Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn eins stærsta skattamáls Íslandssögunnar

Með­ferð systkin­anna í Sjó­la­skip­um á sölu­hagn­aði Afr­íku­út­gerð­ar sinn­ar hef­ur ver­ið til rann­sókn­ar í nokk­ur ár. Um var að ræða 16 millj­arða króna sölu sem átti sér stað í gegn­um Tor­tólu.

Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn  eins stærsta skattamáls Íslandssögunnar
Rannsókninni lokið Rannsókn embættis héraðssaksóknara, Ólafs Haukssonar, á Sjólaskipamálinu er lokið. Mynd: Kristinn Magnússon / Stundin

Embætti héraðssaksóknara hefur lokið rannsókn á meintum skattalagabrotum eigenda útgerðarinnar Sjólaskipa sem ráku útgerð í Afríku um árabil í gegnum eignarhaldsfélög í skattaskjólinu Tortólu. Embættið þarf nú að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi í málinu eða ekki. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Í tengslum við rannsóknina voru teknar skýrslur af systkinunum, eins og venjan er í slíkum málum.

 Embætti héraðssaksóknara hefur haft málið á sínu borði í nokkur ár eftir að embætti skattrannsóknarstjóra sendi málið til embættisins. 

Eitt stærsta skattamál ÍslandssögunnarSjólaskipamálið er eitt stærsta skattrannsóknarmál Íslandssögunnar. Guðmundur Jónsson, einn af systkinunum, sést hér á mynd.

Eigendur Sjólaskipa sem um ræðir eru þau Guðmundur Jónsson, Haraldur Jónsson, Berglind Björk Jónsdóttir og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir en þau eru börn Jóns Guðmundssonar, stofnanda Sjólaskipa. Upphaflega var Jón eigandi eins af  félögunum á Tortólu sem notað var til að halda utan um eignarhaldið á útgerðinni, Sarin Systems, sem stofnað var árið 2001. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár