Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn eins stærsta skattamáls Íslandssögunnar

Með­ferð systkin­anna í Sjó­la­skip­um á sölu­hagn­aði Afr­íku­út­gerð­ar sinn­ar hef­ur ver­ið til rann­sókn­ar í nokk­ur ár. Um var að ræða 16 millj­arða króna sölu sem átti sér stað í gegn­um Tor­tólu.

Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn  eins stærsta skattamáls Íslandssögunnar
Rannsókninni lokið Rannsókn embættis héraðssaksóknara, Ólafs Haukssonar, á Sjólaskipamálinu er lokið. Mynd: Kristinn Magnússon / Stundin

Embætti héraðssaksóknara hefur lokið rannsókn á meintum skattalagabrotum eigenda útgerðarinnar Sjólaskipa sem ráku útgerð í Afríku um árabil í gegnum eignarhaldsfélög í skattaskjólinu Tortólu. Embættið þarf nú að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi í málinu eða ekki. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Í tengslum við rannsóknina voru teknar skýrslur af systkinunum, eins og venjan er í slíkum málum.

 Embætti héraðssaksóknara hefur haft málið á sínu borði í nokkur ár eftir að embætti skattrannsóknarstjóra sendi málið til embættisins. 

Eitt stærsta skattamál ÍslandssögunnarSjólaskipamálið er eitt stærsta skattrannsóknarmál Íslandssögunnar. Guðmundur Jónsson, einn af systkinunum, sést hér á mynd.

Eigendur Sjólaskipa sem um ræðir eru þau Guðmundur Jónsson, Haraldur Jónsson, Berglind Björk Jónsdóttir og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir en þau eru börn Jóns Guðmundssonar, stofnanda Sjólaskipa. Upphaflega var Jón eigandi eins af  félögunum á Tortólu sem notað var til að halda utan um eignarhaldið á útgerðinni, Sarin Systems, sem stofnað var árið 2001. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.
Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
6
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár