Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Verkföllum aflýst og samningar í nánd

Meg­in­lín­ur kjara­samn­inga til 2022 hafa ver­ið sam­þykkt­ar. Öll­um verk­föll­um nema hjá Strætó hef­ur ver­ið af­lýst.

Verkföllum aflýst og samningar í nánd
Bryndís Hlöðversdóttir Ríkissáttasemjari tilkynnti um að samkomulag væri tilbúið í megindráttum.

Flestum verkföllum hefur verið aflýst þar sem kjarasamningar virðast í nánd. Sátt náðist um meginlínur kjarasamninga í nótt.

Efling tilkynnti í gærkvöldi að ekkert yrði af verkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Verkfall strætóbílstjóra hjá Almenningsvögnum Kynnisferða stendur enn og því truflanir á leiðum Strætó. Lesa má nánar um þær á vef Strætó.

Upp úr miðnætti var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga. Samningunum er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara.

Samkvæmt tilkynningunni er samkomulagið gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda aðila, en það verður útfært af samningsaðilum í dag og kynnt í kjölfarið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár