Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálfstæðismaðurinn sem þreif í hælisleitendur: „Mér urðu á mistök“

Þor­vald­ur Sig­mars­son, fyrr­ver­andi varð­stjóri og stjórn­ar­mað­ur í Sjálf­stæð­is­fé­lagi Kópa­vogs, seg­ir skort á enskukunn­áttu hafa vald­ið því að hann sagði hæl­is­leit­end­um að hann væri lög­reglu­mað­ur. Ár­mann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, hafði kynnt hann sem slík­an.

Sjálfstæðismaðurinn sem þreif í hælisleitendur: „Mér urðu á mistök“

Fyrrverandi lögreglumaður og stjórnarmaður í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi segir það hafa verið mistök hjá sér að kynna sig sem lögreglumann þegar hann hótaði að fjarlægja hælisleitendur af fundi hverfisfélaga Sjálfstæðisflokksins með valdi.

„Það var mikill æsingur á fundinum,“ segir Þorvaldur Sigmarsson, fyrrverandi varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stundina. „Ég ætlaði ekki að beita þessa menn neinu harðræði eða lögregluvaldi.“

Tveir hælisleitendur höfðu staðið upp og beint spurningum, ótengdum viðfangsefni fundarins, þriðja orkupakkanum, að ráðherrum sem viðstaddir voru, þeim Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og fundarstjóri, kynnti þá Þorvald og annan mann sem lögreglumenn, þegar þeir nálguðust hælisleitendurna. „Við ætlum ekki að hringja í lögregluna því þessir tveir herramenn hérna eru lögreglan,“ sagði Ármann á ensku. „Svo við munum bara nota þá.“

Þorvaldur gekk þá að mönnunum og sagði þeim á ensku að sitja kyrrir og hafa hljóð. „Ef ekki, þá tökum við ykkur út. Við tökum ykkur út. Við erum lögreglan. Þú getur talað við mig, ég er lögreglumaður.“

Síðar greip Þorvaldur, merktur Sjálfstæðisflokknum, í sitjandi erlendan mann sem hafði ekki tekið til máls og reyndi að reka hann út. Þá þreif hann í hælisleitandann sem staðið hafði upp og talað yfir salinn og skipaði honum að fara út.

„Mér urðu á mistök þegar ég sagði þetta,“ segir Þorvaldur. „Þetta kom öfugt út úr mér. Ég leiðrétti þetta við þessa menn á eftir. Ég ætlaði að segja „I was a policeman“. Ég er enginn sérfræðingur í ensku.“

Þorvaldur er varamaður í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi. „Við vorum bara að reyna að fá þá til þess að setjast niður og koma ró á fundinn. Ég tók í þennan sem stóð uppi til að reyna að ná athygli hans. Ég ætlaði ekki að fara að slást við hann eða henda honum út eða neitt þannig. Þessir sem sátu þarna höfðu sig ekkert í frammi. Það var við annan þeirra sem ég átti þessi orð sem hefðu betur ekki verið sögð.“

„Setningin kom öfugt út úr mér
og það er misskilningurinn“

Aðspurður segir Þorvaldur að hann hefði ekki kynnt sig með sama hætti gagnvart íslenskumælandi mótmælanda. „Þetta eru bara mistök af minni hálfu í framsetningu á ensku,“ segir hann. „Ármann hafði talað um að við værum lögreglumenn og því er beint til mín frá þessum aðila hvort ég væri lögreglumaður eða ekki og ég sagði honum það. Ég hefði ekki gert það við Íslending.“

Þorvaldur segist hafa rætt við manninn sem hann þreif í eftir fundinn og þeir hafi tekist í hendur. „Ég er ekki neinn útlendingahatari eða hælisleitendahatari, langt því frá,“ segir Þorvaldur. „Setningin kom öfugt út úr mér og það er misskilningurinn.“

Bæjarstjóri viðurkennir „klaufaskap“

Ármann Kr. Ólafsson

Eins og áður segir var það Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sem fyrst kynnti mennina tvo sem lögreglumenn. Í viðtali við Hringbraut sagði Ármann að það hafi verið klaufaskapur af sér. „Ég tók bara svona til orða að þeir væru lögreglan, þetta var bara sagt í hita leiksins,“ sagði Ármann. „Þetta kom mér allt í opna skjöldu. Ég vissi ekkert hvaða fólk þetta var.“

Ármann sagðist hafa verið brugðið þegar menn ætluðu að láta fundinn snúast um annað en þriðja orkupakkann. „Það sem ég átti bara við var að þeir voru komnir á aldur og voru í lögreglunni.“

Aðspurður sagðist hann ekki hafa þekkt hvort mennirnir væru starfandi lögreglumenn. „Nú þekki ég það ekki. Hvort þeir leysi af eða eitthvað svoleiðis. Ég bara gleymdi að segja fyrrverandi. Ég hefði átt að segja að þeir væru fyrrverandi lögreglumenn, það var bara klaufaskapur.“ 

Atvikið var til umræðu í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra sagði í þættinum að auðvitað gæti enginn tekið sér lögregluvald. „Þarna komu upp að­stæður sem komu öllum í opna skjöldu,“ sagði hún. „Við vorum búin að eiga góðan fund og það þurfti ein­hvern veginn að halda stjórn á fundinum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár