Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lilja Alfreðsdóttir langvinsælasti ráðherrann

66 pró­sent að­spurðra voru óánægð­ir með störf Sig­ríð­ar And­er­sen, sem vék sem dóms­mála­ráð­herra eft­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Lilja Alfreðsdóttir langvinsælasti ráðherrann

Tæp 68 prósent aðspurðra eru ánægðir með frammistöðu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Aðeins 10 prósent segjast óánægðir með hana.

Enginn annar ráðherra nýtur viðlíka vinsælda, en næst á eftir Lilju kemur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra dómsmála, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar. Segjast 43 prósent ánægð með störf hennar.

Fleiri segjast ánægð en óánægð með störf fimm ráðherra, þeirra Lilju og Þórdísar, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Sigríður Andersen er óvinsælasti ráðherrann samkvæmt könnuninni, sem var tekin skömmu eftir að hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Tæp 14 prósent sögðust ánægð með frammistöðu hennar, en tæp 66 prósent óánægð.

Þá er meira en helmingur aðspurðra óánægður með frammistöðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, en aðeins fjórðungur ánægður.

„Kynjamunur er á viðhorfi til fjögurra ráðherra,“ segir í kynningu Maskínu. „Karlar eru ánægðari með frammistöðu Bjarna Benediktssonar en konur en konur eru ánægðari með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Guðmundar Inga Guðbrandssonar.“

Þá er almennt meiri ánægja með störf ráðherra nú en í lok árs 2018. „Háskólamenntaðir eru ánægðari en aðrir með störf Katrínar Jakobsdóttur, Lilju Daggar Alfreðsdóttur og Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Jafnframt eru háskólamenntaðir óánægðari en aðrir með störf Sigríðar Á. Andersen.“

Svarendur voru 848 talsins og fór könnunin fram á netinu dagana 15. til 27. mars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár