Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sálufélagar á netinu reyndust erlendir svikahrappar

Ís­lensk kona tap­aði 180 þús­und krón­um í sam­skipt­um við mann á Tind­er sem sigldi und­ir fölsku flaggi. Ann­ar svindlari vildi gift­ast henni áð­ur en hann sagð­ist vera í vanda og þurfa fé. Lög­regl­an á Ís­landi hef­ur tak­mark­aða mögu­leika á að draga er­lenda net­glæpa­menn til ábyrgð­ar nema um risa­upp­hæð­ir sé að ræða.

Sálufélagar á netinu reyndust erlendir svikahrappar
Svindlarinn Anthony Bayley Fjallmyndarlegi lúxusbílamógúllinn náði að plata 180 þúsund krónur út úr íslenskri konu.

Íslensk kona hefur tvisvar á undanförnum mánuðum verið dregin inn í netsvindl þar sem myndarlegir erlendir menn lýstu yfir ást sinni á henni og vildu heimsækja hana. Í fyrra skiptið tapaði hún 180 þúsund krónum, en í það síðara lét hún lögreglu vita. Rannsóknarlögreglumaður segir marga Íslendinga hafa tapað milljónum á svipuðu svindli og að erfitt sé að draga gerendurna til ábyrgðar.

Konan, sem kýs að koma ekki fram undir nafni af tillitssemi við fjölskyldu sína, segir mikilvægt að fólk læri af reynslu hennar. „Ég er alveg viss um að það er fjöldi fólks að lenda í þessu af því að það er ekkert fjallað um þetta,“ segir hún. „Og ég sé fyrir mér fólkið úti í horni sem dauðskammast sín fyrir að hafa látið plata sig. Þeir þrífast í skjóli þagnar, þessir gaurar.“

Svindl af þessu tagi eru á ensku kölluð „romance scam“, þar sem glæpamenn sigla undir fölsku …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár