Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Grátið í höfuðstöðvum WOW air

Skúli Mo­gensen seg­ist hafa átt „stór­kost­leg­asta ferða­lag lífs síns“, í bréfi sínu til starfs­fólks. Í morg­un hef­ur starfs­fólk yf­ir­gef­ið höf­uð­stöðv­arn­ar, sumt hvert í upp­námi.

Yfirgáfu höfuðstöðvar WOW Þungt var yfir starfsfólki í höfuðstöðvum WOW air þegar kvatt var í morgun. Um þúsund manns missti vinnuna við gjaldþrot flugfélagsins.

Skúli Mogensen, stofandi og eigandi Wow air, fundaði með starfsfólki í höfuðstöðvum flugfélagsins í morgun eftir að rekstur flugfélagsins var skyndilega stöðvaður. Uppnám er í höfuðstöðvum Wow air. Starfsfólk hefur í morgun yfirgefið höfuðstöðvarnar, sumt hvert grátandi. 

„Mér þykir ákaf­lega leitt að setja ykk­ur í þessa stöðu,“ sagði Skúli í morgun í bréfi til starfsfólks. „Ég mun aldrei geta fyr­ir­gefið sjálf­um mér fyr­ir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr þar sem það er aug­ljóst að WOW var ótrú­legt flug­fé­lag og við vor­um á réttri leið að gera frá­bæra hluti aft­ur,“ skrifaði hann.

WOW air tapaði um 22 milljörðum króna á síðasta ári. Flugferðir voru til sölu hjá félaginu allt þar til í morgun, þegar leigusalar gerðu vélar Wow air upptækar í Bandaríkjunum og Kanada. Það virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu. Allt að fjögur þúsund manns, sem keyptu miða með WOW, eru strandaglópar vegna stöðvunar félagsins.

Starfsfólk ósátt við nærveru fjölmiðlafólks

Starfsfólk lýsti óánægju sinni með nærveru fjölmiðla í höfuðstöðvunum í morgun. „Hvað er að?“ spurði starfsmaður fjölmiðlafólk áður en hún lokaði dyrunum. Mikil samstaða hefur verið hjá starfsfólkinu í aðdragandanum að rekstrarstöðvun félagsins. Að sögn Skúla Mogensen bauðst starfsfólk til þess að gefa hluta launa sinna til að tryggja áframhaldandi rekstur. Þá sendi stéttarfélag flugmanna WOW air frá sér beiðni til Blaðamannafélags Íslands um að rannsókn yrði hafin á blaðamönnum, vegna „óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“ um stöðu WOW air. 

„Þetta er bara hræðilegt“

„Ég held ég þurfi smá tíma til að melta þetta. Þetta er bara hræðilegt,“ sagði einn starfsmaðurinn, Anna Gréta Oddsdóttir.

Höfuðstöðvar WOW airStarfsfólk hefur verið að yfirgefa höfuðstöðvarnar í Katrínartúni í morgun.

Bjartsýni hefur einkennt viðmót Skúla Mogensen undanfarna daga. Í viðtali við Vísi á þriðjudag kom hann fram og greindi frá því að staðan væri góð. „Bókanir inn á apríl og annan ársfjórðung hafa líka gengið vel. Ég held að það sýni þann mikla stuðning og traust sem við höfum notið,“ sagði Skúli. „Ég segi með miklu öryggi, við vitum nákvæmlega  hvað við erum að gera og hvert við erum að fara og við sjáum árangurinn nú þegar skila sér.“

Ekki var unnt að fá viðtal við forstjóra félagsins í morgun. Skúli hafði opinberlega sagst vera „mjög ánægður“ og bjartsýnn allt fram að skyndilegri stöðvun rekstrarins. Í bréfi sínu í morgun sagðist hann þakklátur starfsfólki og farþegum.

„Síðast en ekki síst vil ég þakka ykk­ur, mín­ir kæru vin­ir, fyr­ir stór­kost­leg­asta ferðalag lífs míns. Við mun­um alltaf vera WOW og ég mun aldrei gleyma ykk­ur. Ég vona og treysti því að þið munið aldrei gleyma WOW-and­an­um og að þið takið hann með ykkur í ykk­ar næsta æv­in­týri. Takk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár