Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ummæli skrifstofustjóra Alþingis vekja hörð viðbrögð: „Þetta er niðurlægjandi og ógeðslegt“

Hild­ur Lilliendahl gagn­rýn­ir orð skrif­stofu­stjóra Al­þing­is, Helga Bernód­us­son, sem sagði að mál­þóf ætti ekk­ert skylt við mál­frelsi, frek­ar en nauðg­un við kyn­frelsi. Helgi var á með­al ræðu­manna á há­tíð Jóns Sig­urðs­son­ar í Jóns­húsi í Kaup­manna­höfn í gær, þar sem fjór­ir karl­ar tóku til máls, karla­kór steig á svið en eng­ar kon­ur komu fram.

Ummæli skrifstofustjóra Alþingis vekja hörð viðbrögð: „Þetta er niðurlægjandi og ógeðslegt“
„Halló Helgi. 1970 var að hringja.“ Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir telja Helga Bernódusson, skrifstofustjóra Alþingis, hafa talað um nauðganir af léttuð í ræðu sinni.

„Málþóf á ekkert skylt við málfrelsi, ekki frekar en nauðgun við kynfrelsi,“ sagði Helgi Bernóduson, skrifstofustjóri Alþingis, í ræðu sem hann hélt á hátíð Jóns Sigurðssonar sem haldin var í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær. 

Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð, en Hildur Lilliendahl sagði þau til marks um skilningsleysi á reynsluheimi kvenna.

Þá hefur einnig verið gagnrýnt að engin kona var á meðal ræðumanna. Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, vakti athygli á því hver karllæg dagskrá hátíðarinnar væri og sagði: „Þetta er frekar leiðinlegt trend hjá forseta og skrifstofu forseta, sem ítrekað verða uppvís af því að hafa konur ekki með í sinni dagskrá.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, svaraði því til að það væri hrein tilviljun. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Í ræðu Helga talaði hann um málþóf í þingsölum Alþingis sem draug bæri að kveða niður með því að „rota hann í einu höggi“. Helgi segist hafa þurft áratugum saman að sitja yfir þeim draugagangi sem málþófið er. Hann telur málþóf vera yfirgang sem er „niðurlægjandi fyrir þingmenn og hina virðulegu stofnun, tilraun til að lama þingið, óbærilegur“. 

Ummælin hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum en Hildur Lilliendahl ritar um þau færslu á facebook:

„Þetta er niðurlægjandi og ógeðslegt“

„Helgi Bernódusson var einn af körlunum sem þarna komu fram. Og honum þótti við hæfi, í miðju þessu pulsupartíi, að láta þessi orð falla í ræðu sinni: „Málþóf á ekkert skylt við málfrelsi, ekki frekar en nauðgun við kynfrelsi.“

Mig langar ekki að samfélaginu mínu sé stýrt af körlum sem hafa nægilega takmarkaðan skilning á reynsluheimi kvenna til þess að þeir finni sig í því að líkja nauðgunum við málþóf. Þetta er niðurlægjandi og ógeðslegt.“

Sóley Tómasdóttir deildi einnig fréttum af ræðunni á Twitter þar sem hún telur Helga tala um nauðganir af léttúð:

„Halló Helgi. 1970 var að hringja og vill fá orðræðuna sína til baka. Þá þótti nefnilega í lagi að tala um nauðganir af léttúð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár