Árið 2016 setti Sigurður Ingi Jóhannsson, þá forsætisráðherra, reglur nr. 320/2016 um skráningu samskipta í Stjórnarráði Íslands. Reglurnar, sem gilda fyrir öll ráðuneyti, eru settar á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands þar sem kveðið er á um að færa skuli skrá um formleg samskipti og fundi, sem og óformleg samskipti ef þau teljast mikilvæg milli ráðuneyta Stjórnarráðsins sem og við aðila utan þess.
Fundur um skipan sendiherra
Á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 16. janúar sl. var Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra spurður um skráningu upplýsinga vegna fundar sem hann og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, áttu með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins og Gunnari Braga Sveinssyni, þingflokksformanni sama flokks, um áhuga þess síðastnefnda á sendiherrastöðu. Guðlaugur Þór brást illa við spurningunni og má draga af því þá ályktun að upplýsingar hafi ekki verið skráðar um fundinn í málaskrá ráðuneytisins eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Af …
Athugasemdir