Embætti héraðssaksóknara hefur lokið rannsókn á meintum skattalagabrotum eigenda útgerðarinnar Sjólaskipa sem ráku útgerð í Afríku um árabil í gegnum eignarhaldsfélög í skattaskjólinu Tortólu. Embættið þarf nú að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi í málinu eða ekki. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Í tengslum við rannsóknina voru teknar skýrslur af systkinunum, eins og venjan er í slíkum málum.
Embætti héraðssaksóknara hefur haft málið á sínu borði í nokkur ár eftir að embætti skattrannsóknarstjóra sendi málið til embættisins.
Eigendur Sjólaskipa sem um ræðir eru þau Guðmundur Jónsson, Haraldur Jónsson, Berglind Björk Jónsdóttir og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir en þau eru börn Jóns Guðmundssonar, stofnanda Sjólaskipa. Upphaflega var Jón eigandi eins af félögunum á Tortólu sem notað var til að halda utan um eignarhaldið á útgerðinni, Sarin Systems, sem stofnað var árið 2001. …
Athugasemdir