Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ritstjóri Morgunblaðsins varar við því að „konan sem gengur með barnið hafi sjálfdæmi“

Tek­in er hörð af­staða gegn auknu frelsi til þung­un­ar­rofs í stakstein­um Morg­un­blaðs­ins í dag.

Ritstjóri Morgunblaðsins varar við því að „konan sem gengur með barnið hafi sjálfdæmi“

Meirihluti velferðarnefndar Alþingis fær harða útreið í staksteinum Morgunblaðsins í dag vegna stuðnings nefndarmanna við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof.

Staksteinahöfundur, sem af stílbragðinu má ráða að sé Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra, segir málið til marks um að fá þingmál ef nokkur séu „svo vafasöm eða fráleit að þau komist ekki í gegnum Alþingi ef vinstrimenn setja þau í faglegan búning og vefja í orðskrúð og aukaatriði“.

Kjarni málsins sé þá fljótur að týnast og „jafnvel þingmenn sem alla jafna ættu að geta séð hversu varasamt mál er á ferðinni annaðhvort missa af því í orðagjálfrinu eða missa fótanna af ótta við árásir ofsamanna á interneti eða annars staðar“. 

Í frumvarpi heilbrigðisráðherra er lagt til að þungunarrof verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu. Þetta er í samræmi við tillögur fagfólks, svo sem Félags íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna. Meirihluti velferðarnefndar útskýrir afstöðu sína með eftirfarandi hætti:

„Að mati meiri hlutans eru rökin fyrir því að heimila þungunarrof fram til loka 22. viku tvíþætt. Annars vegar geti ýmis alvarleg frávik komið í ljós við 20 vikna fósturskimun sem ekki sé hægt að greina á fyrri stigum þungunar. Hins vegar hafi konur sem búi við erfiðar félagslegar aðstæður ekki alltaf möguleika á því að átta sig á því að þær séu þungaðar fyrr en seint á meðgöngu. Því hafi þær konur takmarkaða möguleika á að leita hjálpar til að rjúfa þungun sína vegna félagslegra aðstæðna. (...) Þá bendir meiri hlutinn á að með því að takmarka heimild til þungunarrofs við lok 18. viku væri aðgengi kvenna að þungunarrofi takmarkað meira en gert er í gildandi lögum. Slík breyting eigi sér því ekki stoð í markmiði laganna um að auka sjálfsákvörðunarrétt kvenna.“

Staksteinahöfundur telur afstöðu nefndarmanna hneykslanlega. „Í fyrradag skilaði meirihluti velferðarnefndar (!) frá sér nefndaráliti um frumvarp heilbrigðisráðherra um fóstureyðingar, sem heita reyndar þungunarrof í frumvarpinu. Í stað þess að senda frumvarpið aftur inn í ráðuneytið kvittar meirihlutinn upp á allt sem þar er, fyrir utan orðalag á nokkrum stöðum til að reyna að réttlæta þinglega tilveru sína,“ segir í Morgunblaðinu.

„Í frumvarpinu er þannig ennþá gert ráð fyrir að leyfðar verði fóstureyðingar til 22. viku meðgöngu og að konan sem gengur með barnið hafi sjálfdæmi þar um en læknisfræðin ekki.“ Þá vitnar höfundur í þingræðu Ingu Sæland um málið sem telur efni frumvarpsins „siðferðilega rangt“ og að það hafi stungið hana í hjartað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Flytjum fjöll
4
Aðsent

Sigrún Guðmundsdóttir

Flytj­um fjöll

Sterk­ar lík­ur eru á því að heilu fjöll­in verði flutt úr landi í ná­inni fram­tíð, skrif­ar Sigrún Guð­munds­dótt­ir um­hverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur. Hvernig það er gert hef­ur áhrif á þjóð­ar­bú­ið til góðs eða vansa. Mik­il­vægt er að draga veru­lega úr kol­díoxí­ð­los­un. Góð leið til þess í bygg­ingar­iðn­aði, er að þróa, og síð­an nota nýja teg­und sements.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
6
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár