Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ritstjóri Morgunblaðsins varar við því að „konan sem gengur með barnið hafi sjálfdæmi“

Tek­in er hörð af­staða gegn auknu frelsi til þung­un­ar­rofs í stakstein­um Morg­un­blaðs­ins í dag.

Ritstjóri Morgunblaðsins varar við því að „konan sem gengur með barnið hafi sjálfdæmi“

Meirihluti velferðarnefndar Alþingis fær harða útreið í staksteinum Morgunblaðsins í dag vegna stuðnings nefndarmanna við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof.

Staksteinahöfundur, sem af stílbragðinu má ráða að sé Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra, segir málið til marks um að fá þingmál ef nokkur séu „svo vafasöm eða fráleit að þau komist ekki í gegnum Alþingi ef vinstrimenn setja þau í faglegan búning og vefja í orðskrúð og aukaatriði“.

Kjarni málsins sé þá fljótur að týnast og „jafnvel þingmenn sem alla jafna ættu að geta séð hversu varasamt mál er á ferðinni annaðhvort missa af því í orðagjálfrinu eða missa fótanna af ótta við árásir ofsamanna á interneti eða annars staðar“. 

Í frumvarpi heilbrigðisráðherra er lagt til að þungunarrof verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu. Þetta er í samræmi við tillögur fagfólks, svo sem Félags íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna. Meirihluti velferðarnefndar útskýrir afstöðu sína með eftirfarandi hætti:

„Að mati meiri hlutans eru rökin fyrir því að heimila þungunarrof fram til loka 22. viku tvíþætt. Annars vegar geti ýmis alvarleg frávik komið í ljós við 20 vikna fósturskimun sem ekki sé hægt að greina á fyrri stigum þungunar. Hins vegar hafi konur sem búi við erfiðar félagslegar aðstæður ekki alltaf möguleika á því að átta sig á því að þær séu þungaðar fyrr en seint á meðgöngu. Því hafi þær konur takmarkaða möguleika á að leita hjálpar til að rjúfa þungun sína vegna félagslegra aðstæðna. (...) Þá bendir meiri hlutinn á að með því að takmarka heimild til þungunarrofs við lok 18. viku væri aðgengi kvenna að þungunarrofi takmarkað meira en gert er í gildandi lögum. Slík breyting eigi sér því ekki stoð í markmiði laganna um að auka sjálfsákvörðunarrétt kvenna.“

Staksteinahöfundur telur afstöðu nefndarmanna hneykslanlega. „Í fyrradag skilaði meirihluti velferðarnefndar (!) frá sér nefndaráliti um frumvarp heilbrigðisráðherra um fóstureyðingar, sem heita reyndar þungunarrof í frumvarpinu. Í stað þess að senda frumvarpið aftur inn í ráðuneytið kvittar meirihlutinn upp á allt sem þar er, fyrir utan orðalag á nokkrum stöðum til að reyna að réttlæta þinglega tilveru sína,“ segir í Morgunblaðinu.

„Í frumvarpinu er þannig ennþá gert ráð fyrir að leyfðar verði fóstureyðingar til 22. viku meðgöngu og að konan sem gengur með barnið hafi sjálfdæmi þar um en læknisfræðin ekki.“ Þá vitnar höfundur í þingræðu Ingu Sæland um málið sem telur efni frumvarpsins „siðferðilega rangt“ og að það hafi stungið hana í hjartað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár