Íslensk kona hefur tvisvar á undanförnum mánuðum verið dregin inn í netsvindl þar sem myndarlegir erlendir menn lýstu yfir ást sinni á henni og vildu heimsækja hana. Í fyrra skiptið tapaði hún 180 þúsund krónum, en í það síðara lét hún lögreglu vita. Rannsóknarlögreglumaður segir marga Íslendinga hafa tapað milljónum á svipuðu svindli og að erfitt sé að draga gerendurna til ábyrgðar.
Konan, sem kýs að koma ekki fram undir nafni af tillitssemi við fjölskyldu sína, segir mikilvægt að fólk læri af reynslu hennar. „Ég er alveg viss um að það er fjöldi fólks að lenda í þessu af því að það er ekkert fjallað um þetta,“ segir hún. „Og ég sé fyrir mér fólkið úti í horni sem dauðskammast sín fyrir að hafa látið plata sig. Þeir þrífast í skjóli þagnar, þessir gaurar.“
Svindl af þessu tagi eru á ensku kölluð „romance scam“, þar sem glæpamenn sigla undir fölsku …
Athugasemdir