Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hugsan­legt að höfðað yrði samnings­brota­mál gegn Ís­landi vegna þriðja orku­pakkans

Lög­fræð­ing­arn­ir Stefán Már Stef­áns­son og Frið­rik Árni Frið­riks­son Hirst telja ekki úti­lok­að að ESA höfði samn­ings­brota­mál gegn Ís­landi vegna þriðja orkupakk­ans. Skúli Magnús­son laga­dós­ent seg­ir þó af­ar hæp­ið að EFTA-dóm­stóll­inn myndi fall­ast á rök­semd­ir um að EES-sam­ing­ur­inn skyldi Ís­lend­inga til að leyfa sæ­streng.

Hugsan­legt að höfðað yrði samnings­brota­mál gegn Ís­landi vegna þriðja orku­pakkans

Þrír lögfræðingar sem unnu álitsgerðir um stjórnskipuleg álitamál tengd þriðja orkupakkanum telja hugsanlegt að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA höfði samningsbrotamál gegn Íslandi og skuldbindingar Íslands vegna orkupakkans komi til kasta EFTA-dómstólsins í framtíðinni. 

Friðrik Árni Friðriksson Hirst

Einn þeirra, Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður, segir að þar kynni ESA að byggja á því að Íslendingum beri að inn­leiða þriðja orkupakk­ann að fullu í lands­lög. Að sama skapi geti komið til þess að ein­stak­ling­ar eða lögaðilar höfði skaðabóta­mál gegn ís­lenska rík­inu á þeim grundvelli að ís­lensk lands­lög tryggi þeim ekki þau réttindi sem þeir ættu að njóta sam­kvæmt EES-samn­ingn­um. Þetta er haft eftir honum í viðtali á Mbl.is í dag.

Í álitsgerð Friðriks Árna og Stefáns Más Stefánssonar prófessors lýsa þeir efasemdum um að það valdframsal sem felist í innleiðingu þriðja orkupakkans standist stjórnarskrá og leggja til tvær mögulegar lausnir; annaðhvort að Ísland fari fram á undanþágur frá reglugerðunum í heild eða að þriðji orkupakkinn verði innleiddur með lagalegum fyrirvara um að ákvæði um grunnvirki yfir landamæri öðlist ekki gildi, enda sé slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að fara hér á Íslandi. Kaus ríkisstjórnin að fara síðari leiðina, sem er þó ekki gallalaus að mati lögfræðinganna.

Aðspurður á Mbl.is hvort staða Íslands, með tilliti til stjórnarskrárinnar, veikist þegar stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna orkupakkans er aflétt segir Friðrik: „Vissu­lega erum við þá hugs­an­lega að gefa frá okk­ur þann mögu­leika að óska eft­ir und­anþágum á vett­vangi sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar. Ég held að það liggi í sjálfu sér í hlut­ar­ins eðli að ef vilji stæði til þess á síðari tíma­punkti þá eru þeir mögu­leik­ar af­skap­lega tak­markaðir þegar búið er að aflétta stjórn­skipu­lega fyr­ir­var­an­um og staðfesta þessa ákvörðun.“

Stefán Már Stefánsson

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hefur einnig tjáð sig um möguleikann á því að ESA höfði samningsbrotamál gegn Íslandi.

Hann telur þó að sameiginleg yfirlýsing Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Miguel Arias Cañete, orku- og loftslagsmálastjóra Evrópusambandsins um gildi þriðja orkupakkans gagnvart Íslandi dragi úr líkunum á því. 

„Það er náttúrlega ekki hægt að útiloka málsókn. En í ljósi þessarar yfirlýsingar myndi ég telja mjög ósennilegt að slík málsókn eigi sér stað. Þetta er ekki lagalega bindandi en þetta eru yfirlýsingar af því tagi sem að minnsta kosti binda þá sem gefa yfirlýsingarnar,“ sagði Stefán í viðtali við Útvarp Sögu á dögunum

Haft er eftir Stefáni í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að sú leið sem ríkisstjórnin leggi til varðandi upptöku og innleiðingu gerða þriðja orkupakkans sé „heimil samkvæmt stjórnarskrá enda er lagalegur fyrirvari um að þessi tilteknu ákvæði komi ekki til framkvæmda fyrr en lagagrundvöllurinn, þar með talið stjórnskipunarvandinn, hefur verið tekinn til endurskoðunar á Alþingi“. 

Skúli Magnússon, dósent við Lagadeild Háskóla íslands, vann einnig álitsgerð um stjórnskipuleg álitamál tengd þriðja orkupakkanum. Þar veltir hann upp þeirri spurningu hvort unnt sé að túlka almennar reglur EES-samningsins með þeim hætti að íslenska ríkinu beri skylda til að leyfa lagningu sæstrengs. Telur hann afar ólíklegt að fallist yrði á slíka túlkun á þjóðréttarlegum skuldbindingum Íslands. 

Skúli Magnússon

„Kemur þar helst til að ákvörðun um lagningu sæstrengs, sem meðal annars myndi liggja um landgrunn í landhelgi Íslands, er háð fjölmörgum atriðum sem eru á forræði aðildarríkjanna og falla utan gildissviðs EES-samningsins (og raunar einnig reglna sambandsréttar),“ skrifar hann. „Þannig er hvers kyns hagnýting landgrunnins háð fullveldisrétti íslenska ríkisins. Jafnvel mætti einnig færa að því rök að hér sé um að ræða nýtingu auðlinda hafsbotnsins sem eru eign íslenska ríkisins í einkaréttarlegum skilningi, sbr. lög nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, og að heimild til lagningar sæstrengs feli í sér afsal eða kvöð á landi eða landhelgi þannig að samþykki Alþingis þurfi að koma til samkvæmt 21. gr. stjórnarskrárinnar. Að mínu mati er því útilokað að sæstrengur til flutnings raforku yrði lagður án þess að Alþingi tæki afstöðu til málsins, annað hvort með setningu almennra reglna eða með lögum sem lytu að framkvæmdinni sjálfri.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár