WOW air hefur hætt starfsemi, samkvæmt tilkynningu á vefsíðu flugfélagsins og vefsíðu Samgöngustofu. Öllum flugferðum WOW air hefur verið aflýst.
Öllum flugferðum WOW air í nótt var aflýst og fjöldi farþega misstu af tengiflugum. Flugfélagið hvetur farþega til að leita að ódýrari „björgunarfargjöldum“ (so-called rescue flights) hjá öðrum flugfélögum til að komast á áfangastað. Þá eru farþegar sem greitt hafa með greiðslukortum hvattir til að hafa samband við greiðslukortafyrirtæki varðandi endurgreiðslu.
Komið hefur fram að fall WOW air geti valdið miklum skakkaföllum fyrir íslenskt efnahagslíf. Landsframleiðsla gæti dregist saman um allt að 3 prósent, samkvæmt ráðgjafafyrirtækinu Reykjavík Economics. Fallið gæti einnig haft í för með sér veikingu krónunnar og óvissa ríkir um þúsundir starfa.
Athugasemdir