Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

HS Orka: Viðbúið að hækkun eftirlitsgjalds vegna orkupakkans verði velt út í verðlagið

Þriðja stærsta orku­fyr­ir­tæki Ís­lands fagn­ar inn­leið­ingu þriðja orkupakk­ans og seg­ir fyrri orkupakka hafa ver­ið „til fram­fara og hags­bóta fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag“.

HS Orka: Viðbúið að hækkun eftirlitsgjalds vegna orkupakkans verði velt út í verðlagið

„Um leið og viðurkennt skal að sannarlega fylgi opinber kostnaður eftirliti samkvæmt raforkulögum líkt og öðrum lögum þá telur HS Orka rétt á að benda á að hækkunin er umtalsverð og viðbúið að hún skili sér í verði á raforku og muni á endanum leggjast á notendur raforku, bæði heimili og fyrirtæki.“

Þetta kemur fram í umsögn HS Orku, þriðja stærsta orkufyrirtæki Íslands sem á meðal annars 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, um innleiðingu þriðja orkupakkans í íslenskan rétt. Um er að ræða sams konar athugasemd og birtist í umsögn Samorku, samtaka orkufyrirtækja, sem Stundin fjallaði um fyrr í dag

Innleiðingu þriðja orkupakkans fylgja lagabreytingar er varða sjálfstæði Orkustofnunar og auknar valdheimildir við framkvæmd raforkueftirlits. Þannig fær stofnunin heimild til að áminna rekstraraðila og leggja á stjórnvaldssektir auk þess sem gjaldið sem stendur undir kostnaði við raforkueftirlit er hækkað, meðal annars vegna kostnaðar af þátttöku í ACER, hinni samevrópsku Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. 

HS Orka telur þær breytingar sem innleiddar hafa verið á Íslandi allt frá setningu raforkulaga nr. 65 árið 2003 á grundvelli fyrri orkupakka ESB hafa verið til framfara og hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Þær hafi leitt af sér framþróun, aukna samkeppni og verðlækkun raforku á Íslandi.  Líkt og Samorka gerir þó HS Orka athugasemdir við hækkun eftirlitsgjaldsins og telur sektarheimildir ekki nægilega skýrar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár