Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

Mál­flutn­ing­ur Sig­mars Vil­hjálms­son­ar at­hafna­manns er lýs­andi fyr­ir þær áhyggj­ur sem fjöldi fólks hef­ur af þriðja orkupakk­an­um. En full­yrð­ing­arn­ar stand­ast ekki skoð­un þeg­ar rýnt er í frum­heim­ild­ir, gerð­irn­ar sem þriðji orkupakk­inn sam­an­stend­ur af og þing­mál­in sem lögð hafa ver­ið fram vegna inn­leið­ing­ar hans á Ís­landi.

Sigmar misskilur þriðja orkupakkann í grundvallaratriðum

Málflutningur Sigmars Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra um þriðja orkupakkann hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga. 

Svo virðist sem hugmyndir Sigmars um orkupakkann endurspegli vel þær áhyggjur sem fjöldi fólks hefur af málinu. Því er ekki úr vegi að rýna í sannleiksgildi helstu fullyrðinganna sem hann hefur sett fram, annars vegar í færslum á Facebook og hins vegar í myndbandi frá samtökunum Orkan okkar.

Í umfjölluninni hér á eftir er stuðst við frumtexta þeirra gerða sem tilheyra þriðja orkupakkanum en jafnframt við þingmálin og fylgiskjöl þeirra sem lögð hafa verið fram vegna innleiðingar reglnanna á Íslandi.

Upplýsingarnar eru aðgengilegar hverjum sem er á vef EFTA og Alþingis.

„Ég er alfarið á móti því að við sem búum hérna á Íslandi séum að eftirláta yfirráð yfir okkar orkuauðlindum út fyrir landsteinana.“

Þetta segir Sigmar í myndbandi fyrir samtökin Orkan okkar þar sem hann svarar spurningunni Af hverju nei við orkupakka 3? og verður að skoða fullyrðinguna í því samhengi. Raunin er sú að reglur þriðja orkupakkans, og samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar um aðlögun hans að samningnum, varða ekki með neinum hætti eignarrétt yfir orkuauðlindum á Íslandi. Þá felur hann ekki í sér neinar grundvallarbreytingar á því regluverki sem gildir nú þegar um viðskipti með raforku á Íslandi, svo sem meginreglum EES-samningsins. Eins og Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður bendir á í álitsgerð sinni um þriðja orkupakkann felast í þeim reglum ákveðnar takmarkanir á ráðstöfunarrétti og svigrúmi íslenskra stjórnvalda í raforkumálum sem gilda óháð því hvort þriðji orkupakkinn taki gildi.

„Orkupakki 3 er síðan rúsínan í pylsuendanum til að tryggja að erlendir fjárfestar geti eignast þau fyrirtæki sem eiga þessar auðlindir.“

Hvergi í gerðum þriðja orkupakkans er að finna neinar breytingar að því er varðar möguleika erlendra fjárfesta til að eignast „fyrirtæki sem eiga þessar auðlindir“.

Íslendingar eru nú þegar bundnir af meginreglum EES-samningsins um frjálst flæði vöru og fjármagns, bann við mismunun á grundvelli ríkisfangs, samkeppni, neytendavernd, skorður við ríkisaðstoð og bann við magntakmörkunum á innflutningi og útflutningi.

Þær auknu valdheimildir sem Eftirlitsstofnun EFTA fær gagnvart eftirlitsyfirvöldum EFTA-ríkjanna vegna þriðja orkupakkans lúta ekki að eignarhaldi á raforkufyrirtækjum og í gerðum þriðja orkupakkans er ekki að finna ákvæði sem koma í veg fyrir að EFTA-ríki geti rekið kerfi sem byggi á því að orkuauðlindir séu í þjóðareigu. 

„Það er gríðarlegur munur á því að vera í EES og innleiða reglugerðir eða að færa eftirlitsvald, framkvæmdavald og dómsvald í orkumálum til ACER (úr landi)! Því það er nákvæmlega það sem er í uppsiglingu.“

„Til að toppa það þá mun þessi samningur tryggja að ACER hafi allan lagalegan rétt til að fara með löggjafarvald og dómsvald í þessum málaflokki.“ 

EES-samningurinn felur nú þegar í sér verulegt framsal valds til útlanda. Engin ákvæði í gerðum þriðja orkupakkans veita ACER, hinni samevrópsku Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, vald til að gefa íslenskum stjórnvöldum bindandi tilmæli.

Þær valdheimildir sem Eftirlitsstofnun EFTA, ekki ACER, fær gagnvart EFTA-ríkjum vegna þriðja orkupakkans lúta einkum að málum er varða grunnvirki yfir landamæri og hafa því ekki raunhæfa þýðingu fyrir orkugeirann á Íslandi meðan enginn sæstrengur hefur verið lagður.

Á vef samtakanna Orkan okkar er því haldið fram að með innleiðingu þriðja orkupakkans muni Íslendingar glata ákvörðunarvaldinu um lagningu sæstrengs til Íslands. Hvorki íslensk stjórnvöld eða Alþingi munu geta staðið gegn slíkri framkvæmd,“ segir á vefnum. Ekkert í ákvæðum þeirra gerða sem tilheyra þriðja orkupakkanum rennir stoðum undir þetta eins og hver sem er getur staðreynt með því að lesa gerðirnar. Um þetta eru allir lögfræðingar sem skilað hafa álitsgerðum um málið sammála. „Áréttað skal að þriðji orkupakkinn leggur enga skyldu á aðildarríki um að koma á fót raforkutengingu/grunnvirkjum yfir landamæri,“ segja t.d. Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst í álitsgerð sinni.

„Samhliða því er það skýr krafa frá Orkustofnun ESB að einkavæða (markaðsvæða) öll orkufyrirtæki landanna.“

„Hvað með þá staðreynd að við erum að markaðsvæða einu helstu auðlind þjóðarinnar, græna orku?!“

„Enda er verið að fara enn lengra í að einkavæða orkufyrirtækin í landinu.“

Í gerðum þriðja orkupakkans er ekki að finna neina kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækja. Slíkar kvaðir væru enda á skjön við 125. gr. EES-samningsins sem hljóðar svo: „Samningur þessi hefur engin áhrif á reglur samningsaðila um skipan eignarréttar.“ Hefur EFTA-dómstóllinn túlkað ákvæðið á þann veg að aðildarríkin sjálf megi ákveða hvort vatnsréttindi og aðrar eignir tengdar raforkuframleiðslu skuli vera í opinberri eigu eða í eigu einkaaðila. Slík markmið séu lögmæt svo lengi sem ekki sé brotið gegn öðrum meginreglum EES-samningsins þegar slíkri eignarréttarskipan sé komið á. Þetta eru meginreglur sem Íslendingar hafa þegar skuldbundið sig til að fylgja og gilda óháð þriðja orkupakkanum. Raforkumarkaðurinn á Íslandi hefur þannig nú þegar verið markaðsvæddur að verulegu leyti vegna EES-samningsins, fyrri orkupakka Evrópusambandsins og breytinga sem gerðar voru á raforkulögum árið 2003. Innleiðing þriðja orkupakkans í íslenskan rétt felur ekki í sér neina eðlisbreytingu á þessu. Hinar nýju valdheimildir Eftirlitsstofnunar EFTA lúta einkum að sæstrengsmálum og hafa því ekki raunhæfa þýðingu á Íslandi né eru til þess fallnar að þrýsta á um aukna einkavæðingu og markaðsvæðingu hérlendis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár