Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lilja Alfreðsdóttir langvinsælasti ráðherrann

66 pró­sent að­spurðra voru óánægð­ir með störf Sig­ríð­ar And­er­sen, sem vék sem dóms­mála­ráð­herra eft­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Lilja Alfreðsdóttir langvinsælasti ráðherrann

Tæp 68 prósent aðspurðra eru ánægðir með frammistöðu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Aðeins 10 prósent segjast óánægðir með hana.

Enginn annar ráðherra nýtur viðlíka vinsælda, en næst á eftir Lilju kemur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra dómsmála, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar. Segjast 43 prósent ánægð með störf hennar.

Fleiri segjast ánægð en óánægð með störf fimm ráðherra, þeirra Lilju og Þórdísar, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Sigríður Andersen er óvinsælasti ráðherrann samkvæmt könnuninni, sem var tekin skömmu eftir að hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Tæp 14 prósent sögðust ánægð með frammistöðu hennar, en tæp 66 prósent óánægð.

Þá er meira en helmingur aðspurðra óánægður með frammistöðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, en aðeins fjórðungur ánægður.

„Kynjamunur er á viðhorfi til fjögurra ráðherra,“ segir í kynningu Maskínu. „Karlar eru ánægðari með frammistöðu Bjarna Benediktssonar en konur en konur eru ánægðari með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Guðmundar Inga Guðbrandssonar.“

Þá er almennt meiri ánægja með störf ráðherra nú en í lok árs 2018. „Háskólamenntaðir eru ánægðari en aðrir með störf Katrínar Jakobsdóttur, Lilju Daggar Alfreðsdóttur og Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Jafnframt eru háskólamenntaðir óánægðari en aðrir með störf Sigríðar Á. Andersen.“

Svarendur voru 848 talsins og fór könnunin fram á netinu dagana 15. til 27. mars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár