Flestum verkföllum hefur verið aflýst þar sem kjarasamningar virðast í nánd. Sátt náðist um meginlínur kjarasamninga í nótt.
Efling tilkynnti í gærkvöldi að ekkert yrði af verkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Verkfall strætóbílstjóra hjá Almenningsvögnum Kynnisferða stendur enn og því truflanir á leiðum Strætó. Lesa má nánar um þær á vef Strætó.
Upp úr miðnætti var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga. Samningunum er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara.
Samkvæmt tilkynningunni er samkomulagið gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda aðila, en það verður útfært af samningsaðilum í dag og kynnt í kjölfarið.
Athugasemdir