Rétt fyrir kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins sem fóru í loftið kl. 19.00 þann 1. ágúst 2009 gengu lögreglumenn fylktu liði inn í Sjónvarpshúsið í Efstaleiti og tilkynntu fréttastjóra að honum væri ekki heimilt að flytja fréttir af lánabók Kaupþings sem áttu að vera uppistaðan í fréttatímanum. Lögbann hafði verið sett á fréttaflutninginn að beiðni Kaupþings í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að flett væri ofan af lánveitingum sem áttu eftir að leiða af sér ákærur frá sérstökum saksóknara nokkru síðar. Alls hlutu 11 stjórnendur og starfsmenn Kaupþings samtals 35 ára fangelsisdóma fyrir brot sem tengdust starfsemi bankans.
Boga Ágústssyni var greinilega ekki skemmt þegar hann settist niður til að lesa fréttir kvöldsins og tilkynnti landsmönnum að lögreglan hefði stöðvað fréttaflutning af þessu stóra máli í bankahruninu. Hann las hins vegar ítrekað upp vefslóðina www.wikileaks.org og slóðin birtist á skjánum. Fæstir höfðu þá heyrt af þeirri síðu en þar mátti finna …
Athugasemdir