Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lilja Alfreðsdóttir langvinsælasti ráðherrann

66 pró­sent að­spurðra voru óánægð­ir með störf Sig­ríð­ar And­er­sen, sem vék sem dóms­mála­ráð­herra eft­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Lilja Alfreðsdóttir langvinsælasti ráðherrann

Tæp 68 prósent aðspurðra eru ánægðir með frammistöðu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Aðeins 10 prósent segjast óánægðir með hana.

Enginn annar ráðherra nýtur viðlíka vinsælda, en næst á eftir Lilju kemur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra dómsmála, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar. Segjast 43 prósent ánægð með störf hennar.

Fleiri segjast ánægð en óánægð með störf fimm ráðherra, þeirra Lilju og Þórdísar, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Sigríður Andersen er óvinsælasti ráðherrann samkvæmt könnuninni, sem var tekin skömmu eftir að hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Tæp 14 prósent sögðust ánægð með frammistöðu hennar, en tæp 66 prósent óánægð.

Þá er meira en helmingur aðspurðra óánægður með frammistöðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, en aðeins fjórðungur ánægður.

„Kynjamunur er á viðhorfi til fjögurra ráðherra,“ segir í kynningu Maskínu. „Karlar eru ánægðari með frammistöðu Bjarna Benediktssonar en konur en konur eru ánægðari með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Guðmundar Inga Guðbrandssonar.“

Þá er almennt meiri ánægja með störf ráðherra nú en í lok árs 2018. „Háskólamenntaðir eru ánægðari en aðrir með störf Katrínar Jakobsdóttur, Lilju Daggar Alfreðsdóttur og Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Jafnframt eru háskólamenntaðir óánægðari en aðrir með störf Sigríðar Á. Andersen.“

Svarendur voru 848 talsins og fór könnunin fram á netinu dagana 15. til 27. mars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár