Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Halda uppistand í þágu geðheilbrigðis og gera grín að eigin röskunum

Hóp­ur fólks með geð-og taug­arask­an­ir stend­ur fyr­ir góð­gerð­ar­uppist­andi á fimmtu­dags­kvöld.

Halda uppistand í þágu geðheilbrigðis og gera grín að eigin röskunum

Næstkomandi fimmtudagskvöld mun hópurinn „My Voices Have Tourettes“  standa fyrir góðgerðaruppistandi á skemmtistaðnum The Secret Cellar í Lækjargötu. Viðburðurinn hefst klukann fimm síðdegis og stendur fram yfir miðnætti, en markmiðið er vitundarvakningn um geðheilbrigði.

Hópinn skipar fólk sem glímir við tauga- og geðraskanir, þau Elva Dögg Hafberg, Dan Zerin og Hanna Proppé Bailey. Elva og Dan eru með Tourettes en Hanna er með geðklofa. Í hópinn bættust síðan Þórhallur Þórhallsson sem er haldinn ofsa-kvíðaröskun, Stefnir Benediktsson sem stríðir við geðhvörf og svo Carmela Torrini og Steindór Haraldsson sem bæði eru einhverf.

Megininntak uppistandanna er hversdagslíf meðlima hópsins og hvernig sé að lifa með raskanirnar, eða eins og Elva Dögg orðar það: „allt þetta fyndna og asnalega sem maður lendir í þegar maður þarf að lifa með einhverju sem fellur ekki inn í normið“.

Tilgangur sýningarinnar, segir Elva, er að útvíkka merkingu þess hvað telst vera eðlilegt og venjulegt. „Við eigum öll heima í sama menginu, við erum öll normal.“

„Við eigum öll heima í sama menginu,
við erum öll normal“

Hópurinn var stofnaður árið 2018 fyrir Reykjavík Fringe hátíðina en hátíðin var haldin í fyrsta skipti hér á landi í fyrra. Þar er lagt mikið upp úr því að gefa jaðarhópum pláss á sviði og því fannst hópnum tilvalið að hefja grínferilinn þar.

Uppistand hópsins sló í gegn á hátíðinni og í kjölfarið var þeim boðið að flytja uppistand öll fimmtudagskvöld á The Secret Cellar, fyrsta og eina grínklúbbi Íslands. Hópurinn fyllir salinn kvöld eftir kvöld.

Á viðburðinum næstkomandi fimmtudag verður efnt til fjáröflunar fyrir þrjú félög; Tourette-samtök Íslands, Geðhjálp og Einhverfusamtökin. Til sölu verða bolir og veggspjöld hönnuð af vinum hópsins, þeim Hauki Tý Þorsteinssyni og Herthu Maríu Úlfsdóttur.

Auk uppistandsins mun hópurinn opna fyrir spurningar úr sal og gefa áhorfendum kost á að fræðast um raskanirnar. Elva segir hópinn vilja koma málefnum hópsins á dagskrá í samfélaginu. „Það eru allir að díla við eitthvað eða þekkja einhvern sem eru að díla við eitthvað,“ sgeir hún. „Þetta verður fyrsta góðgerðarkvöld hópsins en hópurinn stefnir á að halda fleiri af slíku tagi í framtíðinni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár