Framkvæmdastjóri félaga sem halda utan um fjölda landareigna á Norðausturlandi getur ekki staðfest hvort auðkýfingurinn James Ratcliffe hafi keypt þau af viðskiptafélögum sínum. Samstarfsmenn Ratcliffe tóku í febrúar við stjórnarsætum í félögunum.
„Þetta tengist eignaskiptum á hlutabréfum að einhverju leyti, já,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri félaganna og Veiðiklúbbsins Strengs. „Þetta eru félög sem tengjast jörðum fyrir austan. Ég get ekki staðfest eða hrakið þetta. Þetta eru svolítið mörg félög og ég hreinlega man ekki hvernig þessu var stillt upp.“
Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands og hefur hann ásamt viðskiptafélögum sínum keypt tugi jarða undanfarin ár í Vopnafirði og Þistilfirði, sem flestar eru við laxveiðiár. Samstarfsmenn Ratcliffe hjá efnarisanum Ineos, þeir William Bain Reid og Jonathan Frank Ginns, hafa haft milligöngu um mörg viðskiptanna. Jóhannes Kristinsson, áður kenndur við Fons og Iceland Express, hefur einnig verið aðsópsmikill á svæðinu og tengjast félög hans og Ratcliffes …
Athugasemdir