Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ekki aðhafst vegna aukastarfs dómara

„Verk­efni því sem þú vís­ar til lauk áð­ur en Dav­íð Þór Björg­vins­son dóm­ari hóf störf við rétt­inn“, seg­ir í svari frá skrif­stofu­stjóra Lands­rétt­ar. Nefnd um dóm­ara­störf tel­ur hins veg­ar að regl­ur um auka­störf dóm­ara gildi allt frá þeim tíma sem dóm­ari hef­ur ver­ið skip­að­ur í embætti.

Ekki aðhafst vegna aukastarfs dómara
Sinnti hagsmunagæslu fyrir ríkið Davíð Þór fékk 1,5 milljónir fyrir að „spjalla við ríkislögmann um þetta erindi frá Mannréttindadómstólnum“ eins og hann lýsti því. Mynd: MBL / RAX

Forseti Landsréttar skiptir sér ekki af því að dómari við réttinn hafi sinnt launaðri hagsmunagæslu fyrir íslenska ríkið án þess að greina nefnd um dómarastörf frá því fyrirfram. „Verkefni því sem þú vísar til lauk áður en Davíð Þór Björgvinsson dómari hóf störf við réttinn 1. október 2018“, segir Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

Blaðið greindi frá því þann 22. mars síðastliðinn að Davíð Þór Björgvinsson dómari hefði fengið 1,5 milljónir fyrir lögfræðiráðgjöf sem hann veitti ríkislögmanni við ritun greinargerðar til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins. Á þeim tíma hafði Davíð Þór þegar verið skipaður dómari við Landsrétt. Samkvæmt 6. gr. reglna um aukastörf dómara er dómurum óheimilt að taka að sér málflutningsstörf sem og önnur hefðbundin lögmannsstörf ef endurgjald kemur fyrir. Þá hefur nefnd um dómarastörf túlkað dómstólalög með þeim hætti að „almennt verð[i] að telja að lögfræðileg ráðgjöf gegn endurgjaldi sé ekki heimil dómara“. Þetta eigi við allt frá þeim tíma sem dómari hefur verið skipaður í embætti. 

„Það er rétt að nefnd um dómarastörf lítur svo á að 45. gr. dómstólalaga nr. 50/2016 og reglur nr. 1165/2017 eigi almennt við frá því að dómari er skipaður í embætti, til dæmis þó að hann eða hún sé í námsleyfi,“ segir Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf, í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. „Þetta kann þó að vera túlkunaratriði í hverju tilviki fyrir sig.“

Aðspurð hvort það sé æskilegt að skipaðir dómarar sinni öðru launuðu starfi fyrir ríkið segir Hjördís að nefnd um dómarastörf telji það almennt ekki æskilegt. „En við setningu laga nr. 50/2016 mildaði þingið afstöðu sína til þessa atriðis, frá því sem verið hafði í frumvarpi, og eru slík störf því heimil að vissu marki, t.d. vegna starfa við úrskurðarnefndir. Dómarar hafa lengi gegnt ýmsum nefndarstörfum á vegum framkvæmdavaldsins og eru skoðanir skiptar um ágæti þess. Nefndin lítur svo á að nú sé um nokkurs konar millibilsástand að ræða, á meðan dómarar ljúka þeim störfum sem þeir höfðu skipun til og heimild til að sinna þegar hin nýju dómstólalög tóku gildi, en að sú heimild verði endurskoðuð og túlkuð í ljósi laganna að þeim tíma liðnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár