Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Verkföllum aflýst og samningar í nánd

Meg­in­lín­ur kjara­samn­inga til 2022 hafa ver­ið sam­þykkt­ar. Öll­um verk­föll­um nema hjá Strætó hef­ur ver­ið af­lýst.

Verkföllum aflýst og samningar í nánd
Bryndís Hlöðversdóttir Ríkissáttasemjari tilkynnti um að samkomulag væri tilbúið í megindráttum.

Flestum verkföllum hefur verið aflýst þar sem kjarasamningar virðast í nánd. Sátt náðist um meginlínur kjarasamninga í nótt.

Efling tilkynnti í gærkvöldi að ekkert yrði af verkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum. Verkfall strætóbílstjóra hjá Almenningsvögnum Kynnisferða stendur enn og því truflanir á leiðum Strætó. Lesa má nánar um þær á vef Strætó.

Upp úr miðnætti var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga. Samningunum er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara.

Samkvæmt tilkynningunni er samkomulagið gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda og samþykki samninganefnda aðila, en það verður útfært af samningsaðilum í dag og kynnt í kjölfarið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár