Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Laxeldisútrás Norðmanna í Síle sem fór fram úr sjálfri sér

Norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki hófu sams kon­ar út­rás til Síle á ní­unda ára­tugn­um og þeir hafa haf­ið til Ís­lands. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í Síle lentu í hörm­ung­um ár­ið 2007 þeg­ar ISA-veik­in rúst­aði 60 pró­sent af iðn­að­in­um. Ís­lend­ing­ar geta lært ým­is­legt um upp­bygg­ingu lax­eld­is af óför­un­um í Síle.

Á milli áranna 1985 og 2007 tvöhundruðfaldaðist framleiðsla á eldislaxi í Síle í Suður-Ameríku. Um miðjan níunda áratuginn voru framleidd 3.000 tonn af eldislaxi í Síle, sem er um 1/3 af því magni af eldislaxi sem framleitt er á Íslandi í dag, en árið 2007 var framleiðslan komin upp í um 700 þúsund tonn.

Þetta er margfalt meiri framleiðsla en forsvarsmenn laxeldisfyrirtækjanna sem starfa á Íslandi í dag miða að en þeir hafa talað um að raunhæft sé að tífalda framleiðsluna á eldislaxi á Íslandi og fara upp í um 100 þúsund tonna framleiðslu á ári, eða jafnvel 167 þúsund tonn eins og fjárfestingabankinn Beringer Finance benti á í skýrslu í fyrra. 

Umbreytingafjárfestar á nýjum mörkuðum

Ísland á það hins vegar sameiginlegt með Síle á níunda áratugnum að vera að stíga sín fyrstu skref í tilraunum til stórfellds laxeldis í sjókvíum við strendur landsins þó svo að það magn af …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár