Á Íslandi er margt ágætlega gert: Við búum við góð lífskjör í alþjóðlegu samhengi, lágt hlutfall fólks býr við skort, aðgengi að heilbrigðisþjónustu er almennt gott, atvinnuþátttaka er mikil og félagslegur hreyfanleiki er mikill í okkar samfélagi. Maður finnur muninn, sérstaklega þegar maður hefur eytt miklum tíma í samfélögum þar sem þessi atriði eru í ólagi – ég átta mig á þessu í hvert skipti sem ég ferðast til Englands, en ég bjó þar í rúmt ár og hef heimsótt landið alloft á undanförnum misserum. Í Bretlandi er mun meiri misskipting en á Íslandi, félagslegur hreyfanleiki minni og lífskjör sjáanlega lakari meðal almennra borgara. Þar í landi er harla lítil von á því að þetta breytist á næstunni.
En á Íslandi er samt ekki allt með felldu, þrátt fyrir upptalninguna að ofan. Þannig fer misskipting á Fróni vaxandi, og hefur raunar aukist undanfarna áratugi – Ísland var eitt jafnasta samfélag …
Athugasemdir