Á milli áranna 1985 og 2007 tvöhundruðfaldaðist framleiðsla á eldislaxi í Síle í Suður-Ameríku. Um miðjan níunda áratuginn voru framleidd 3.000 tonn af eldislaxi í Síle, sem er um 1/3 af því magni af eldislaxi sem framleitt er á Íslandi í dag, en árið 2007 var framleiðslan komin upp í um 700 þúsund tonn.
Þetta er margfalt meiri framleiðsla en forsvarsmenn laxeldisfyrirtækjanna sem starfa á Íslandi í dag miða að en þeir hafa talað um að raunhæft sé að tífalda framleiðsluna á eldislaxi á Íslandi og fara upp í um 100 þúsund tonna framleiðslu á ári, eða jafnvel 167 þúsund tonn eins og fjárfestingabankinn Beringer Finance benti á í skýrslu í fyrra.
Umbreytingafjárfestar á nýjum mörkuðum
Ísland á það hins vegar sameiginlegt með Síle á níunda áratugnum að vera að stíga sín fyrstu skref í tilraunum til stórfellds laxeldis í sjókvíum við strendur landsins þó svo að það magn af …
Athugasemdir