Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Verkföllum aflýst og samningar í nánd

Meg­in­lín­ur kjara­samn­inga til 2022 hafa ver­ið sam­þykkt­ar. Öll­um verk­föll­um nema hjá Strætó hef­ur ver­ið af­lýst.

Verkföllum aflýst og samningar í nánd
Bryndís Hlöðversdóttir Ríkissáttasemjari tilkynnti um að samkomulag væri tilbúið í megindráttum.

Flestum verkföllum hefur verið aflýst þar sem kjarasamningar virðast í nánd. Sátt náðist um meginlínur kjarasamninga í nótt.

Efling tilkynnti í gærkvöldi að ekkert yrði af verkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Verkfall strætóbílstjóra hjá Almenningsvögnum Kynnisferða stendur enn og því truflanir á leiðum Strætó. Lesa má nánar um þær á vef Strætó.

Upp úr miðnætti var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga. Samningunum er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara.

Samkvæmt tilkynningunni er samkomulagið gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda aðila, en það verður útfært af samningsaðilum í dag og kynnt í kjölfarið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár