Klaustursmálið: „Óþekkta konan“ stígur fram og sýnir grunsamlega smáhlutinn

Þing­menn Mið­flokks­ins og lög­mað­ur þeirra hafa klór­að sér í koll­in­um yf­ir því að „óþekkt kona“ skyldi ganga fram hjá Klaustri, líta inn og eiga orða­skipti við Báru Hall­dórs­dótt­ur þann 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Stund­in ræddi við kon­una.

Klaustursmálið: „Óþekkta konan“ stígur fram og sýnir grunsamlega smáhlutinn

Þingmenn Miðflokksins og lögmaður þeirra hafa klórað sér í kollinum yfir því að „óþekkt kona“ skyldi ganga fram hjá Klaustri, líta inn og eiga orðaskipti við Báru Halldórsdóttur þann 20. nóvember síðastliðinn. 

Í nýlegri ákvörðun Persónuverndar, þar sem kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun vegna Klaustursmálsins var hafnað, er atburðum sem sjást í myndefni úr öryggismyndavélum lýst með ítarlegum hætti:

Hver er þessi óþekkta kona og hvað var hún með?

„Þetta var ég, það passar,“ segir Ragnheiður Erla Björnsdóttir, tónlistarkona og vinkona Báru sem var stödd á æfingu Rauða skáldahússins þetta kvöld – æfingunni sem Bára ákvað að skrópa á þegar hún varð vitni að frægum orðaskiptum þingmannanna og ílengdist á Klaustri.

Ragnheiður Erla BjörnsdóttirTónlistarkona og vinkona Báru.

Stundin hafði samband við Ragnheiði sem er stödd á Sri Lanka þar sem hún vinnur sem sjálfboðaliði með börnum.

Ragnheiður segist hafa gengið fram hjá Klaustri snemma kvölds þann 20. nóvember, séð Sigmund Davíð og hans fólk inn um gluggann og Báru sitjandi skammt frá. „Mér fannst þetta dálítið fyndið og þegar ég kom í Iðnó sagði ég vinum mínum að ég hefði séð Báru og Sigmund Davíð í sama herbergi.“

Eftir æfinguna gekk hún aftur fram hjá Klaustri og sá að þar sat Bára enn á fleti fyrir. „Þingmennirnir voru þarna líka ennþá og það var augljóst af líkamstjáningu þeirra að þau höfðu fengið sér talsvert að drekka. Ég leit aðeins inn, heilsaði upp á Báru og knúsaði hana. Hún sagðist vera upptekin svo ég fór út.“

Aðspurð hvernig stemningin hafi verið inni á barnum segir Ragnheiður að þingmennirnir hafi látið mikið fyrir sér fara. „Þeir hlógu hátt og það voru mikil læti í þeim og fylleríshljóð.“

„Þeir hlógu hátt og það
voru mikil læti í þeim“

En hver er þessi grunsamlegi smáhlutur sem þingmennirnir og lögmaður þeirra minnast á í bréfi sínu til Persónuverndar?

Smáhluturinn

„Ég var með lítinn hlut meðferðis, litla skopparakringlu,“ segir Ragnheiður. „Ég er oft með hana og ég man að ég var með hana þarna. Þetta er sem sagt hlutur sem ég fékk í gjöf frá fólkinu mínu úti í Austurríki. Ég er mikið í Austurríki og vinn þar. Þau gáfu mér þetta og sögðu að lífið snérist hring eftir hring en ég ætti alltaf samastað hjá þeim.“

Þingmennirnir standa í þeirri trú að „óþekkta konan“ hafi einnig verið með „ljósan mun“ meðferðis, „mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu“.

Ragnheiður á ekki spjaldtölvu og segist ekki muna eftir því að hafa verið með tölvuna sína meðferðis. „Hinn hluturinn gæti hins vegar verið ljóðabókin mín, það er líklegast,“ segir hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár