Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dómarar hétu því að vera stjórnvöldum trúir og hlýðnir

Um ára­tuga­skeið und­ir­rit­uðu ný­skip­að­ir dóm­ar­ar dreng­skap­ar­heit þar sem þeir skuld­bundu sig skrif­lega til að hlýða stjórn­völd­um, hand­höf­um fram­kvæmd­ar­valds­ins. Um leið voru þeim tryggð­ar há­ar tekj­ur á þeim for­send­um að þeir yrðu að vera sjálf­stæð­ir og óháð­ir.

Dómarar hétu því að vera stjórnvöldum trúir og hlýðnir
Óháðir valdhöfum „Almenningur verður að geta treyst því að dómarar sjái sér engan hag í því að þurfa að þóknast valdhöfum í dómsstörfum sínum,“ segir í erindi sem Dómarafélag Íslands sendi Alþingi í fyrra vegna lagabreytinga um launaákvarðanir. Mynd: Davíð Þór

Héraðsdómarar á Íslandi voru látnir undirrita drengskaparheit allt til ársins 2010 þar sem þeir hétu því að vera stjórnvöldum landsins trúir og hlýðnir. 17 dómarar sem nú starfa við héraðsdómstólana hafa svarið slíkan eið og telur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra óþarft að leysa þá undan honum.

Þrígreining ríkisvalds, sjálfstæði dómstóla og eftirlitshlutverk þeirra gagnvart öðrum valdþáttum er á meðal grundvallarreglna íslenskrar stjórnskipunar. Dómarar skera úr um hvort athafnir stjórnvalda samrýmist lögum og hvort lög sem Alþingi setur standist stjórnarskrá. Þá dæma þeir í refsimálum sem framkvæmdarvaldið höfðar á hendur sakborningum. Hin sérstaka staða dómara innan stjórnkerfisins hefur verið talin kalla á að þeir njóti hárra tekna, eða eins og kjararáð orðaði það í launaákvörðun árið 2015, „að kjör dómara verði ávallt meðal hinna bestu sem ríkisvaldið getur veitt“.  

Þrátt fyrir þetta liggur nú fyrir að allt til ársins 2010 voru nýskipaðir héraðsdómarar látnir undirrita drengskaparheit þar sem þeir skuldbundu sig skriflega til að hlýða stjórnvöldum, handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata. 

Hollustuskylda hæstaréttardómara afnumin fyrr

Orðrétt hljóðaði drengskaparheitið svo: „Ég undirrituð/undirritaður, sem skipuð/skipaður hefur verið héraðsdómari, heiti því að vera stjórnvöldum landsins trú/r og hlýðin/n, halda stjórnskipunarlög ríkisins og gegna af árvekni og samviskusemi skyldum þeim, er starf mitt og skipunarbréf leggja mér á herðar.“ 

Hæstaréttardómarar undirrituðu sams konar eið til ársins 1994, en þá var hollustuskyldan gagnvart stjórnvöldum felld brott. Í dag eru drengskaparheit héraðsdómara, hæstaréttardómara og landsréttardómara samhljóða og kveða einungis á um að þeir fylgi stjórnarskrá og gegni skyldum sínum af árvekni og samviskusemi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár