Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hugsan­legt að höfðað yrði samnings­brota­mál gegn Ís­landi vegna þriðja orku­pakkans

Lög­fræð­ing­arn­ir Stefán Már Stef­áns­son og Frið­rik Árni Frið­riks­son Hirst telja ekki úti­lok­að að ESA höfði samn­ings­brota­mál gegn Ís­landi vegna þriðja orkupakk­ans. Skúli Magnús­son laga­dós­ent seg­ir þó af­ar hæp­ið að EFTA-dóm­stóll­inn myndi fall­ast á rök­semd­ir um að EES-sam­ing­ur­inn skyldi Ís­lend­inga til að leyfa sæ­streng.

Hugsan­legt að höfðað yrði samnings­brota­mál gegn Ís­landi vegna þriðja orku­pakkans

Þrír lögfræðingar sem unnu álitsgerðir um stjórnskipuleg álitamál tengd þriðja orkupakkanum telja hugsanlegt að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA höfði samningsbrotamál gegn Íslandi og skuldbindingar Íslands vegna orkupakkans komi til kasta EFTA-dómstólsins í framtíðinni. 

Friðrik Árni Friðriksson Hirst

Einn þeirra, Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður, segir að þar kynni ESA að byggja á því að Íslendingum beri að inn­leiða þriðja orkupakk­ann að fullu í lands­lög. Að sama skapi geti komið til þess að ein­stak­ling­ar eða lögaðilar höfði skaðabóta­mál gegn ís­lenska rík­inu á þeim grundvelli að ís­lensk lands­lög tryggi þeim ekki þau réttindi sem þeir ættu að njóta sam­kvæmt EES-samn­ingn­um. Þetta er haft eftir honum í viðtali á Mbl.is í dag.

Í álitsgerð Friðriks Árna og Stefáns Más Stefánssonar prófessors lýsa þeir efasemdum um að það valdframsal sem felist í innleiðingu þriðja orkupakkans standist stjórnarskrá og leggja til tvær mögulegar lausnir; annaðhvort að Ísland fari fram á undanþágur frá reglugerðunum í heild eða að þriðji orkupakkinn verði innleiddur með lagalegum fyrirvara um að ákvæði um grunnvirki yfir landamæri öðlist ekki gildi, enda sé slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að fara hér á Íslandi. Kaus ríkisstjórnin að fara síðari leiðina, sem er þó ekki gallalaus að mati lögfræðinganna.

Aðspurður á Mbl.is hvort staða Íslands, með tilliti til stjórnarskrárinnar, veikist þegar stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna orkupakkans er aflétt segir Friðrik: „Vissu­lega erum við þá hugs­an­lega að gefa frá okk­ur þann mögu­leika að óska eft­ir und­anþágum á vett­vangi sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar. Ég held að það liggi í sjálfu sér í hlut­ar­ins eðli að ef vilji stæði til þess á síðari tíma­punkti þá eru þeir mögu­leik­ar af­skap­lega tak­markaðir þegar búið er að aflétta stjórn­skipu­lega fyr­ir­var­an­um og staðfesta þessa ákvörðun.“

Stefán Már Stefánsson

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hefur einnig tjáð sig um möguleikann á því að ESA höfði samningsbrotamál gegn Íslandi.

Hann telur þó að sameiginleg yfirlýsing Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Miguel Arias Cañete, orku- og loftslagsmálastjóra Evrópusambandsins um gildi þriðja orkupakkans gagnvart Íslandi dragi úr líkunum á því. 

„Það er náttúrlega ekki hægt að útiloka málsókn. En í ljósi þessarar yfirlýsingar myndi ég telja mjög ósennilegt að slík málsókn eigi sér stað. Þetta er ekki lagalega bindandi en þetta eru yfirlýsingar af því tagi sem að minnsta kosti binda þá sem gefa yfirlýsingarnar,“ sagði Stefán í viðtali við Útvarp Sögu á dögunum

Haft er eftir Stefáni í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að sú leið sem ríkisstjórnin leggi til varðandi upptöku og innleiðingu gerða þriðja orkupakkans sé „heimil samkvæmt stjórnarskrá enda er lagalegur fyrirvari um að þessi tilteknu ákvæði komi ekki til framkvæmda fyrr en lagagrundvöllurinn, þar með talið stjórnskipunarvandinn, hefur verið tekinn til endurskoðunar á Alþingi“. 

Skúli Magnússon, dósent við Lagadeild Háskóla íslands, vann einnig álitsgerð um stjórnskipuleg álitamál tengd þriðja orkupakkanum. Þar veltir hann upp þeirri spurningu hvort unnt sé að túlka almennar reglur EES-samningsins með þeim hætti að íslenska ríkinu beri skylda til að leyfa lagningu sæstrengs. Telur hann afar ólíklegt að fallist yrði á slíka túlkun á þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands. 

Skúli Magnússon

„Kemur þar helst til að ákvörðun um lagningu sæstrengs, sem meðal annars myndi liggja um landgrunn í landhelgi Íslands, er háð fjölmörgum atriðum sem eru á forræði aðildarríkjanna og falla utan gildissviðs EES-samningsins (og raunar einnig reglna sambandsréttar),“ skrifar hann. „Þannig er hvers kyns hagnýting landgrunnins háð fullveldisrétti íslenska ríkisins. Jafnvel mætti einnig færa að því rök að hér sé um að ræða nýtingu auðlinda hafsbotnsins sem eru eign íslenska ríkisins í einkaréttarlegum skilningi, sbr. lög nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, og að heimild til lagningar sæstrengs feli í sér afsal eða kvöð á landi eða landhelgi þannig að samþykki Alþingis þurfi að koma til samkvæmt 21. gr. stjórnarskrárinnar. Að mínu mati er því útilokað að sæstrengur til flutnings raforku yrði lagður án þess að Alþingi tæki afstöðu til málsins, annað hvort með setningu almennra reglna eða með lögum sem lytu að framkvæmdinni sjálfri.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár