Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Það er eitthvað bogið við Maríu, óséð verk og fjölskyldusirkús

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 23. apríl–9. maí.

Það er eitthvað bogið við Maríu, óséð verk og fjölskyldusirkús

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu þrjár vikurnar.

ÍRiiS, IDK IDA, MSEA

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 24. apríl kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Á þessum tilfinningaþrungna miðvikudegi flytja þrjár kynngimagnaðar raftónlistarkonur tóna sína. ÍriiS spilar taktfasta raftónlist sem er undir áhrifum darkwave-stefnunnar. IDK IDA er dönsk tónlistarkona sem hefur lengi verið virk í íslenskri jaðarsenu, en í flutningi hennar takast á hið vélræna og lífræna. MSEA er kanadískur listamaður sem hefur skapað flókinn hugarheim þar sem fegurð og óþægindi tengjast órjúfanlegum böndum.

Crescendo

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 27. apríl kl. 20.30
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Í þessu nýja dansverki sækir danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir í sögu líkamlegrar vinnu kvenna og sérstaklega til endurtekinna hreyfinga og söngva, með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir nána kvenlæga samveru, samhug og samruna. Þrír líkamar flytja sólóverk í sameiningu, samofin í flæði síbreytilegra hreyfinga, söngva og hlustunar. Sýningin fékk sex tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2018, meðal annars fyrir danshöfund og dansara ársins.

Allt fínt

Hvar? Nýlistasafnið
Hvenær? Til 28. apríl
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Í málverkum Örnu Óttarsdóttur vekja mjúkir og mildir bleikir litir fram áþreifanleg hughrif. Áferðir minna á blíða snertingu, hráleika og óorðaða innri tilfinningarheima. Arna hefur undanfarin ár helgað sig vefnaði og myndmálið sækir hún í hversdagsleikann, skissubækur sínar, og helgast valið ekki af fágaðri útfærslu frummyndarinnar, heldur frekar möguleika þess til frekari tilrauna og úrvinnslu.

There's Something About Mary – Föstudagspartísýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 3. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Árið 1998 voru Cameron Diaz og Ben Stiller í toppformi, en þau klifu efst á alla vinsældalista og urðu á vörum allra, þökk sé eftirminnilegu rómantísku gamanmyndinni There’s Something About Mary. Eftir misheppnað stefnumót í menntaskóla hittast persónur Diaz og Stillers að nýju þrettán árum seinna, þökk sé einkaspæjara sem endar á því að falla sjálfur kylliflatur fyrir Mary.

Þetta hefur aldrei sést áður

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 4.–12. maí
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Listasafn Reykjavíkur hefur allt frá árinu 2003 hýst útskriftarsýningu hundruða nemenda á BA-stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Verkin endurspegla nám, rannsóknir og listsköpun nemendanna síðustu þrjú ár. Á sýningunni getur að líta myndlist, grafíska hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. 

Í ljósum loga

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 5. maí kl. 15.00 & 17.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Glitrandi akróbatík, sjálflýsandi loftfimleikar, skínandi djöggl og myrkfælnir trúðar munu sjást í Tjarnarbíói. Sýningin Í ljósum loga er vorsýning Æskusirkusins 2019, en viðfangsefni hennar er samspil ljóss, myrkurs og sirkus. Sýningin er sköpuð af framhaldsdeild Æskusirkusins undir leiðsögn kennara. Í ljósum loga er fjórða sjálfstæða sýning Æskusirkusins, en sirkuskrakkarnir hafa undanfarin ár komið fram á Barnamenningarhátíð og menningarnótt.

Einkasýning Janice Kerbel 

Hvar? i8
Hvenær? til 25. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk úr sýningum Janice Kerbels, Brawl og Sink, eru til sýnis í i8. Fyrrnefnda sýningin samanstendur af gríðarstórum silkiþrykkum þar sem koma fyrir sagnorð og nafnorð í ólíkum leturgerðum sem eru lögð niður og jafnvel sáldrað um portrettlaga örkina. Í þeirri síðarnefndu nálgast Kerbel lögun og áferð pappírsarkarinnar líkt og um ferhyrnda sundlaug væri um að ræða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár