.

Ég um mig frá mér til mín
Minnismerki alþjóðlega póstsambandsins í Bern Alþjóðlega póstsambandið er einn af þessum hornsteinum alþjóðlegrar samvinnu sem er orðinn svo gamall og rótgróinn að enginn tekur eftir honum. Trump-stjórnin tilkynnti í fyrra að Bandaríkin hygðust draga sig út sambandinu. Mynd: Wikimedia Commons

Fréttamenn um allan heim klóruðu sér í hausnum í október í fyrra þegar talsmaður Trump-stjórnarinnar tilkynnti að Bandaríkin ætluðu að draga sig út úr alþjóðlega póstsambandinu, Universal Postal Union. Blaðamaður vefritsins Vox hringdi í sérfræðing í alþjóðastjórnmálum sem hváði og viðurkenndi að jafnvel þó að hann hefði varið ævinni í að rannsaka alþjóðlegar stofnanir hafi hann hreinlega aldrei leitt hugann að UPU.

Alþjóðlega póstsambandið er einn af þessum hornsteinum alþjóðlegrar samvinnu sem er orðinn svo gamall og rótgróinn að enginn tekur eftir honum. Það starfar samkvæmt sáttmála sem var undirritaður í Bern í Sviss árið 1874 og hefur tryggt öruggar, samhæfðar og ódýrari póstsendingar um allan heim síðan (hann er meðal annars ástæða þess að sömu frímerki gilda fyrir póstsendingar um allan heim þó að þau séu gefin út af mismunandi ríkjum). 

Nokkur stofnríki sáttmálans eru ekki lengur til, t.d. austurrísk-ungverska keisaradæmið, en hann hefur engu að síður staðist tímans tönn og þótti annað óhugsandi þar til Trump-stjórnin dró skyndilega undirskrift Bandaríkjanna til baka. Það var Ulysses S. Grant, þáverandi forseti og fyrrverandi hershöfðingi í þrælastríðinu, sem upphaflega samþykkti sáttmálann. Svo gamall er hann.

Franski stjórnmálafræðingurinn Jean Claveirole var sérstakur áhugamaður um hvernig sáttmálinn minnkaði heiminn og hafði víðtæk áhrif á skoðanamyndun og alþjóðlegt samstarf. Árið 1910 skrifaði hann: „Þegar ég hendi póstkorti í póstkassa fyrir tíu sent og það birtist nokkrum dögum síðar á allt öðrum stað í heimsálfunni, get ég þá ekki miklu frekar gert tilkall til þess að vera raunverulegur heimsborgari en Sókrates á sínum tíma?“

Burt með báknið

Það er kannski bæði dæmigert og táknrænt að núverandi valdhöfum í Washington hafi tekist að grafa upp jafn óumdeilt og nytsamlegt plagg til þess eins að gera það að þrætuepli. Yfirlýst takmark þessara aðgerða er að lækka taxta sem bandarískar netverslanir borga fyrir póstsendingar, kínversk fyrirtæki borga t.d. lægri taxta af ýmsum ástæðum. Til skemmri tíma mun þetta þó sennilega bara flækja lífið fyrir opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum og póstsendingar munu halda áfram að berast samkvæmt undanþágum eða bráðabirgðasamningum.

Það segir sitt um alþjóðlega póstkerfið, sem er orðið svo rótgróið að engin ein ríkisstjórn eða þjóðarleiðtogi getur grafið undan því með áhrifaríkum hætti. Hjólin halda áfram að snúast af eigin skriðþunga og það dettur engum í hug að hætta að bera út póstinn bara af því að einhver í Hvíta húsinu er í vondu skapi út í Kínverja einn daginn. 

Það sama verður ekki sagt um allar alþjóðlegar stofnanir eða sáttmála. Þetta rifrildi um póstinn er bara lítil en táknræn birtingarmynd mun víðari tilhneigingar sem gegnsýrir alla utanríkisstefnu Tump-stjórnarinnar. Mike Pompeo utanríkisráðherra hefur verið einn helsti boðberi þess boðskapar að alþjóðlegar stofnanir og samvinna séu almennt af hinu illa og setji völd í hendur nafnlausra embættismanna sem hafi margt misjafnt í hyggju.

Utanríkisráðherra BandaríkjannaMike Pompeo telur að alþjóðlegar stofnanir og samvinna séu almennt af hinu illa.

Það mátti heyra saumnál detta í salnum þegar Pompeo ávarpaði utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í desember. Hann fór mikinn í ræðu sinni, sem fjallaði í raun um hvort best væri að slíta varnarsamstarfinu og hætta um leið þátttöku í starfi Sameinuðu þjóðanna. Það verður að teljast ótrúlegur viðsnúningur í afstöðu eins ríkis á skömmum tíma. Aðeins tveimur árum áður hafði forveri Pompeos í embætti, John Kerry, staðið í þessum sömu sporum í Brussel og sagt þörfina fyrir samstöðu á alþjóðavettvangi ríkari en nokkru sinni fyrr.

Pompeo sagði slíkt tal ekkert nema blekkingu, það væru aðeins kaldir hagsmunir einstakra þjóðríkja sem hefðu eitthvert gildi á alþjóðavettvangi. „Þeim mun fleiri sáttmála sem við undirritum, þeim mun öruggari erum við sögð vera. Því meira sem við fjölgum embættismönnum, þeim mun betur gangi samstarfið. En hefur það nokkurn tímann verið satt?“ sagði Pompeo við litlar undirtektir evrópskra kollega sinna.

Mannréttindi fyrsta fórnarlambið

Harold Hongju Koh, lagaprófessor við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, sendi í fyrra frá sér bókina Trump and International Law. Þar færir hann meðal annars rök fyrir því að með því að grafa skipulega undan alþjóðastofnunum séu núverandi stjórnvöld í Washington aðeins hluti af stórri alþjóðlegri bylgju í stjórnmálum. Það sé ekki bara hægt að kenna um einstökum leiðtogum og lýðskrumurum heldur tilhneigingu margra þjóða til að vilja líta inn á við síðustu ár og einangra sig frá öðrum gildum og hópum.  

Koh, sem var sjálfur ráðgjafi bandaríska utanríkisráðuneytisins á tímum Obama-stjórnarinnar, segir að það sem sé að gerast í bandarískri utanríkisstefnu í dag eigi sér margra hliðstæður, t.d. í Brexit og ákvörðun Breta um að segja sig frá Evrópusambandinu og því nána alþjóðlega samstarfi sem í því felst. Það eina sem geti staðið af sér langvarandi árásir á alþjóðasamvinnu séu sterkar stofnanir, bæði innlendar og alþjóðlegar, sem standi vörð um þau grundvallargildi sem samstarfið hafi upphaflega byggt á.

Jenny Goldschmidt, prófessor í mannréttindalögum við háskólann í Utrecht í Hollandi, hefur tekið sterklega undir þessi sjónarmið Kohs og segir auk þess að fyrsta fórnarlambið í stríðinu gegn alþjóðasamstarfi verði alltaf mannréttindi. „Þegar bæði innlendar og alþjóðlegar eftirlitsstofnanir eru undir þrýstingi, þegar lýðræðisríki tryggja ekki sjálfstæði dómstóla (eins og hefur gerst í Ungverjalandi, Póllandi og öðrum Evrópuríkjum), þegar þingmenn bregðast við óvinsælum úrskurðum Mannréttindadómstóls með því að spyrja hvort ekki sé hægt að segja sig frá viðkomandi sáttmála, þá er raunveruleg ástæða til að óttast,“ segir Goldschmidt í nýlegum bókadómi um bók Kohs.

„Það sem er kannski ennþá meira ógnvekjandi er að viðbrögð almennings við þessu eru ekki bara ógagnrýnin heldur styður almenningur oft þessa þróun. Lýðskrumarar í stjórnmálum hljóta atkvæði umtalsverðs hluta kjósenda, sem bendir til þess að þessar öfgakenndu skoðanir séu að verða hluti af djúpri stjórnmálaumræðu. Þessar skoðanir öðlast réttmæti í lýðræðislegum kosningum og eru varðar sem vilji meirihlutans, en það vill oft gleymast að lýðræði er ekki bara það sem kemur upp úr kjörkössunum heldur felur hugtakið í sér virðingu fyrir mannréttindum og réttindum minnihlutahópa,“ segir Goldschmidt.

Hernaðarleg og efnahagsleg einangrun

Tilhneigingu Trump-stjórnarinnar til að draga úr alþjóðasamstarfi er ekki bara að finna í yfirlýsingum og ræðum heldur raunverulegum aðgerðum – eða skorti á þeim. Stjórnmálafræðingurinn Brandon J. Kinne hefur sérhæft sig í að greina milliríkjasamninga Bandaríkjastjórnar síðustu áratugi, sérstaklega hvað varðar öryggis- og varnarsamstarf. Í nýlegri grein í tímaritinu Foreign Policy bendir hann á að gerð slíkra samninga hafi ekki bara dregist saman heldur nánast stöðvast eftir að Trump tók við embætti.

Á sínum fyrstu tveimur árum í embætti gerði Obama-ríkisstjórnin 36 mismunandi samninga sem sneru að alþjóðlegu samstarfi á ýmsum sviðum öryggismála á borð við aðgerðir gegn fíkniefnasmygli, hryðjuverkum og fleira. Fyrstu tvö ár Trump-stjórnarinnar voru aðeins átta slíkir samningar undirritaðir og fjórir þeirra voru full-kláraðir áður en hann tók við embætti og þörfnuðust því aðeins undirskriftar. 

Á sama tíma er verið að segja upp gerðum samningum. Í metsölubók blaðamannsins Bob Woodward um daglegt líf í Hvíta húsinu, Fear, er haft eftir heimildarmönnum að þeir geri sitt besta til að halda aftur af verstu tilhneigingum forsetans, meðal annars þegar kemur að því að rifta samningum við bandamenn. Þannig eru aðstoðarmenn hans sagðir hafa bókstaflega stolið pappírum af skrifborði forsetans til að koma í veg fyrir að hann undirritaði þá og rifti þar með mikilvægum viðskiptasamningum við Suður-Kóreu, Kanada og Mexíkó.

Á meðan snúa bæði helstu keppinautar og bandamenn Bandaríkjanna sér annað. Kinne segir í grein sinni að með því að draga úr samstarfi við mikilvæga bandamenn hafi núverandi stjórnvöld í Washington gefið kínverskum og rússneskum ráðamönnum opið færi. Bæði ríki undirrituðu samninga á sviði öryggis- og varnarmála við Indland og Filippseyjar í fyrra og hafa auk þess heitið auknu samstarfi við Persaflóaríki á borð við Sádi-Arabíu og Kúveit. 

Annað augljóst vandamál við einangrunarstefnuna er það efnahagslega tjón sem hún getur valdið ef viðskiptastríð fer úr böndunum. Trump virðist líta á öll önnur ríki sem samkeppni um takmarkaðar auðlindir heimsins og að á endanum muni Bandaríkin bara tapa á alþjóðlegum viðskiptum ef þau fara ekki öll fram á þeirra eigin forsendum og eftir þeirra heimasmíðuðu leikreglum. Að því leyti er skiljanlegt að bindandi milliríkjasamningar og alþjóðleg samvinna séu honum þyrnir í auga.

Það er hins vegar vandséð að önnur ríki muni sætta sig við að leyfa einu ríki, hvað þá einum forseta, að endurskrifa allar leikreglur alþjóðasamfélagsins einhliða sér í hag. Á meðan stór hluti kjósenda um allan heim hefur samúð með slíkri einangrunarstefnu verður það torleyst togstreita. Hnattvæðingin á sér margar öfugsnúnar birtingarmyndir, meðal annars í formi alþjóðlegrar hreyfingar gegn alþjóðasamvinnu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
3
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
10
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár