Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sálufélagar á netinu reyndust erlendir svikahrappar

Ís­lensk kona tap­aði 180 þús­und krón­um í sam­skipt­um við mann á Tind­er sem sigldi und­ir fölsku flaggi. Ann­ar svindlari vildi gift­ast henni áð­ur en hann sagð­ist vera í vanda og þurfa fé. Lög­regl­an á Ís­landi hef­ur tak­mark­aða mögu­leika á að draga er­lenda net­glæpa­menn til ábyrgð­ar nema um risa­upp­hæð­ir sé að ræða.

Sálufélagar á netinu reyndust erlendir svikahrappar
Svindlarinn Anthony Bayley Fjallmyndarlegi lúxusbílamógúllinn náði að plata 180 þúsund krónur út úr íslenskri konu.

Íslensk kona hefur tvisvar á undanförnum mánuðum verið dregin inn í netsvindl þar sem myndarlegir erlendir menn lýstu yfir ást sinni á henni og vildu heimsækja hana. Í fyrra skiptið tapaði hún 180 þúsund krónum, en í það síðara lét hún lögreglu vita. Rannsóknarlögreglumaður segir marga Íslendinga hafa tapað milljónum á svipuðu svindli og að erfitt sé að draga gerendurna til ábyrgðar.

Konan, sem kýs að koma ekki fram undir nafni af tillitssemi við fjölskyldu sína, segir mikilvægt að fólk læri af reynslu hennar. „Ég er alveg viss um að það er fjöldi fólks að lenda í þessu af því að það er ekkert fjallað um þetta,“ segir hún. „Og ég sé fyrir mér fólkið úti í horni sem dauðskammast sín fyrir að hafa látið plata sig. Þeir þrífast í skjóli þagnar, þessir gaurar.“

Svindl af þessu tagi eru á ensku kölluð „romance scam“, þar sem glæpamenn sigla undir fölsku …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár